Morgunblaðið - 15.04.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ SteingrímurBaldursson,
prófessor emeritus,
fæddist 9. febrúar
1930. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans við
Hringbraut 2. apríl
2020.
Foreldrar Stein-
gríms voru hjónin
Baldur Steingríms-
son skrifstofustjóri,
f. 21. júní 1904 að Sandhólum í
Tjörneshreppi, S.-Þing., d. 5.
sept. 2000, og Margrét Sig-
fríður Símonardóttir húsfreyja,
f. 9. nóvember 1896 að Hof-
staðaseli í Skagafirði, d. 15.
september 1989. Bróðir Stein-
gríms var Höskuldur Bald-
ursson beinaskurðlæknir, f. 30.
maí 1934, d. 27. ágúst 2015.
Þann 20. ágúst árið 1967
kvæntist Steingrímur Fríðu
Völu Ásbjörnsdóttur, f. 1939 á
Nýlendugötu 29 í Reykjavík,
dóttur Ásbjarnar Jónssonar frá
Deildará í Múlasveit, Barða-
strandarsýslu. Ásbjörn var frá-
bær veiðimaður og vann alla tíð
hjá sjálfum sér, kona hans var
Kristrún Jónsdóttir, skrif-
stofustúlka og húsmóðir. Þau
Steingrímur lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1949 og lagði að því
búnu stund á nám í efnafræði í
Bandaríkjunum. Steingrímur
lauk B.S.-prófi í efnafræði frá
Kaliforníuháskóla í Berkeley
1952 og M.S.-prófi í sömu grein
við Chicago-háskóla 1953. Hann
var við nám og störf við Enrico
Fermi Institute for Nuclear Stu-
dies við Chicago-háskóla 1953-
1958 og lauk þaðan doktors-
prófi árið 1958. Heiti dokt-
orsritgerðar hans er The
Lambda-Transition in Liquid
Helium. Steingrímur starfaði
sem aðstoðarkennari við Chi-
cago-háskóla 1952-1953 og
stundaði rannsóknir við Enrico
Fermi-stofnunina 1956-1958.
Steingrímur var ráðinn
prófessor í efnafræði við lækna-
deild Háskóla Íslands árið 1960.
Starfið var flutt úr læknadeild í
verkfræði- og raunvísindadeild
1974 og kenndi Steingrímur
eðlisefnafræði við efnafræði-
skor. Steingrímur þótti frábær
kennari og stundaði fræðilegar
rannsóknir í tölfræðilegri
varmafræði og skammtafræði.
Hann gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum innan Háskóla Íslands
og átti m.a. sæti í fyrstu stjórn
Raunvísindastofnunar Háskóla
Íslands
Útför Steingríms fór fram í
kyrrþey í Kapellunni í Fossvogi
14. apríl 2020, í samræmi við
reglur um samkomubann.
eignuðust tvö börn,
Jón, fiskvinnslu-
mann og útflytj-
anda og Fríðu,
kennara, fyrsta
sjúkrasérfræðing á
Borgarspítalanum,
sem síðar var
Landspítalinn í
Fossvogi.
Leiðir Fríðu
Völu og Steingríms
lágu saman í Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands.
Þar kenndi hann, nýkominn
Ph.D. frá Bandaríkjunum, efna-
og eðlisfræði. Steingrímur og
Fríða eignuðust þrjá drengi.
Þeir eru: 1) Baldur, f. 1973,
hans eiginkona var Kyonglan
Rho, búsett í Bandaríkjunum.
Þau eignuðust tvo syni, Stein-
grím og Jon. Þau skildu. 2) Héð-
in Steingrímsson, f. 1975, fyrri
kona hans er Steffi Bazelmann,
heimili þeirra var í Þýskalandi,
þau eignuðust dótturina Lilju
Bazelmann. Seinni kona Héðins
er Mayel Yepez, búsett í Banda-
ríkjunum, dóttir Kristy Yepez.
3) Gunnar, f. 1979, eiginkona
hans er Anna Stollberg, f. 1981,
þeirra synir eru Ívar, f. 2010,
og Aron, f. 2013.
Þegar ég kveð nú föður minn,
Steingrím Baldursson, verður
mér hugsað til mikils og sérstaks
hæfileikamanns, sem voru þó
takmörk sett eins og okkur öll-
um.
Hæfileikar Steingríms til bók-
náms komu snemma í ljós. Upp-
eldið á kreppuárunum mótaði
hann alla tíð. Mér var sagt að
hann hafi lært undrafljótt að lesa
og lesið allar Íslendingasögurn-
ar. Fyrir 10 ára aldur hafi hann
síðan lesið alla mannkynssöguna.
Honum var gefið færi á að sinna
bóknámi og náði glæsilegum ár-
angri, vorið 1949 dúxaði Stein-
grímur á eðlisfræðibraut í
Menntaskólanum í Reykjavík
(MR). Hann hlaut hæstu einkunn
sem gefin hafði verið í skólanum
til þessa – hann var ofurdúx en
með vottorð í leikfimi.
Að loknu námi í MR fór Stein-
grímur í Kaliforníuháskóla í
Berkeley og lærði efnafræði.
Þaðan hélt hann til Chicago-há-
skóla og lagði stund á kennilega
eðlisfræði undir handleiðslu
hjónanna Joseph E. Mayers og
Maria G. Mayers. Þarna var þá
þungamiðja eðlisfræðirannsókna
í heiminum. Sagt er að
kjarnorkuöldin hafi hafist þarna í
háskólanum 2. desember 1942 kl.
15.25 þegar Enrico Fermi tókst í
fyrsta skipti að framkalla fyrstu
keðjuverkun kjarnorku sem laut
stjórn og var sjálfbær. Af þessu
spratt síðan Manhattan-verkefn-
ið og kjarnorkusprengjan.
Árið 1958 varð Steingrímur
doktor frá Chicago-háskóla.
Doktorsverkefnið var um varma-
og safnefnisfræði helíums í fljót-
andi formi. Lagði Steingrímur
fram fræðilega greiningu á svo-
nefndu Bose-Einstein kerfi. Fá-
einum árum síðar, nánar tiltekið
árið 1963, hlaut annar leiðbein-
enda hans, Maria G. Mayer, Nób-
elsverðlaun í eðlisfræði (fyrst
kvenna).
Að námi loknu var Steingrím-
ur ráðinn sem prófessor við
Raunvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Það var staða sem hann
gegndi til starfsloka. Raunvís-
indadeildin var í frumbernsku
þegar Steingrímur hóf kennslu
raunvísinda þar. Hann var einnig
prófdómari við MR, kenndi
læknanemum, kenndi í Hús-
stjórnarkennaraskólanum
o.s.frv. Þar að auki sat hann í
matsnefndum, byggingarnefnd-
um auk fleiri nefnda. Segja má að
starfsferill Steingríms hafi snúist
um uppbyggingastarf á sviði
raunvísinda.
Að sögn var Steingrímur
framúrskarandi kennari. Hann
reyndi að skilja allt fullkomlega,
þar á meðal námsefnið sem hann
miðlaði af þolinmæði og á að-
gengilegan hátt.
Takmörk Steingríms má ef-
laust rekja til uppeldis hans.
Hann hafði mjög litla reynslu af
atvinnulífinu og hann gat verið
auðtrúa. Í erfiðum málum var
Steingrímur ákvarðanafælinn.
Hann var mjúkur maður, einlæg-
ur, hjartahlýr og góðviljaður.
Mér hjálpaði hann í námi en
skorti reynslu til að búa fólk und-
ir lífið að öðru leyti. Hann var
sérstakur hæfileikamaður sem
þurfti skilningsríkan stjórnanda
til að ná undra langt.
Á erfiðri úrslitastundu í náms-
ferli mínum áður en ég hélt til
Bandaríkjanna veitti Steingrím-
ur mér stuðning sem sannaði
mér hvað felst í raunverulegri
föðurást. Því tel ég við hæfi að
kveðja hann með þessum orðum
úr Ferðalokum Jónasar Hall-
grímssonar:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
Baldur Steingrímsson.
Ég man þegar lék mér ungur á
ganginum og pabbi sat í sólstof-
unni við skrifborðið sitt. Ég vissi
ekki hvað hann var að gera, en
það hlaut að vera eitthvað merki-
legt. Pabbi var svo klár. Hann
átti endalaust mikið af bókum um
„physical chemistry“. Pabbi lék
sjaldan við mig, en ef ég þurfti
hjálp við heimalærdóm hafði
hann alltaf tíma. Hann gat gert
flókna hluti einfalda og spyrja
kannt þú x, en y, þangað til hann
fann eitthvað sem þú kunnir og
byggði ofan á það. Eitt sinn féll
ég í valfagi í háskóla. Við lærðum
saman fyrir endurtektarprófið í
öllu jólafríinu, fórum á bókasafn
HÍ og fundum fleiri bækur um
viðfangsefnið. Ég var sá eini sem
mætti í prófið, kennaranum til
mikillar undrunar, og náði því.
Þetta var litli sigurinn okkar
pabba. Ég held að á þessu augna-
bliki hafi ég gert pabba stolt-
astan. Meira en þegar ég útskrif-
aðist. Ótrúlegt en satt hef ég
orðið svo stressaður í atvinnuvið-
tali að ég hef sagt þessa sögu og
samt fengið starfið, samkvæmt
fræðunum er þetta líklega þó það
síðasta sem þú ættir að segja.
Synir mínir elskuðu afa sinn,
sem las og söng fyrir þá þegar
hann kom til að passa með
mömmu.
Mömmu þótti fátt skemmti-
legra en að fylgjast með pabba
hjálpa okkur sonum hans við
heimalærdóminn. Hún bar mikla
virðingu fyrir honum og leyfði
honum að grúska mikið inni á
skrifstofu og sá samhliða fullri
vinnu um heimilisstörfin til að
gefa honum frið. Það ásamt því
að sjá um þrjá stráka gat skilj-
anlega verið erfitt.
Pabbi var líka sérfróður um
mannkynssögu og Íslendinga-
sögurnar. Mundi persónur og at-
burði og datt heldur betur í feitt
þegar hann uppgötvaði Wiki-
pedia á netinu og gat gleymt sér
yfir henni svo dögum skipti.
Pabbi var þó ekki gallalaus.
Hann sagðist hafa rifist mikið við
móður sína þegar hann var ung-
ur. Þau hefðu ekki átt skap sam-
an. Pabba gekk snemma vel í
skóla en sagðist hafa verið leið-
inlegur og gert lítið úr Hadda
yngri bróður sínum, hann síðar
sá eftir því. Sagði að Haddi hefði
ekki byrjað að blómstra í námi
fyrr en pabbi flutti að heiman til
Bandaríkjanna í nám. Ég minnt-
ist á þetta eitt skipti þegar Haddi
kom í heimsókn til pabba, en ég
hefði ekki þurft þess. Haddi fann
það og ást þeirra á hvor öðrum
var órjúfanleg.
Nú ertu horfinn yfir móðuna
miklu, elsku pabbi minn. En þú
ert ekki farinn. Þú lifir áfram í
öllum sem þú hittir á lífsleiðinni
sem þú snertir og kynslóðum
þeirra.
Eftirfarandi uppáhaldsljóð
þitt, eftir Stein Steinarr, sendir
þú mömmu þegar við voruð að
kynnast. Mér finnst það lýsa
veru þinni í níu ára námi í Banda-
ríkjunum og mömmu á Íslandi.
Hún vissi ekki að þú værir til,
fyrr en síðar þegar leiðir ykkar
lágu saman. Bless elsku pabbi
minn, það var heiður að fá að
kynnast þér.
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.
Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá.
Og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.
Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.
(Steinn Steinarr)
Gunnar Steingrímsson.
Pabbi minn hann Steingrímur
Baldursson var hlý, góð, sönn,
hrein og gegnheil manneskja.
Hann var alltaf til staðar, alltaf
þolinmóður, mjög hlýr, rólegur
og í góðu andlegu jafnvægi. Það
var alltaf hægt að koma til pabba
og fá faðmlag. Pabbi hafði áhuga
á bóknámi en hann var líka
áhugasamur um íþróttir, spilaði
stundum fótbolta með mér og
bróður mínum á grasinu fyrir of-
an húsið.
Seinna þegar ég fékk áhuga á
skák fór hann með mér til Hafn-
ar í Hornafirði árið 1990, þar sem
ég varð yngsti Íslandsmeistari
sögunnar 15 ára. Við fórum í
langa göngutúra á hverjum degi
og ræddum flest annað en leiki á
taflborðinu, en pabbi tefldi ekki
sjálfur.
Það var fátt sem pabbi vissi
ekki. Ef hann hefði tekið þátt í
spurningakeppni á borð við Út-
svar eða Gettu betur, þá hefði
hann án nokkurs vafa unnið. Það
féll þó ekki að virðingu hans eða
stíl. Fyrir hann var nóg að hann
vissi sjálfur hvað hann gat.
Ég valdi tölvunarfræði að
hluta til vegna þess að ég vildi
ryðja mína eigin braut og læra
eitthvað sem pabbi kunni ekki.
Seinna lærði pabbi þó tölvunar-
fræði þegar hann hjálpaði yngri
bróður mínum með námið. Pabbi
hefði eflaust getað tekið BSc-
próf í því fagi með glans.
Pabbi var hætt kominn fyrir
ca. sex árum, hann fékk alvarlega
innri blæðingu og lá á gjörgæslu-
deild. Ég hafði þá nýlokið MBA-
námi í Bandaríkjunum og hafði
fengið atvinnuleyfi sem gilti í eitt
ár. Við pabbi höfum alltaf verið
mjög nánir. Ég var hjá honum á
hverjum degi og hélt í höndina á
honum þessa mánuði sem hann
barðist við að halda lífi. Það var
gott að hafa náin tengsl við hann,
nánast lesið hugsanir hans, það
þurfti ekki að segja mörg orð.
Rétt eins og á Íslandsmótinu
forðum daga gekk okkur pabba
vel að vinna saman í þessari
miklu mikilvægari orrustu við
manninn með ljáinn. Læknarnir
spurðu mig um ýmislegt, t.d. um
hversu sterkan lífsvilja hann
hefði. Ég vissi að hann hafði
mjög sterkan lífsvilja og myndi
berjast sjálfur. Þegar hann var
tekinn úr öndunarvélinni sagði
ég við hann að núna þyrfti hann
að einbeita sér og vera duglegur
og reyna að anda eins vel og hann
gæti sjálfur þó að hann væri
þreyttur. Pabbi kinkaði kolli og
stóð sig eins og hetja. Hann hafði
heppnina með sér, honum tókst
að komast af gjörgæslu á al-
menna deild og á Landakot, þar
sem hann sýndi afburða dugnað
með göngugrind, labbaði fram og
aftur ganginn. Hann ætlaði sér
heim til mömmu. Hann var vilja-
sterkur og ákveðinn og það
reyndist honum vel, hann komst
heim og fékk fimm ár í viðbót í
faðmi mömmu. Hugur minn er
núna hjá mömmu, sem reynst
hefur pabba stoð og stytta, stutt
hann á erfiðum tímum og haldið
honum gangandi.
Elsku pabbi, ég hefði gjarnan
viljað vera hjá þér aftur í þessari
spítalavist, verið með þér í gegn-
um súrt og sætt. Ég er þó alltaf
hjá þér í anda.
Þó að við séum staddir á mis-
munandi stöðum, þá elska ég þig
pabbi minn og mun alltaf gera.
Við munum um alla eilífð halda
því sambandi.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Guð blessi pabba minn.
Héðinn Steingrímsson.
Steingrímur
Baldursson
✝ Elí BæringEinarsson
fæddist 23. júní
1927 í Reykjavík.
Hann lést 23. mars
2020.
Foreldrar hans
voru Einar Að-
alsteinn Bærings-
son, f. 5.11. 1899, d.
4.8. 1962, frá Furu-
firði á Ströndum,
og Lára Péturs-
dóttir, f. 3.1. 1907, d. 30.8. 1995,
frá Kúvíkum í Reykjafirði á
Ströndum. Systkin:
Guðrún, f. 6.7.
1928, d. 16.7. 1993;
Pétur Ragnar Bær-
ing , f. 11.9. 1931, d.
8.2. 2001; Aðal-
steinn, f. 24.12.
1933, d. 22.8. 2011,
María, f. 30.9. 1935;
Sólrún, f. 17.1.
1937, og Sigrún
Theresa, f. 31.7.
1951.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey.
Hinn 23. mars kvaddi stóri
bróðir minn þessa jarðvist, eftir
langt og fjölbreytilegt líf. Það
væri hægt að skrifa þykka bók
um ævi hans Elís en það hefði
þurft að gera það með hann sem
sögumann sem því miður er ekki
hægt.
Ég er litla systir hans, 24 ár á
milli okkar, svo ég heyrði bara
sögurnar af æsku Elís frá
mömmu okkar og var það oft eins
og ævintýri úr bók þegar hún var
að segja mér frá öllu því sem
„drengurinn“ hennar lenti í. Það
var auðvelt að finna móðurástina
sem mamma bar til frumburðar
síns.
Og ævintýrin héldu áfram. Elí,
sem ungur maður sem sigldi um
heimsins höf, var mikill tónlist-
armaður, það var bara stór hluti
af Elí.
Hann spilaði á gítar og harm-
ónikku hvenær sem færi gafst.
Elí var lífið og sálin þegar
skemmtun var haldin eða partí.
Hann var dulur maður, sem lok-
aði margt inni í sér, en ef þú varst
svo heppinn að komast að hans
innra manni kynntist þú yndis-
legum og fyrir mér ástkærum
bróður sem ég elskaði afar heitt
og mun alltaf gera.
Að lokum vil ég þakka stóra
bróður fyrir alla hans elsku í garð
dætra minna; elska hans í þeirra
garð og barnabarna minna er
ómetanleg. Hafðu þökk fyrir allt,
elsku hjartans bróðir minn. Ég
kveð þig að sinni en ég veit að við
hittumst að nýju. „Till we meet
again.“
Í dag skein sól á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá
og skipið lagði landi frá.
Hvað mundi fremur farmann gleðja?
Það syrtir að, er sumir kveðja.
Ég horfi ein á eftir þér
og skipið ber
þig burt frá mér.
Ég horfi ein við yztu sker.
Því hugur minn er hjá þér bundinn,
og löng er nótt við lokuð sundin.
En ég skal biðja, og bíða þín
uns nóttin dvín
og dagur skín.
Þó aldrei rætist óskin mín
til hinsta dags ég hrópa og kalla,
svo heyrast skal um heima alla.
(Davíð Stefánsson)
Þín litla systir,
Theresa.
Elsku Elí frændi er látinn.
Hann var elstur í röðinni í systk-
inahópnum hjá mömmu og voru
24 ár á milli þeirra. Elí var í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ég fór með
honum til Bandaríkjanna sumar-
ið 1986 en við vorum þá að fara í
heimsókn til systra hans Sólu og
Rúnu sem bjuggu þar. Einnig
man ég eftir því þegar hann fór
með mig í tívolí á Klambratún ár-
ið 1983.
Það var alltaf líf og fjör í kring-
um Elí. Hann var sá fyrsti sem ég
þekkti sem átti vídeóupptökuvél
og á ég upptökur frá því að ég var
14 ára sem hann tók af mér upp í
Efstasundi að elda samloku fyrir
ömmu Láru. Það er fyrsta upp-
takan sem er til af mér. Hann var
duglegur að taka vídeóupptökur
og myndir á myndavélina sína og
þar sem ég er mikil áhugamann-
eskja um myndir hef ég fengið að
skanna hjá honum ófáar myndir
úr albúminu hans. Eins að taka
eftir vídeóspólunum hans en
hann var sá eini sem átti vídeó-
upptökur af henni ömmu Láru
minni. Strákurinn minn heitir
Baldur Elí í höfuðið á honum og
vona ég að Elí hafi vitað hversu
vænt mér þótti um hann. Ég
votta systrum hans, börnum og
fjölskyldu samúð mína.
Kossi föstum kyssi þig
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti fram á stig
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig,
mín í allri hryggð og kæti
kossi föstum kveð ég þig
kyssi heitt mitt eftirlæti.
(Adelbert von C)
Karen Linda Viborg
Einarsdóttir (Linda).
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér
gáðu ég dó ei ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir)
Þín frænka,
Laufey Bára Einarsdóttir.
Elí Bæring
Einarsson