Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 32

Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 32
SMÁRALIND www.skornirthinir.is VATNSHELDIR ÚTIVISTARSKÓR Titlis Jab Tilb ð ð Netverslun www.skornir.is Le Florians High 24.995 Stærðir 36-47 Le Florians four seasons 19.995 Stærðir 36-47 Cosmic Run 22.995 Stærðir 36-47 o sver Í viðburði sem verður streynt á vef Þjóðminjasafns Ís- lands í dag kl. 11 munu sérfræðingar safnsins, þau Joe Walser og Helga Vollertsen, fjalla um og gefa áhorf- endum innsýn í eitthvað af þeim aragrúa upplýsinga sem beinagrindur geyma um einstaklinga, sjúkdóma og fleira áhugavert. Margar beinagrindur af Íslendingum fyrri alda eru í safninu og verður ein þeirra rannsökuð og spurningum varpað fram samhliða. Þá geta áhorf- endur líka sent inn spurninar og í annarri útsendingu á miðvikudaginn kemur verður þeim svarað. Fjalla um beinagrindur og upplýs- ingar sem hægt er að lesa úr þeim MÁNUDAGUR 6. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnumaðurinn Ari Leifsson skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannssamning í mars á þessu ári þegar hann gekk til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Strømsgodset. Stuttu eftir að varnarmaðurinn öflugi, sem er uppalinn hjá Fylki í Árbænum, skrifaði undir í Noregi skall á samkomubann í landinu vegna kórónu- veirunnar. Fyrstu vikur Ara í atvinnumennskunni hafa því verið afar krefjandi en miðvörðurinn lék fyrsta A- landsleik sinn í janúar á þessu ári gegn El Salvador í vináttulandsleik í Kaliforníu í Bandaríkjunum. »27 Sefur út í Noregi til þess að stytta daginn í hálfgerðri einangrun ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kórónuveiran hefur þrátt fyrir allt leitt ýmislegt gott af sér eins og samkennd og samstöðu. Þannig fengu Grundarheimilin 24 spjald- tölvur að gjöf fyrir helgi og eru þær þegar komnar í notkun hjá íbúum, sem nota þær til að vera í samskiptum við ættingja. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, þakkar skjót viðbrögð við ákalli vegna heimsókna- bannsins. „Við leituðum til fyrirtækja og líknarfélaga og viðbrögðin létu ekki á sér standa,“ segir hann um nýju spjaldtölv- urnar, sem eru nú komnar í notkun á Ási í Hvergarði, Mörk og Grund. Lions á Íslandi gaf átta tölvur með heyrnartólum, Lionsklúbburinn í Hveragerði gaf fjórar slíkar rétt eins og Elko og Vodafone gaf Grund átta spjaldtölvur. „Þetta eru ótrúlega flottar gjafir og þær eru mikið notaðar í samskiptum á milli heimilismanna og aðstandenda þeirra,“ segir Gísli. Hann bætir við að Gunnar Hólmsteinn Guðmunds- son, smiður á Grund, hafi í snatri smíðað statíf fyrir tölvurnar til að auðvelda heimilisfólkinu notkunina. Æðruleysi heimilisfólks Gísli segir að ákvörðun um heim- sóknabann hafi verið tekin í sam- ráði við sóttvarnalækni. „Bannið hefur gengið vonum framar og langflestir sýna því skilning en allt- af eru einhverjir ósáttir. Ég skil það líka fullkomlega og hef samúð með því sjónarmiði. En eins og ég hef oft sagt áður erum við með þessu að taka meiri hagsmuni fram yfir minni.“ Heimsóknabannið hefur eðlilega sett strik í reikninginn, en á Grundarheimilunum er reynt að stytta íbúum stundir með ýmsum hætti. Gísli segir að þjónustan og starfsemin sé eðlilega skert vegna veirunnar. Til dæmis þurfi að tak- marka iðjuþjálfun vegna nálægðar en iðjuþjálfarnir fari þess í stað um og geri eitthvað með íbúunum á hverju heimili í staðinn. Starfsfólk á Grund sé með leik í gangi þar sem gátur eru botnaðar og í vik- unni verði páskaleikur í staðinn fyrir árlegt páskabingó. „Heimilisfólkið tekur heimsókna- banninu af meira æðruleysi en ég átti von á og jafnvel á köflum af meira æðruleysi en þeir sem eru fyrir utan,“ segir Gísli. Hann segir að því miður átti sig ekki allir á því hvað sé að gerast og skilji ekki veikinda vegna af hverju þeir fái ekki heimsóknir. Hins vegar séu íbúarnir lífsreynt fólk, sem hafi séð meira, upplifað meira og gengið í gegnum meira en flestir aðrir. „Ég er ungur maður og hef hvorki upp- lifað hörmungar né stórvægileg vandræði, en þetta fólk er ýmsu vant.“ Gísli áréttar að enginn taki stöð- unni vel en fólk sætti sig við þetta tímabundna ástand því öll él birti upp um síðir. „Ég finn virkilega til með fólkinu, bæði heimilisfólkinu og aðstandendum þess, en ég er þeirrar trúar að við séum að gera rétt.“ Heimilisfólkið skiptist á um að nota spjaldtölvurnar með aðstoð starfsfólks. „Nú geta mun fleiri en áður átt myndsímtal við ættingja og við erum sérstaklega þakklát fyrir þessar gjafir,“ segir Gísli, sem ásamt eiginkonunni sinnir þvotta- akstri fyrir heimilin hálfan daginn í þessum fordæmalausu aðstæðum. Tölvur stytta öldruð- um íbúum stundirnar Ljósmyndir/Katla Kristvinsdóttir Myndsímtal Valborg Sigurðardóttir talar við ættingja í nýrri spjaldtölvu.  Grundarheimilin fengu 24 spjaldtölvur að gjöf og mynd- símtöl leysa vanda Statíf Gunnar smiður er með ráð undir rifi hverju og bjó til standa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.