Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 88. tölublað 108. árgangur
FORSETI OG
FYRIRMYND
ÞJÓÐAR GRAFARGÓSSIÐ Í NÝTT SAFN
ERFIÐIR
MÁNUÐIR
FRAMUNDAN
OPNUNINNI FRESTAÐ Í KAÍRÓ 2 VIÐSKIPTIMOGGINNAFMÆLISBLAÐ
„Þetta er nokkuð sem ég get verið
stoltur af alla ævina,“ segir Bene-
dikt Kristjánsson tenórsöngvari um
flutning þeirra Elinu Albach og
Philipps Lamprecht á Jóhann-
esarpassíu J.S. Bachs við gröf tón-
skáldsins í Leipzig á föstudaginn
langa.
Hátt í tveggja alda hefð er fyrir
því að passíur eftir Bach séu fluttar
þennan dag af kórum í Tómasar-
kirkjunni. Vegna veirufaraldursins
var það ekki unnt að þessu sinni,
auk þess sem árlegu Bach-hátíðinni
hefur verið aflýst. Meðal atriða á
henni átti að vera flutningur Bene-
dikts og félaga á passíunni en
ákveðið var að færa hann fram á
föstudaginn langa.
Sjónvarpað og útvarpað var beint
frá flutningum og þá hafa hundruð
þúsunda manna horft á streymi og
hefur það hlotið mikla umfjöllun.
„Ég vissi að mögulega yrði þetta
það stærsta sem ég myndi gera á
starfsævinni,“ segir Benedikt sem
hefur fengið þakkarskeyti frá áhorf-
endum víða að úr heiminum. „Ég
held að ég muni aldrei aftur gera
neitt þessu líkt,“ segir hann. »28
„Nokkuð sem ég get verið stoltur af“
Flutningur Benedikts Kristjánssonar
á passíu Bachs vakti mjög mikla athygli
Áhrifamikið Frá útsendingunni með flutningi Benedikts og félaga hans.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Verði flugsamgöngur í lamasessi um
lengri tíma mun ganga hratt á
lausafé Isavia sem á og rekur flug-
völlinn í Keflavík. Þetta segir Svein-
björn Indriðason, forstjóri fyrir-
tækisins. Hann bendir á að
lausafjárstaða fyrirtækisins sé sterk
en að mikill fastur kostnaður valdi
því að án tekna þorni sjóðir félagsins
upp á fimm mánuðum. Því standi nú
yfir vinna við að styrkja fjárhags-
stöðuna enn frekar.
Engar viðbragðsáætlanir Isavia
gerðu ráð fyrir þeim mögleika að all-
ar flugsamgöngur, meira og minna,
gætu lagst af svo vikum skiptir og
segir Sveinbjörn ástandið sannast
sagna óraunverulegt.
Samdrátturinn gríðarlegur
Yfir páskahátíðina, frá skírdegi og
fram á mánudag, fóru 99 farþegar
um Keflavíkurflugvöll. Yfir sömu
daga í fyrra fóru ríflega 84 þúsund
farþegar um völlinn.
Sveinbjörn segir að fullkomin
óvissa sé um hvenær og hvernig far-
þegaflug muni hefjast á ný.
„En ef við horfum á árið í heild þá
má auðveldlega gera ráð fyrir því að
farþegum muni fækka um meira en
helming milli ára.“ Í fyrra fóru ríf-
lega 7,2 milljónir farþega um völlinn
og hafði þeim þá fækkað um 26% frá
árinu 2018.
Isavia hefur lagt höfuðáherslu á að
varðveita störfin á Keflavíkurflug-
velli. Þrátt fyrir það varð félagið að
grípa til uppsagna á 101 starfsmanni
fyrir síðustu mánaðamót. Hjá félag-
inu störfuðu að meðaltali 1.360
manns í fyrra. Sveinbjörn segir að ef
umsvifin aukist ekki innan fárra
mánaða verði félagið mögulega að
grípa til frekari uppsagna. Þá er
einnig ljóst að færri sumstarfsmenn
verða kallaðir á vettvang í ár. Í fyrra
voru þeir 160 og áætlanir gerðu ráð
fyrir að þeir yrðu 140 í ár. Í kjölfar
þess að flugsamgöngur lögðust nær
alfarið af er nú gert ráð fyrir 70 tíma-
bundnum stöðugildum yfir sumar-
mánuðina. Sveinbjörn segir að
Isavia endurmeti nú fjárfestingar-
áætlanir sínar. Þá sé fyrirtækið
einnig að undirbúa talsverða mark-
aðssókn sem miði að því að laða far-
þega og flugfélög til vallarins þegar
glæðast mun yfir markaðnum. Miklu
skipti að sæta færis og að Ísland hafi
upp á marga kosti að bjóða, bæði
sem tengipunktur milli heimsálfa en
einnig sem áfangastaður.
Morgunblaðið/Eggert
Keflavíkurflugvöllur Boeing 757-200-þota Icelandair, Katla, er ein margra sem nú standa óhreyfðar á vellinum og bíða þess að hefja sig til flugs á nýjan leik.
Laust fé til fimm mánaða
Lausafé Isavia var 9 milljarðar um áramót Heldur fyrirtækinu á floti í fimm
mánuði ef ekkert er fjárfest 99 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll yfir páskana
M »ViðskiptaMogginn
Það hefur sjaldan
eða aldrei verið
eins lítið um fíkni-
efnanotkun í fang-
elsunum og nú um
stundir, en engar
heimsóknir eru í
fangelsi landsins
og einnig er minna
um flutning á
varningi inn í fang-
elsin. Þetta segir Páll Winkel fangels-
ismálastjóri í samtali við Morgun-
blaðið.
Spurður hvort að hægt sé að merkja
breytta líðan eða betri hegðun fanga til
skorts á fíkniefnum innan veggja fang-
elsanna segist hann ekki geta fullyrt
um það. Hann getur þó ekki annað en
hrósað föngum fyrir þeirra frammi-
stöðu síðan heimsóknarbann var sett á
í kjölfar þess að neyðarstigi almanna-
varna var lýst yfir 6. mars.
„Það eru allir að vinna saman að því
verkefni að takmarka streymi þess-
arar bráðsmitandi veiru inn í fangelsin
eins og hægt er. Þannig að hegðunin í
fangelsunum hefur almennt verið
mjög góð frá því að þetta kom upp og
það hafa ekki komið upp alvarleg mál,“
bætir Páll við.
Nokkrar breytingar á högum
Hann segir ljóst að ástandið sé afar
þungbært fyrir marga fanga enda hafi
margt breyst. Allt hefðbundið nám
hefur fallið niður og vinna sem kallar á
mikið af aðföngum hefur lagst alveg af.
Þá er föngunum skipt upp í hópa
vegna fjöldatakmarkana sem kemur í
veg fyrir eðlileg samskipti þeirra á
milli. Öll leyfi úr fangelsum hafa verið
felld niður og flutningar milli fangelsa
sömuleiðis. Ýmislegt hefur þó verið
gert til að létta föngum lífið á meðan
þetta ástand varir, til dæmis að leyfa
þeim að hafa samskipti við fjölskyldu
og vini með fjarfundabúnaði.
thor@mbl.is
Aldrei
minna um
fíkniefni
Hrósar föngum fyr-
ir góða frammistöðu
Páll Winkel
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra og Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra fóru yfir fyr-
irhugaðar tilslakanir á takmörk-
unum sem eru í gildi vegna kór-
ónuveirufaraldursins á
blaðamannafundi í Þjóðmenning-
arhúsinu í gær. Takmörkunum
verður aflétt í skrefum og hefst það
ferli 4. maí. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilslakanir Svandís og Katrín kynntu
tillögurnar í Þjóðmenningarhúsinu.
Tilslakanir kynntar