Morgunblaðið - 06.04.2020, Page 27

Morgunblaðið - 06.04.2020, Page 27
fyrir 30. júní, þegar samningar margra leikmanna renna út og samningar styrktaraðila ýmist renna út eða taka gildi. Hvað varðar flókna skipulagningu mótahalds væri þetta kannski hagnýtasti kost- urinn. Hvað gerist eiginlega ef tímabilið er ekki búið 30. júní? Fá leikmenn tímabundinn framlengdan samning til að halda áfram að spila? Hvað ef þeir neita að skrifa undir? Ekki er hægt að svipta mann því frelsi að skipta um atvinnurekanda. Það virðist bæði skynsamlegt og sanngjarnt að tímabilið sé búið 30. júní. Leika fyrir luktum dyrum Að lokum horfa margir á þann kost að leika fyrir luktum dyrum, klára tímabilið eins fljótt og auðið er og gera það án áhorfenda. Ef- laust eru það forráðamenn sjón- varpsstöðvanna, sem hafa greitt fúlgur fjár til að sýna leikina, sem renna hýru auga til þessa kosts. Þessi kostur virðist þó örvæntingar- fullur og gengur þvert á fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda á þessum erfiðu tímum. Það er þó ekkert svo ólíklegt að fyrstu leikirnir, þegar hægt verður að fara aftur af stað, verði leiknir fyrir luktum dyrum. Samkomu- og útgöngubanni verður víðast hvar sennilega aflétt í áföngum og þá gæti verið stór munur á knatt- spyrnuleik með aðkomu þúsund manns eða fimmtíu þúsund! Hver sem niðurstaðan verður þarf að taka ákvörðun. Þúsundir manna starfa í kringum úrvalsdeild- ina og lífsviðurværi þeirra er undir. Þá skilar úrvalsdeildin þremur billj- ónum punda í ríkissjóðinn á hverju ári. Það vilja því margir hefja keppni á ný, um leið og aðstæður leyfa. AFP Óvissa Liverpool bíður enn færis á að verða enskur meistari í knattspyrnu. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020  Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant hefur verið tekin inn í heiðurshöll bandarísku körfuknattleiksdeild- arinnar fyrir glæsilegan feril sinn. Bryant varð NBA-meistari fimm sinn- um en hann lést í þyrluslysi fyrr á árinu, 41 árs gamall. Bryant er af mörgum talinn einn besti körfubolta- maður allra tíma. Hann er fjórði stiga- hæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi með 33.643 stig. Lék hann all- an atvinnumannsferilinn með Los Ang- eles Lakers, alls 20 ár,  Stephen Kenny hefur tekið við af Mick McCarthy sem landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Samningur McCarthys gildir til 31. júlí og átti hann að stýra Ír- um á EM í sumar, hefði þjóðin komist þangað. Vegna ástandsins í heiminum hafa írska knattspyrnusambandið og McCarthy hins vegar komist að niður- stöðu um að samningnum verði sagt upp. Írar eiga að mæta Slóvakíu í undanúrslitum umspils um sæti á EM og Norður-Írum eða Bosníu í úrslitum.  Máté Dalmay mun áfram þjálfa körfuknattleikslið Hamars en hann hefur framlengt samning sinn við fé- lagið um eitt ár. Næsta tímabil verður hans þriðja með liðið en Hamar leikur í fyrstu deildinni. Lenti Hamar í 2. sæti deildarinnar á yfirstandandi leiktíð, tveimur stigum á eftir Hetti, sem fór upp um deild þar sem tímabilið var blásið af.  Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta, hefur sam- þykkt 30 prósenta launalækkun. Mikil pressa hefur verið á leikmönnum og þjálfurum á Englandi að taka á sig launalækkun vegna ástandsins sem nú ríkir. Southgate er ekki fyrsti lands- liðsþjálfari Englands sem samþykkir launalækkun því Eddie Jones, lands- liðsþjálfari rúgbíliðs Englands, tók á sig 25 prósenta launalækkun á dög- unum.  Pétur Már Sigurðsson verður áfram þjálfari Vestra í körfuknattleik karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Pétur kom til liðs við Vestra fyrir nýliðna leik- tíð og hafði gengi liðsins verið ágætt. Vestri var búinn að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um sæti í úrvalsdeild áður en mótinu var aflýst vegna kór- ónuveirufaraldursins. Pétur er reyndur þjálfari en hann hefur meðal annars þjálfað lið á borð við Skallagrím og Fjölni á ferli sínum. Hann stýrði kvennaliði Stjörnunnar í úrvalsdeild áður en hann tók við Vestra.  Willian, sóknarmaður enska knatt- spyrnufélagsins Chelsea, mun yfir- gefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann kom til fé- lagsins frá rúss- neska liðinu Anzi Mak- hachkala árið 2013 en Chelsea þurfti að borga 30 milljónir punda fyrir Brass- ann. Chelsea var reiðubúið að semja við Willian til tveggja ára en Bras- ilíumaðurinn vildi þriggja ára samning og því fór sem fór. Willian var enskur meistari með Chelsea árin 2015 og 2017. Eitt ogannað FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hlutirnir hafa gerst ansi hratt hjá knattspyrnumanninum Ara Leifs- syni. Ari, sem er 21 árs gamall, lék fyrsta A-landsleik sinn í janúar í 1:0- sigri Íslands gegn El Salvador í vin- áttulandsleik í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Ari var í byrjunarliði Ís- lands og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar, en hann er uppalinn hjá Fylki í Árbænum. Í byrjun mars keypti svo norska úrvalsdeildarfélagið Strømsgodset varnarmanninn unga af Fylki. Ari skrifaði undir þriggja ára samning í Noregi en nokkrum dögum eftir að hann kom út til Noregs var öllu skellt í lás í landinu vegna kórónu- veirunnar og samkomubann tók gildi. Mikið breyst á stuttum tíma „Ég kom til Noregs í byrjun mars og náði tveimur góðum æfingavikum með liðinu áður en öllu var frestað vegna kórónuveirunnar,“ sagði Ari í samtali við Morgunblaðið í gær. „Satt best að segja átti ég alls ekki von á því að ég myndi fara í atvinnu- mennsku á þessum tímapunkti. Ég ætlaði mér alltaf að spila með Fylki í sumar, sýna mig og sanna, og svo bara skoða mín mál að tímabili loknu. Hlutirnir gerðust hins vegar mjög hratt eftir að ég frétti af áhuga Strømsgodset og fyrir það er ég þakklátur. Ég var á öðru ári í við- skiptafræði í Háskólanum í Reykja- vík en þurfti allt í einu að kveðja allt og lífið hefur því breyst ansi mikið á stuttum tíma.“ „Ég náði einum æfingaleik með liðinu áður en samkomubannið tók gildi, en það var gegn Vålerenga. Ég kom inn á sem varamaður í hálfleik og þá fékk maður aðeins smjörþefinn af þessu. Það var mjög mikilvægt finnst mér að hafa náð þessum mín- útum og það var gaman að mæta öðrum Íslendingi, Matthíasi Vil- hjálmssyni, leikmanni Vålerenga, í öðru landi. Kórónuveiran var að komast á flug í Evrópu á þessum tíma en maður átti ekki alveg von á því að þetta myndi gerast svona hrikalega hratt. Til stóð að deildin myndi hefjast í gær (á laugardaginn) en eins og staðan er í dag er algjör- lega óráðið hvenær við byrjum að spila.“ Í hálfgerðri einangrun Það er óhætt að segja að fyrstu vikur varnarmannsins í atvinnu- mennskunni hafi verið afar krefjandi. Stökkið frá litla Íslandi í atvinnu- mennskuna er oft stórt en vegna kór- ónuveirunnar hefur Ari sem dæmi lítið náð að kynnast liðsfélögum enda í hálfgerðri einangrun í Drammen í austurhluta Noregs, en í borginni búa rúmlega 100.000 manns. „Ég hef spilað með Fylki alla mína tíð og búið heima hjá mömmu og pabba í ákveðnum þægindaramma. Það er alveg nógu stórt stökk að fara út í atvinnumennsku en kór- ónuveiran hefur gert allt erfiðara. Ef allt væri eðlilegt væri maður bara að vakna snemma á morgnana til þess að fara á æfingu. Maður væri svo bara á æfingasvæðinu fram eftir degi og alltaf með strákunum. Í dag þarf maður að æfa sjálfur og ég sef sjálfur aðeins út á morgnana til þess eins að stytta daginn. Það getur ver- ið erfitt að koma sér inn í hlutina þegar maður er einn í nýju landi og það hefði því hjálpað mér sem dæmi að hafa strákana í liðinu í kringum mig þessar fyrstu vikur. Maður fór hins vegar í hálfgerða einangrun fljótlega eftir að maður kom út og þetta hefur þess vegna verið erfitt. Kærastan mín var hins vegar með mér hérna úti þegar samkomub- annið skall fyrst á og það hjálpaði mikið. Hún er hins vegar farin heim núna og ég skal alveg viðurkenna það að það er einmanalegt að vera einn á þessum tímum.“ Góður stígandi undanfarin ár Hlutirnir hafa gerst ansi hratt hjá þessum öfluga varnarmanni á árinu 2020, en sumarið 2017 var hann fastamaður í liði Fylkis sem vann 1. deildina og tryggði sér sæti í efstu deild eftir árs fjarveru. Þá var hann fyrirliði Fylkis sem varð bikarmeist- ari í 2. flokki en Fylkismenn töpuðu sjálfum bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi Reykjavík. Árbæingum var hins vegar dæmdur sigur í keppninni þar sem Víkingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. „Árið 2017 var í raun fyrsta alvöru ár mitt í meistaraflokki. Ég spilaði bikarúrslitaleik í 2. flokki í septem- ber og fór svo upp um deild með Fylki líka. Ef þú hefðir sagt mér þá að ég væri að fara spila A-landsleik á árinu 2020 hefði ég eflaust ekki trúað þér. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá mér á undanförnum árum og fyrsta markmið mitt var alltaf að ná öllum leikjum með Fylki. Þegar allt kemur til alls þarf maður að standa sig með þeim liðum sem mað- ur spilar með og ég hef reynt að gera það. Ég fékk fyrsta tækifæri mitt með U21 árs landsliðinu árið 2017 og það var mjög góður undirbúningur fyrir fyrsta verkefni mitt með A- landsliðinu.“ „Ég var á leiðinni í próf í háskól- anum þegar ég fékk að vita að ég væri á leið í verkefni með A-lands- liðinu í janúar. Mér gekk allt í lagi í prófinu, ótrúlegt en satt, en ég átti mjög erfitt með að einbeita mér þarna og var rokinn út eftir fjörutíu mínútur sökum einbeitingarskorts. Umhverfið hjá KSÍ er mjög faglegt og flott og það er í raun allt gert til þess að manni líði vel. Það var svo bara algjör draumur að spila fyrsta landsleikinn í janúar, og að fá að gera það með strákum eins og Birki Má Sævarssyni, Kára Árnasyni og Hannesi Þór Halldórssyni er fyrst og fremst forréttindi,“ bætti Ari við. Rauk úr prófi eftir landsliðsval  Ari Leifsson gekk til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Strømsgodset í mars  Kórónuveiran hefur ekki hjálpað miðverðinum að aðlagast lífinu í Drammen Ljósmynd/Strømsgodset Noregur Ari Leifsson skrifaði undir þriggja ára saming við Strømsgodset. Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu verður að vera lokið í síð- asta lagi 3. ágúst að sögn Aleksand- ers Ceferins, forseta UEFA, en öllum leikjum keppninnar var frest- að ótímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta er fordæmalaust tímabil og við reynum að vera sveigjan- legir með tímasetningar, en Meistaradeildin og Evrópudeildin verða að klárast í síðasta lagi 3. ágúst,“ sagði Slóveninn Ceferin í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í gær. Evrópukeppnum sett tímamörk AFP UEFA Aleksander Ceferin setur tímamörk fyrir Evrópukeppnir. Willum Þór Willumsson og sam- herjar hans í BATE Borisov höfðu betur gegn Rukh Brest í 3. umferð í hvítrússnesku úrvalsdeildinni í fót- bolta á laugardag, 1:0. Sigurinn er sá fyrsti hjá BATE á leiktíðinni en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum. Willum var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 85 mínúturnar og fékk gult spjald á 59. mínútu. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem ekki er í fríi vegna kórónuveir- unnar og er enn leikið með áhorf- endum. BATE er í 13. sæti eftir þrjár umferðir með þrjú stig. Willum fagnaði fyrsta sigrinum Morgunblaðið/Eggert Sigur Willum Þór Willumsson gat loksins fagnað sigri á tímabilinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.