Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 12

Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 Bláa stellið er komið Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga kl. 12-18, lokað laugardaga Stræti miðborgarinnar í Moskvu eru sótthreinsuð til að draga úr útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í borginni. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Rússlandi hafi gripið til hertra aðgerða hefur smitum og dauðsföllum af völdum veir- unnar í landinu fjölgað talsvert, mest í Moskvu. AFP Sótthreinsað í miðborg Moskvu Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Rúmlega 120 þúsund hafa látist og tæplega tvær milljónir manna víðs vegar um heim hafa smitast af kór- ónuveirunni samkvæmt opinberum tölum að sögn AFP-fréttastofunnar. 70% látinna eru Evrópubúar, eða rúmlega 81 þúsund manns. Flestir sem fengið hafa veiruna eru búsettir í Bandaríkjunum, rúmlega 580 þúsund manns. Flest dauðsföll miðað við einstök lönd hafa einnig orðið þar, tæplega 24 þúsund hafa lát- ist. Á Ítalíu höfðu í gær 20.465 látist, á Spáni 18.056, í Frakklandi 14.967 og í Bretlandi 11.329. Líklegt er talið að fjöldi smitaðra og látinna af völdum veirunnar sé mun hærri í mörgum löndum en opinberar tölur greina. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í því skyni að hindra út- breiðslu veirunnar hafa valdið gífur- legum samdrætti í alþjóðlegu efna- hagslífi. Hefur annað eins ekki sést frá því á dögum heimskreppunnar miklu um 1930. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, IMF, spáði í gær 7,5% samdrætti hagkerfa á evrusvæðinu á þessu ári og 6,5% samdrætti í Bret- landi. Spáð er 5,9% samdrætti í Bandaríkjunum á sama tíma. Batinn á næsta ári yrði minni en sem nemur samdrættinum. Sérfræðingar sjóðs- ins sögðu að ekki væri þó hægt að úti- loka að samdrátturinn yrði enn meiri, þar sem mjög erfitt væri að sjá fyrir hver þróun faraldursins yrði. Breskir hagfræðingar hafa spáð því að samdráttur í efnahagslífi landsins geti numið allt að 13% á þessu ári ef útgöngu- og samkomu- bann verður við lýði í þrjá mánuði eins og margir telja. Þá hafa hag- fræðingar frönsku ríkisstjórnarinnar spáð allt að 8% samdrætti innanlands á árinu. Indversk stjórnvöld tilkynntu í gær að útgöngubannið í landinu yrði framlengt til 3. maí. Í Frakklandi hef- ur það verið framlengt til 11. maí, en eftir það er að því stefnt að skólar og verslanir verði opnuð í áföngum. Lít- illega hefur verið slakað á sam- komubanni sums staðar á Ítalíu og hafa til dæmis bókaverslanir og þvottahús verið opnuð. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagðist í gær telja að versta ástandið væri yfirstaðið. Þar hafa tíu þúsund manns látist í faraldrinum. Trump forseti boðar áætlun um opn- un hagkerfisins innan skamms. Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin segir að kórónuveirufaraldurinn verði ekki stöðvaður að fullu fyrr en öruggt bóluefni sé fundið. Dýpsta kreppa í nær hundrað ár  Tvær milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni  Mikil samdráttur í efnahagslífi heimsins AFP Lokað Verslun liggur víða niðri. Ríkisstjórn Möltu hvatti í gær Evr- ópusambandið til að veita Líbíu mannúðaraðstoð án tafar. Með því væri hægt að draga út straumi flóttamanna til Möltu frá Líbíu. Var lagt til að varið yrði allt að eitt hundrað milljónum evra – rúmlega fimmtán milljörðum íslenskra króna – í matvörur og lyf sem send yrðu til landsins. Um helgina urðu varðskip frá landamæraeftirliti Möltu vör við fjóra báta með á þriðja hundrað afr- íska flóttamenn um borð sem hugð- ust reyna að komast til eyjarinnar. Landamæri Möltu eru eins og flestra Evrópuríkja lokuð vegna kórónu- veirunnar. Þýsk samtök sem fylgjast með ferðum flóttafólks um Miðjarðarhaf telja að einn bátanna fjögurra hafi sokkið og 85 manns um borð drukkn- að. Spænsku mannúðarsamtökin Salvamento Maritimo Humanitario segja að flóttafólkið komi frá lönd- unum sunnan Sahara. Utanríkisráðherra Möltu telur að yfir 650 þúsund manns bíði þess við strandlengju Líbíu að komast til Evrópu. Hann segir að flóttafólki fjölgi mikið vegna aukinna átaka í Afríkuríkjum, sjúkdóma og skorts á grundvallarþörfum. Skjótlegast sé að bregðast við þeim erfiðu aðstæð- um sem flóttamennirnir búa við við með því að beina aðstoðinni til Líbíu í stað heimaríkja flóttamannanna sunnan Sahara. Þrír höfðu í gær látist af völdum kórónuveirunnar á Möltu samkvæmt opinberum tölum, en 384 smitast. Áður en faraldurinn hófst að ráði höfðu stjórnvöld þar sýnt flóttafólki frá Líbíu mikla hörku og látið líbísk varðskip flytja til baka þá sem kom- ist höfðu til landsins. Flóttamenn fái aðstoð í Líbíu  Flóttafólk reynir að komast til Möltu AFP Á flótta Fólkið leggur sig í mikla lífshættu til að komast frá Afríku. Sérfræðingar Alþjóðaheil- brigðisstofnunar- innar (WHO) funduðu fyrir helgi til að ræða hvort ebólu- faraldurinn sem hófst í Kongó í ágúst 2018 væri enn ógn við al- þjóðlegt heil- brigðisöryggi. Beðið er niðurstöðu fundarins. Þess hafði verið vænst að stjórnvöld í Kongó gætu greint frá því síðastliðinn mánudag að farald- urinn væri genginn yfir, en ný tilfelli sem komu í ljós urðu til þess að fresta varð tilkynningunni. Rúmlega 2.300 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Kongó. Til að hægt sé að tilkynna um að hann sé yfirstaðinn má ekkert nýtt tilfelli hafa orðið í 42 daga. Rétt áður en fundur sérfræðing- anna hófst komu í ljós þrjú ný tilfelli ebóluveirusmits í borginni Beni í norðausturhluta landsins. Eru tveir sjúklinganna látnir en sá þriðji lifir enn. Uppruni smitanna hefur verið rakinn og allir verið bólusettir að sögn talsmanns WHO. Ebóla aft- ur í Kongó Kongó Ekki lausir við ebólu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.