Morgunblaðið - 15.04.2020, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
Anna Marsibil Clausen, dag-
skrárgerðarkona á Rás 1, var beðin
um að mæla með listaverkum sem
hægt er að njóta innan veggja
heimilisins í samkomubanninu.
„Heilagur Kári, öll þau afrek sem
fólk getur unnið í þeim mikla auka-
tíma sem skapast
í núverandi
ástandi! Öll
menningin sem
fólk getur
svolgrað í sig! Öll
afslöppunin sem
nú er loksins
hægt að koma í
verk! Persónu-
lega hef ég ekki
fundið þessar
aukastundir enn. Fyrir mörg okkar
reynir vinnan enn meira á en áður
en einmitt þá er líka nauðsynlegt að
slaka á. Segir sálfræðingurinn
minn. Svo ég reyni mitt besta.
Persónulega hef ég fundið mesta
afslöppun yfir hinum átakanlega
yfirborðskenndu raunveru-
leikaþáttum Love Island á Sjón-
varpi Símans. Þar eru allir sósaðir,
sólbrunnir og með sérstakt lag á að
slökkva á allri heilastarfsemi
minni. Svo skemmir ekki fyrir að
það eru rúmlega 50 þættir í hverri
seríu, sem endast mér þá vonandi
út samkomubannið.
Fyrir fólk í leit að einhverju að-
eins menningarlegra er óhætt að
mæla með hlaðvarpinu Dolly Par-
ton’s America úr smiðju Radiolab,
sem er einstakt dæmi um útvarps-
töfra. Svo er ég afskaplega spennt
fyrir komandi afmælisendursýn-
ingum Þjóðleikhússins í Ríkissjón-
varpinu næstu vikur. Ég er einna
spenntust fyrir að fá að sjá með
Fulla vasa af grjóti aftur þann 18.
apríl. Ég sá hana fyrst árið 2000 í
Þjóðleikhúskjallaranum, þá 11 ára,
og hún skildi mikið eftir sig. Orkan
milli Hilmis Snæs og Stefáns Karls
heitins verður seint endursköpuð.
Mælt með í samkomubanni
Samstilltir St́efán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason í Með fulla
vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu árið 2000. Sýningin naut mikilla vinsælda.
Ástareyja, Dolly
og endursýningar
Ástareyja Þátttakendur í raun-
veruleikaþáttaröðinni Love Island.
Anna Marsibil
Clausen
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hundruð þúsunda manna hafa síðan
á föstudaginn langa horft á streymi
frá umtöluðum flutningi Benedikts
Kristjánssonar tenórs og félaga
hans, Elinu Albach sembal- og orgel-
leikara og slagverksleikarans Philipp
Lamprecht á Jóhannesarpassíu Jo-
hanns Sebastians Bach í Tómasar-
kirkjunni í Leipzig í Þýskalandi, við
gröf tónskáldsins. Flutningurinn var
að auki í beinni útsendingu í þýska
ríkissjónvarpinu og -útvarpinu og á
Arte-sjónvarpsstöðinni, svo talið er
að yfir milljón manns hafi fylgst með.
Yfir 170 ára hefð er fyrir því að
flutt sé passía eftir Bach við gröf
hans á föstudaginn langa, í kirkjunni
þar sem hann starfaði og flest verka
hans voru frumflutt.
Þá er vor hvert haldið árleg Bach-
hátíð í Leipzig en henni hefur líka
verið aflýst vegna vegna kórónu-
veirufaraldursins, og aðeins boðið
upp á eina tón-
leika sem áttu að
vera á henni,
flutning Bene-
dikts og félaga.
Þetta var í ell-
efta skipti á rúmu
ári sem Benedikt,
Albach og Lamp-
recht flytja
Jóhannesarpass-
íuna, en þau
hrepptu hin virtu
Opus-tónlistarverðlaun fyrir hana í
fyrra, í flokknum „framsæknir tón-
leikar“. Þess má geta að þau fluttu
verkið í Hallgrímskirkju í mars síð-
astliðnum. Til stóð að þau flyttu
passíuna í Leipzig í júní næstkom-
andi, og að allt að 5.000 kórsöngvarar
tækju þátt í flutningum þar sem þeir
syngju í garði í borginni. En vegna
faraldursins var flutningur passíunn-
ar færður fram á föstudaginn langa,
á áætlaða dánarstund Jesú Krists.
Kantor kirkjunnar, þrír söngvarar
og organisti fluttu líka sálma eftir
Bach í útsendingunni og þá var felld-
ur inn með áhrifaríkum hætti söngur
kórfélaga í Sviss, Kanada og Malas-
íu.
Pressan rosaleg
Benedikt hefur á síðustu árum
komið fram víða um lönd með kórum
og hljómsveitum og sungið guð-
spjallamanninn í ýmsum passíum
J.S. Bach og í öðrum verkum. En
þegar rætt var við hann í gær, þar
sem hann var á göngu í vorblíðunni í
heimaborg sinni, Berlín, sagði hann
þennan flutning ólíkan öllu sem hann
hefði tekið þátt í. Þá hefði hann feng-
ið gríðarlega sterk og jákvæð við-
brögð og verið ítarlega fjallað um
tónleikana í þýskum dagblöðum.
Meðal annars var afar lofsamleg
grein um Benedikt í útbreiddasta
dagblaði Evrópu, Frankfurter Allge-
meine Zeitung, í gær.
„Ég hef verið að drukkna í skila-
boðum frá fólki, alls staðar að úr
heiminum,“ segir hann. „Það var svo
yfirþyrmandi að lesa öll þessi skila-
boð að ég fór út í gönguferð – og
komst þá að því að refur hafði kúkað
í skóna sem ég skildi eftir fyrir utan í
nótt!“ segir hann og hlær.
Benedikt segir að í raun hafi flutn-
ingur þeirra þremenninga á passí-
unni ekkert verið öðruvísi en í fyrri
skiptin, fyrir utan þátttöku kantors
kirkjunnar og hans fólks og að kirkj-
an hafi verið tóm. „En auðvitað var
pressan rosaleg,“ bætir hann svo við
og segir furðulegt að hugsa til þess
hversu margir hafi horft á
útsendinguna eða streymi frá henni
eftir á. „Það eru allir í sóttkví heima
og þess vegna margir að horfa.“
Við að horfa á útsendinguna þótti
blaðamanni einstaklega áhrifamikið
að fylgjast með hrífandi flutningi
Benedikts þar sem hann stendur að-
eins nokkra metra frá gröf meistar-
ans Bach, í kirkjuskipinu. Hvernig
tilfinning var það?
Stærsta sem ég myndi gera
„Það er mjög erfitt að koma því í
orð,“ svarar Benedikt. „Til að byrja
með hafði það verið takmark hjá mér
í átta ár að syngja í Tómasar-
kirkjunni, eða allt síðan ég komst í
undanúrslit Bach-keppninnar en
ekki í úrslitin sjálf, en þá er sungið í
kirkjunni. Síðan hefur mig langað að
syngja í kirkjunni og nú kom það til
mín með þessum óvenjulega hætti.
En kvöldið fyrir flutninginn, þegar
við vorum að æfa í kirkjunni, bað ég
húsvörðinn um að fá að vera einn eft-
ir í kirkjunni í hálftíma. Ég sat þar
hjá gröf Bachs, söng sálm og náði að
tengja mig umhverfinu. Ég vissi að
mögulega yrði þetta það stærsta sem
ég myndi gera á starfsævinni.
Ég held að ég muni aldrei aftur
gera neitt þessu líkt. Þetta var ein-
stakt. Það er meira en 170 ára hefð
fyrir því að drengjakór kirkjunnar í
Leipzig flytji passíu á föstudaginn
langa; meira að segja árið 1945 með-
an sprengjunum rigndi voru þeir
sendir í búðir og fluttu passíu með fá-
einum hljóðfæraleikurum. En núna, í
fyrsta skipti, kemur enginn heima-
maður frá Leipzig heldur Íslend-
ingur inn í Tómasarkirkjuna og flyt-
ur passíu eftir Bach á föstudaginn
langa! Þetta var absúrd og mun aldr-
ei gerast aftur.“
Og það var fallegt og Benedikt
kveðst afar ánægður með hvað flutn-
ingurinn hafi tekist vel. „Ég notaði
alla krafta mína í flutninginn og var
eins og rotaður í tvo daga á eftir.
Þetta er nokkuð sem ég get verið
stoltur af alla ævina.“
Súrrealískt ástand
Benedikt segir að meðal hinna
ýmsu skilaboða sem honum berist
þessa dagana séu óskir um að þau
flytji Jóhannesarpassíuna víðar. En
slíku sé engin leið að svara eins og er,
meðan veirufaraldurinn kemur í veg
fyrir tónleikahald. Hann geri ekki
ráð fyrir því að hægt verði að byrja
að bóka neina nýja tónleika fyrr en
jafnvel 2022.
„Það er ekkert að gera hjá mér á
næstunni, ég bíð bara eftir staðfest-
ingu á því að hætt sé við enn fleiri
tónleika en þegar hafa verið afboð-
aðir,“ segir hann. „Það er þegar búið
að afbóka allt sem átti að vera í maí
og hálfan júní en ég býst við því að
það verði hætt við allar tónlistar-
hátíðir sem ég átti að koma fram á í
sumar.
Þetta er súrrealískt ástand en við
verðum einhvern veginn að komast
gegnum þetta,“ segir hann að lokum.
Skjáskot frá útsendingu Arte-sjónvarpsstöðvarinnar.
Áhrifamikið Benedikt flytur passíuna í Tómasarkirkju ásamt félögum sínum, Elinu Albach og Philipp Lamprecht.
„Nokkuð sem ég get
verið stoltur af alla ævi“
Benedikt við
flutning Jóhann-
esarpassíunnar.
Rómaður flutningur Benedikts Kristjánssonar á Jóhann-
esarpassíunni við gröf J.S. Bach á föstudaginn langa