Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 11

Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 11
Morgunblaðið/RAX Hraunfoss Var alls 200 metra hár og mikið sjónarspil í náttúrunni. hraunsprungu rann fram hraun- eflur sem féll ofan í gil skammt frá og þar myndaðist 200 metra hár hraunfoss, sá hæsti í heimi að sagt var. Á þessum dögum fóru margir, ýmist gangandi eða á jeppum, að gosstöðvunum sem voru heitur reitur í tvöfaldri merk- ingu orðanna. Túristagos er lýsing nærri sanni. Gosið í toppgígnum var annars eðlis; sannkallaðar hamfarir. Öskumökkur lá yfir dögum saman svo mjög reyndi á líf og líðan fólks undir Eyjafjöllum, enda var sér- staklega ógnað heilsu þess. Þegar gosinu slotaði var þó fólk fljótt að ná vopnum sínum aftur. Nýttu athyglina Strax var ljóst að eldgosið hefði mikil áhrif á ferðaþjónustu á Ís- landi, svo mikið höfðu flug- samgöngur raskast. Fyrir gos ríkti jákvæðni í ferðaþjónustu fyrir komandi sumri og var talað um 10% aukningu frá fyrra ári. En þegar gosið byrjaði hrundi allt. Talið var að samdrátturinn gæti numið um 34 milljörðum kr. fyrir þjóðarbúið, en á þessum tíma komu um 500 þúsund ferðamenn á ári til landsins. Strax var ljóst að aðgerða væri þörf og því var verk- efninu Inspired by Iceland hleypt af stokkunum. Tilgangur þess var að nýta þá athygli sem eldgosið vakti. Samstarf skilaði árangri „Skilaboðin voru þau að Ísland hefði aldrei verið jafn lifandi bæði með tilliti til náttúrunnar, afþrey- ingar og skapandi greina, og nú væri einmitt tíminn til þess að ferðast til landsins. Mikil áhersla var lögð á að nýta almannatengsl og samfélagsmiðla og fá aðra til þess að segja söguna. Staðið var fyrir ýmsum viðburðum og alls komu um 400 erlendir blaðamenn í heimsókn til Íslands þetta ár,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir al- þjóðamarkaðsfræðingur sem á þessum tíma starfaði hjá Íslands- stofu að landkynningarmálum. „Stærsta áskorun verkefnsins á þessum tíma var að tækla þá fækkun sem var fyrirséð. Ferða- menn í lok árs urðu 488 þúsund og úr varð 1% fækkun frá árinu áður. Það var varnarsigur fyrir íslenska ferðaþjónustu og fjölgun ferða- manna árin á eftir var æv- intýraleg,“ segir Inga Hlín og bætir við: „Sá samtakamáttur sem mynd- aðist á þessum tíma var gæfuspor fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sam- starf og samtal er lykill að árangri og eykur slagkraft í öllum krísum, sama hverjar þær eru, og það mættum við hafa í huga í núver- andi ástandi.“ FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Ten Points New Toulouse 22.990 kr. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is ERUM FLUTT Í STÆRRA RÝMI Á GARÐATORGI 6 Í tilefni af 80 ára afmæli Margrétar Danadrottningar hinn 16. apríl og 90 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, hinn 15. apríl í ár setur Carlsberg-sjóðurinn á fót dansk-íslenskt rannsóknasetur í samvinnu við íslensk stjórnvöld. Rannsóknarsetrinu er ætlað að auka skilning á samspili loftslags og vistkerfa og á áhrifum loftslags- tengdra breytinga í hafinu á íslenska menningu og samfélag. Carlsberg- sjóðurinn leggur röskar 500 milljónir króna, eða 25 milljónir danskra króna, til verkefnisins, íslenska ríkið 140 milljónir króna og Rannsóknar- sjóður í umsýslu, Rannís, 100 millj- ónir króna. Rannsóknasetrið er þvervísinda- legt og mun á ensku heita „Queen Margrethe’s and Vigdís Finnboga- dóttir’s Interdisciplinary Research Centre on Ocean, Climate and So- ciety“ en á íslensku „Þvervísindalegt rannsóknasetur Margrétar drottn- ingar og Vigdísar Finnbogadóttur um hafið, loftslag og samfélag“. Rannsóknasetrið er sameiginleg af- mælisgjöf til Margrétar drottningar og Vigdísar Finnbogadóttur, fv. for- seta Íslands. Rannsóknasetrið mun hafa aðsetur bæði við Kaupmannahafnarháskóla og Háskóla Íslands og verður stýrt af Katherine Richardson, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, í sam- vinnu við nokkra danska og íslenska vísindamenn. Framlagi Carlsberg- sjóðsins verður fyrst og fremst varið til að ráða unga, hæfileikaríka vísindamenn að verkefninu, einkum nýdoktora, en þeir munu stunda rannsóknir bæði við Kaupmanna- hafnarháskóla og Háskóla Íslands. Þeir munu gegna lykilhlutverki við að efla samvinnu þeirra dönsku og ís- lensku vísindamanna sem tengjast rannsóknasetrinu. Carlsberg-sjóðurinn er einn af elstu atvinnulífssjóðum heims. Árið 2019 úthlutaði sjóðurinn jafnvirði um 10 milljarða íslenskra króna til grunnrannsókna. Sjóðurinn er móð- ursjóður Carlsberg-fjölskyldunnar. 740 milljónir í rannsóknasetur  Tilefnið er 90 ára afmæli Vigdísar og 80 ára afmæli Danadrottningar Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur Danadrottning Morgunblaðið/RAX Öskuský Horft til eldgossins með sinn kalda gráa mökk frá Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum. Morgunblaðið/RAX Upphafið Jarðeldar milli jökla á Fimmvörðuhálsi hófust að kvöldi 20. mars 2010 og stóðu í um það bil einn mánuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.