Morgunblaðið - 06.04.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
Öryggiskerfi
01:04 100%
SAMSTARFSAÐILI
EFTIRLITSFERÐIR
Heimsókn öryggisvarða eftir lokun eykur
vernd gegn bruna, innbrotum og skemmdarverkum
og minnkar líkur á fjárhagstjóni.
Öryggisverðir yfirfara fyrir nóttina og eru
í beinu sambandi við stjórnstöð Securitas. Hringdu í síma 580 7000 eða farðu áwww.securitas.is
EFTIRLITS-
FERÐIR
AUKA
ÖRYGGIÐ
60 ára Anna Dóra er
frá Þrándarlundi í
Gnúpverjahreppi,
Árn., en býr í Reykja-
vík. Hún er sálfræð-
ingur að mennt, með
meistaragráðu frá
Háskóla Íslands. Anna
Dóra rekur eigin sálfræðistofu.
Maki: Matthías Valdimarsson, f. 1957,
fjármálastjóri hjá 115 Security.
Börn: Steinþór Rafn, f. 1982, og
Heiða Hlín, f. 1990. Barnabörn eru
orðin tvö.
Foreldrar: Þorbjörg Guðný Aradóttir,
f. 1938, d. 2005, og Steinþór Ingvars-
son, f. 1932, d. 1995, bændur í Þránd-
arlundi.
Anna Dóra
Steinþórsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Festa þín gerir það að verkum að
enginn reynir að andmæla þér. Farðu var-
lega í undirritun skjala, lestu smáa letrið.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert að undirbúa indælan og
streitulausan dag. Sýndu þolinmæði, þú
færist óðfluga nær markmiði þínu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki aðra fara í taugarnar á
þér. Tafir eru óumflýjanlegar á vissu verk-
efni. Þér verður boðið á stefnumót.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er tímaeyðsla að reyna að
breyta öðrum. Regluleg hreyfing og útivist
er það besta sem þú veist. Passaðu samt
að ofreyna þig ekki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gættu þess að halda útgjöldunum
innan skynsamlegra marka og bíddu held-
ur með kaupin en að stofna til skulda.
Kannaðu hvort þú getir aðstoðað einhvern.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er komið að því að þú reynir eitt-
hvað sem þú hefur aldrei upplifað áður.
Börnin eru framtíðin, þess vegna er gott að
vanda sig í uppeldinu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú átt lausa stund aflögu máttu vita
að þeir eru margir sem þurfa á aðstoð að
halda. Einhver kemur í heimsókn og fyllir
bæinn birtu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Viðurkenndu fyrir þér hvað
það er sem þú virkilega vilt. Þetta er þitt
líf, það getur enginn lifað því fyrir þig. Til-
tekt í geymslunni er næsta verkefni þitt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Haltu áfram með það sem
skiptir þig máli. Lausnin er innan seilingar
og kemur skemmtilega á óvart.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er eins og allt leiki í hönd-
unum á þér og því skaltu nýta þér byrinn.
Hafðu augu og eyru opin svo þú missir ekki
af neinu. Fólk er að fylgjast með þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt gott sé að hafa reglurnar á
hreinu verður þú líka að geta gripið til sér-
stakra ráðstafana þegar óvæntir atburðir
verða. Veldu það besta og láttu hitt lönd og
leið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú finnur fyrir auknum kröfum frá
fjölskyldunni í dag. Reyndu að sýna sam-
starfsfólki þínu þolinmæði og gættu þess
að segja ekkert í fljótfærni sem þú munt
sjá eftir síðar.
L
óa Pind Aldísardóttir
fæddist á Hlíðarvegi í
Kópavogi 6. apríl 1970
og ólst upp í Kópavogi,
Breiðholti, Brighton í
Englandi og Hlíðunum.
Lóa varð stúdent frá MH 1990, út-
skrifaðist með BA-próf í íslensku
1993 og MA-próf í blaðamennsku frá
Cardiff University 1998. Veturinn
1993-94 var hún í skiptinámi í málvís-
indum við Université Paul Valéry í
Frakklandi.
Lóa hefur unnið ýmis störf frá 10
ára aldri; barnagæslu, fiskvinnslu, á
Kópavogshæli, í bókabúð, ísbúð, við
ræstingar, uppvask, á veitinga-
stöðum og börum en eftir útskrift réð
hún sig til kennslu á Blönduósi í einn
vetur og árið 1995 hófst fjölmiðlafer-
illinn þegar hún var ráðin blaðamað-
ur á Tímanum. Síðan þá hefur hún
eingöngu unnið við fjölmiðla; á Degi-
Tímanum, Degi, fréttastofu Ríkis-
útvarpsins, sem ritstjóri Uppeldis og
ritstjóri Húsa og híbýla og á Stöð 2.
Haustið 2005 var Lóa ráðin til fjöl-
miðlasamsteypunnar 365 og stjórn-
aði þar morgunþætti ásamt Hall-
grími Thorsteinssyni á sólarhrings-
fréttastöðinni NFS. Þegar NFS
hætti útsendingum fluttist Lóa yfir á
fréttastofu Stöðvar 2 og starfaði þar
meira og minna til u.þ.b. 2011 þegar
hún fór að einbeita sér meira að
þáttagerð. Síðan þá hefur hún leik-
stýrt, skrifað og haft umsjón með 12
heimildaþáttaröðum sem allar hafa
verið sýndar á Stöð 2, auk þess að
sinna öðrum verkefnum, m.a. hélt
hún úti vikulegum fréttatengdum
umræðuþáttum (Stóru málin, 2013-
2014) og var einn af umsjónar-
mönnum fréttaskýringaþáttanna
Bresta (2014-2015).
Sjónvarpsþættirnir hafa flestir
snúist um ýmiss konar samfélags-
mál, m.a. um brottfall úr framhalds-
skólum (Tossarnir, 2013), múslima á
Íslandi (Múslimarnir okkar, 2015),
unglinga af erlendum uppruna
(Battlað í borginni, 2016), fólk með
geðsjúkdóma (Bara geðveik, 2016),
um Ísland tíu árum eftir hrun (Nýja
Ísland, 2018), um sjálfsvíg (Viltu í al-
vöru deyja?, 2019) en einnig hefur
hún gert hina vinsælu þætti Hvar er
best að búa? þar sem hún heimsækir
íslenskar fjölskyldur víða um heim.
Meðfram blaðamennskunni hefur
Lóa m.a. þýtt tvær bækur, skrifað
greinar, var meðhandritshöfundur
að heimildamyndinni Rósku (2004)
og gaf út skáldsöguna Sautjándinn
(2007). Hún hefur í þrígang verið til-
nefnd til Eddunnar og hlaut Blaða-
mannaverðlaun fyrir bestu umfjöllun
árið 2009.
Árið 2019 hætti Lóa á Stöð 2 og
stofnaði sitt eigið framleiðslu-
fyrirtæki, Lóa Production ehf., sem
hefur nú þegar framleitt sína fyrstu
þáttaröð, Hvar er best að búa?, sem
var sýnd á Stöð 2 í vetur.
Lóa hefur ástríðufullan áhuga á
Spáni, spænsku, sól, matarboðum,
dansi, ferðalögum og er nýlega farin
að stunda skíði af kappi. „Ég er mjög
seinþroska íþróttakona, var eigin-
lega antísportisti fram að ca fertugu
en það ár hljóp ég 10 km í fyrsta
skipti og seinna hálft maraþon. Í
byrjun árs 2014 hafði ég aldrei stigið
á götuhjól en sama ár tók ég þátt í
Wow Cyclothon ásamt vinnufélögum
á Stöð 2, og núna síðustu þrjú árin
hef ég mjakast úr plógnum og er far-
in að renna mér niður sæmilega
brattar brekkur og þramma á fjalla-
skíðum.“
Síðla árs 2017 fékk Lóa furðuleg-
ustu beiðni ævinnar þegar hún var
beðin að taka þátt í dansþáttunum
Allir geta dansað á Stöð 2. „Ég held
ég hafi hugsað mig um í ca 3 sek-
úndur og sagði svo bara já! Eins mik-
ið og ég elska rútínu – mér finnst ég
svo dásamlega pródúktíf – þá elska
ég jafn mikið að prófa eitthvað nýtt,
skora á mig. En ég vissi náttúrlega
ekki hvað ég var að kalla yfir mig.
Þetta var svínerfitt, bæði líkamlega
og ekki síður andlega, en eitt alls-
herjar dúndurævintýri sem ég sé
ekki eftir í eina sekúndu að hafa tekið
þátt í.
Annars er ég voða mikið að nota
frítímann í að gera alls konar sem ég
er ekki góð í, í þeirri veiku von að
taka einhverjum smá framförum. Við
Jónas erum á dansnámskeiði, höfum
líka spreytt okkur á tangó, svo erum
við stöðugt að reyna að glamra eitt-
hvað á gítar. Og loks er það skíða-
mennskan. En þar er hann með ca 50
Lóa Pind Aldísardóttir, fréttamaður og þáttagerðarkona – 50 ára
Hjónaleysin Lóu líður best í sól en Jónasi í kulda og snjó. Hér til vinstri eru þau í hennar náttúrulega umhverfi í
Kosta Ríka en hægra megin eru þau stödd við hans kjörhitastig á Snæfellsjökli.
Dansinn var dúndurævintýri
Allir geta dansað Fermingardagur Núma, 15.4. 2018, og bein útsending hjá
Lóu í danskeppninni. Á myndinni eru synirnir, stjúpdóttir, sambýlismaður,
foreldrar og bróðir Lóu. Á myndina vantar Önnu, systur Lóu.
30 ára Gréta María er
frá Húnsstöðum í
Húnavatnshreppi, A-
Hún., en býr í Reykja-
vík. Hún er hjúkrunar-
fræðingur að mennt
og vinnur á bráða-
móttökunni og gjör-
gæslunni.
Maki: Þorri Snæbjörnsson, f. 1987, sál-
fræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Börn: Kristján Snær, f. 2016, og Snæbjört
Ylfa, f. 2019.
Foreldrar: Elín Rósa Bjarnadóttir, f. 1964,
vinnur í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi,
bús. þar, og Björn Þór Kristjánsson, f.
1963, eigandi veitingastaðarins B&S á
Blönduósi, búsettur á Húnsstöðum.
Gréta María
Björnsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Snæbjört Ylfa
Þorradóttir fæddist 4.
október 2019 kl. 5.34 á
Landspítalanum. Hún vó
3.620 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Gréta María Björnsdóttir
og Þorri Snæbjörnsson.
Nýr borgari