Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Áform Reykjavíkurborgar um að
koma upp fimm smáhýsum fyrir
skjólstæðinga velferðarsviðs borgar-
innar á svonefndum Köllunarkletts-
reit eru í uppnámi eftir að úrskurð-
arnefnd umhverfis- og auðlindamála
felldi úr gildi ákvörðun borgarráðs
um breytingu á deiliskipulagi svæð-
isins.
Verktakafyrirtækið Þingvangur
mótmælti á síðasta ári breytingunni
á deiliskipulagi Köllunarklettsreits-
ins og úthlutun lóðar þar undir smá-
hýsin og kærði ákvörðun borgarinn-
ar til úrskurðarnefndarinnar.
Hefðbundin búseta
Í tillögunni var gert ráð fyrir nýrri
lóð, Héðinsgötu 8, fyrir smáhýsin á
núverandi bílastæði. Þingvangur
sem er eigandi Héðinsgötu 1 og 2 og
Köllunarklettsvegar 3, hefur unnið
að gerð heildardeiliskipulags fyrir
reitinn í samstarfi við Reykjavíkur-
borg og Faxaflóahafnir. Í kæru fyrir-
tækisins er meðal annars á það bent
að ákvörðun borgarinnar samrýmist
ekki núgildandi aðalskipulagi borg-
arinnar. Þegar því var breytt var
heimild til byggingar íbúða á svæð-
inu felld niður. Við afgreiðslu deili-
skipulagstillögunnar um smáhýsin
virðist hins vegar eldra aðalskipulag
hafa verið lagt til grundvallar. Að
mati Þingvangs hafi Reykjavíkur-
borg leitast við að slá ryki í augu
þeirra sem gert hafi athugasemdir
við tillöguna og fullyrt að ekki væri
um hefðbundna búsetu að ræða held-
ur tímabundið úrræði fyrir skjól-
stæðinga velferðarsviðs. Þessi full-
yrðing fái ekki staðist því búseta
skjólstæðinga velferðarsviðs hljóti
að teljast hefðbundin búseta á allan
hátt.
Úrskurðarnefndin tekur undir
sjónarmið Þignvangs og segir að
með aðalskipulagsbreytingu árið
2017 hafi heimild til íbúðaruppbygg-
ingar á þessu svæði verið felld brott.
Skipulagslög kveði á um að gildandi
skipulagsáætlanir skuli vera í inn-
byrðis samræmi. Smáhýsin séu ótví-
rætt ætluð til íbúðarnota og hin
kærða deiliskipulagsbreyting því
ekki í samræmi við gildandi aðal-
skipulag. Jafnframt hefði þurft að
gera grein fyrir þessari blöndun
byggðar í aðalskipulagi, en svo hafi
ekki verið gert.
Finna lóðir fyrir 25 smáhýsi
Sigurborg Ósk Haraldsdótttir,
formaður skipulags- og samgöngu-
ráðs borgarinnar, segir borgina una
úrskurðinum og því verði ekki hægt
að reisa þetta mikilvæga húsnæði á
þessum stað. „Ég get þó ekki tekið
undir röksemdafærslu úrskurðar-
nefndarinnar um að ekki sé heimilt
að reisa íbúðir á miðsvæði sam-
kvæmt aðalskipulagi. En við höfum
ekki tíma til að velta okkur upp úr
niðurstöðunni. Við þurfum að bretta
upp ermar og halda áfram þeirri
vinnu að finna staðsetningar fyrir
smáhýsin,“ segir hún.
Húsin eru hluti af því verkefni að
finna og skipuleggja lóðir fyrir 25
smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferð-
arsviðs. Hún segir marga þeirra búa
við mjög erfiðar aðstæður eða ekki
hafa í nein hús að venda. Að hafa þak
yfir höfuðið sé grunnþörf og byggt sé
á þeirri hugmyndafræði að einstak-
lingurinn fái húsnæði og í kjölfarið
stuðning og ýmis úrræði velferðar-
þjónustunnar. Sú aðferð hafi gefist
vel víða um heim og mikilvægt sé að
finna góðar staðsetningar fyrir þessi
smáhýsi innan borgarmarkanna.
Tillaga um smáhýsi felld úr gildi
Úrskurðarnefnd ógildir ákvörðum borgarráðs um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis
Nota átti reitinn undir fimm smáhýsi fyrir heimilislausa Borgin ætlar að una úrskurðinum
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhúsið Þingvangur kærði ákvörðun borgarráðs í ágúst 2019.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umferðin út frá höfuðborgarsvæð-
inu um páskana var um eða innan við
helmingur af umferðinni eins og hún
var um páskana á síðasta ári. Um-
ferðin um Hellisheiði var aðeins 39%
af umferðinni í fyrra og umferðin um
Hvalfjarðargöng var aðeins um
helmingur af páskaumferðinni á síð-
asta ári.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
geta séð umferðina á sjálfvirkum
umferðarteljurum. Tekið skal fram
að lögð er saman umferð í báðar átt-
ir.
Almannavarnir mæltust til þess
að Íslendingar ferðuðust sem mest
innanhúss um páskana og slepptu
því að fara í sumarbústaði, til þess
að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið
vegna kórónuveirufaraldursins. Af
þeim sökum lokuðu flest stóru stétt-
arfélögin orlofshúsum og orlofsíbúð-
um sínum um páskana og sum fram
til 4. maí þegar núgildandi reglur um
samkomur renna út.
Landsmenn hafa tekið þessum til-
mælum vel. Að minnsta kosti sýna
tölur úr umferðarteljurum frá skír-
degi til annars dags páska að umferð
var miklu minni í ár en um páskana í
fyrra. Meðaltalið var 3.982 bílar um
Hellisheiði. Um páskana á síðasta
ári fór 10.141 bíll þar um. Sam-
dráttur milli ára reiknast 61%. Ef
litið er sjö ár aftur í tímann sést að
umferðin hefur öll árin verið miklu
meiri en nú.
Sömu sögu er að segja um umferð
vestur um land, miðað við talningu í
Hvalfjarðargöngum. Þar fóru 3.046
bílar um að meðaltali þessa fimm
daga á móti 6.076 um páskana í
fyrra. Samdrátturinn er tæp 50%.
Umferðin er aðeins brot af því
sem hún hefur verið öll ár frá 2012.
Mest ekið á skírdag
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu var mesta umferðin í ár á skír-
dag, bæði á Hellisheiði og í Hval-
fjarðargöngum. Fólk hefur vænt-
anlega verið að fara frá
höfuðborgarsvæðinu. Um síðustu
páska var meiri umferð um Hellis-
heiði annan dag páska og á laug-
ardeginum. Hegðun landans hefur
því eitthvað breyst í ár.
áskana minnkar stórlega
llisheiði og Hvalfjarðargöng 2019 og 2020
Ko
rt
ag
ru
nn
ur
: O
pe
nS
tr
ee
tM
ap
Umferð í báðar áttir,
fjöldi ökutækja
Hellisheiði Hvalfjarðargöng
2019 2020 2019 2020
Skírdagur 10.470 4.371 6.035 3.375
Föstudagurinn langi 8.880 2.921 6.004 2.325
Laugardagur 11.082 5.272 5.535 3.764
Páskadagur 9.107 3.276 6.572 2.604
Annar í páskum 11.165 4.068 6.232 3.164
Meðalumferð 10.141 3.982 6.076 3.046
Hellisheiði
Hvalfjarðargöng
6.076
3.048
2019 2020
10.141
3.982
2019 2020
Umferð um p
Fjöldi ökutækja um He
Meðalumferð
Meðalumferð
Umferðin dróst saman um 61%
Landsmenn hlýddu Víði um páskana Umferð um Hellisheiði var aðeins um
39% af umferð síðustu páska Helmingi færri fóru um Hvalfjarðargöng
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, fagnar í dag níræð-
isafmæli sínu. Guðmundur A. Þor-
varðarson, eigandi blómabúðarinnar
Barónessunnar á Barónsstíg, ákvað
í tilefni af því að reisa sérstaka
stöng með blómum henni til heiðurs
á þessum merkisdegi.
„Ég geri þetta til heiðurs lifandi
goðsagnar,“ segir Guðmundur og
bætir við að Vigdís hafi markað
djúp spor í heimssöguna og að nafn
hennar muni lifa um ókomna tíð.
„Ég man að þegar hún hætti þótti
börnunum stórmerkilegt að karl
gæti orðið forseti,“ segir Guð-
mundur en hann hefur þónokkrum
sinnum séð um blómaskreytingar
fyrir Vigdísi.
Stöngina prýða níutíu rósir og
hvetur Guðmundur landsmenn til
þess að koma við í dag og tína sér
rós af stönginni svo þeir geti líka
fagnað afmæli Vigdísar heima hjá
sér. sgs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afmæliskveðjur Guðmundur A. Þorvarðarson við hlið blómastangarinnar
sem hann reisti í tilefni af níutíu ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur.
Reisir blómastöng Vigdísi til heiðurs
Sandra Líf Þórarinsdóttir Long,
sem leitað hafði verið frá aðfaranótt
laugardags, fannst látin á þriðja tím-
anum í gær í fjörunni á Álftanesi,
skammt frá upphafsstað leitarinnar.
Ekki er talið að andlát hennar hafi
borið að með saknæmum hætti sam-
kvæmt upplýsingum frá Lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu. Sandra
Líf var á 27. aldursári og búsett í
Hafnarfirði.
Fjölskylda hennar vill koma á
framfæri þakklæti til allra þeirra
sem veittu aðstoð við leitina.
Fljótlega eftir að lýst var eftir
Söndru Líf fannst bíll hennar á
Álftanesi í Garðabæ og var megin-
þungi leitarinnar því bundinn við
það svæði. Leitin var umfangsmikil,
sérstaklega um helgina þegar flestar
björgunarsveitir á höfuðborgar-
svæðinu voru kallaðar út til að að-
stoða lögreglu. Landhelgisgæsla Ís-
lands tók einnig þátt í leitinni með
þyrlum og flugvél auk þess sem kaf-
arar úr séraðgerðasveit gæslunnar
voru kallaðir út.
Sandra Líf
fannst látin
Ekki talið að and-
látið hafi borið að með
saknæmum hætti