Morgunblaðið - 15.04.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.04.2020, Qupperneq 17
9,9% fretta- bladid.is 14,0% Fréttablaðið 8,8% visir.is 9,7% ruv.is 6,1% RÚV: útvarp/ sjónvarp 2,8% Bylgjan/ Stöð 2 4,2% DV 6,4% dv.is 38,0% 38,0% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til lesenda á hverjum degi. Ekki missa af því sem skiptir máli. Komdu í áskrift strax í dag Sím i 569 1100 m bl.is/a s kri ft Við skrifum fleiri fréttir Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020 18,8% Morgun- blaðið 19,2% mbl.is Hið opinbera – ríki og sveitarfélög – er með mörg járn í eld- inum. Það fjár- magnar skólana, spít- alana, gatnagerð, landvernd, útsend- ingar á bandarískum gamanþáttum, sendi- ráð, ráðherrabíla, atvinnuleysisbætur og svona mætti telja mjög lengi. Sumir halda því fram að mikið af þessum opinberu umsvifum sé yfirdrifið og krefjist alltof mikillar skattheimtu. Bent er á að einhver verkefna hins opinbera megi hæg- lega færa í hendur einkaaðila á meðan önnur eru gæluverkefni, bruðl á fé og ber hreinlega að leggja niður. Í staðinn er þá yfirleitt spurt: Hvaða verkefni hins opinbera eru gæluverkefni? Um þessar mundir er þessi spurning að svara sér sjálf. Núna er nefnilega verið að forgangsraða í þágu lýðheilsu og heilsugæslu, innviða og almannavarna. Öllum ráðum er beitt til að halda í skefj- um vírus sem herjar á heims- byggðina. Þessi úrræði þarf vita- skuld að fjármagna og þá þarf að setja gæluverk- efnin á hilluna. Gæluverkefnin eru með öðrum orðum að koma út úr skápnum. Gott dæmi um slíkt eru áætlanir um að friðlýsa hið íslenska hálendi og eyða í slíkt stórfé. Þetta verkefni hefur nú verið af- hjúpað sem gæluverk- efni með því að setja það á hilluna. Umhverfisráðherra hefur greinilega fengið þau skilaboð að nú sé ekki rétti tíminn til að brenna gríðarlega miklu skattfé í gælu- verkefni. Peningana þarf að nota í eitthvað mikilvægt, sjáðu til. Það þarf að forgangsraða. Bruðlið þarf að bíða seinni tíma. Gæluverk- efnunum þarf að fresta. Ég vil hvetja fólk til að fylgj- ast vel með því hvaða verk- efnum hið opin- bera er að slá á frest þessar vik- urnar. Þau eiga það sennilega öll sammerkt að vera gæluverk- efni sem hefðu aldrei átt að komast upp úr skúffunni. Þeim ber að fresta – til eilífðar. Gæluverkefnin koma út úr skápnum Eftir Geir Ágústsson Geir Ágústsson »Nú þarf hið opinbera að forgangsraða og þar með afhjúpast gælu- verkefni þess öllum. Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com Höfundur er eldri borgari og leið- sögumaður búsettur í Mosfellsbæ. arnartangi43@ gmail.com Veturinn 1991-1992 sótti ég nám við Leið- söguskóla Íslands sem hefur starfað í áratugi í Mennta- skólanum í Kópavogi. Þaðan lauk ég prófi vorið 1992 og hefi starfað við leiðsögn þýskumælandi ferða- manna um Ísland öll sumur síðan að undanskildu einu sumri vegna veikinda. Þetta nám þótti mér ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt, sumt var þörf end- urrifjun frá menntaskólanámi mínu en með mjög mörgum við- aukum. Ein megináherslan við leiðsögn sem okkur í Leiðsöguskólanum var sérstaklega treyst fyrirvar að við ættum ætíð að hafa öryggi ferða- mannsins í fyrirrúmi. Í dag þykir sjálfsagt í upphafi hverrar ferðar að minna ferðamanninn á að spenna öryggisbeltin en fyrir kem- ur að reynir á þau á ögurstundu. Við leggjum okkur fram að fylgj- ast með veðurspám í langferðum svo og fréttum ef vera skyldu ein- hverjar ástæður fyrir okkur að þörf sé á að hnika eða breyta ferð að einhverju leyti. Það gerum við í samráði við ferðaskrifstofu sem og bílstjóra. Hefur stundum þurft að grípa til þess að hnika einhverju eða breyta vegna veðurs eða ann- arra atvika sem ekki voru ljós í upphafi ferðar. Nú á dögunum voru grafalvar- legar fréttir af hrakningum ferða- fólks við Langjökul. Þar var farið í vélsleðaferð þrátt fyrir að að kol- vitlaust veður væri að skella á jafnt á hálendinu sem á láglendi í byggðum landsins. Kalla varð út björgunarsveitir við mjög erfiðar aðstæður við sunnanverðan Lang- jökul. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem kæruleysi og léttúð gagnvart veðri kemur við sögu. Það gerðist fyrir örfáum árum hjá sama ferðaskipuleggjanda sem ekki verður talið viðkomandi aðila til vegsauka. Fyrir rúmum tveim áratugum varð á Vatnajökli einnig í tvígang áþekkt kæruleysi gagn- vart veðurspám sem því miður rættust. Ferðir voru skipulagðar þvert yfir Vatnajökul milli Jökuls- els ofan við Smyrlabjargavirkjun í Suðursveit og Kverkfjalla. Næstu ár höfðu júristar nógan starfa við málaferli og áttu þau drjúgan þátt í að stærsta ferðaskrifstofa lands- manna þá, Sam- vinnuferðir- Landsýn varð nokkru síðar gjaldþrota. Svo lengi sem eg man þá hefur Leiðsögn, félag leiðsögumanna á Ís- landi margóskað eftir því, að starf leiðsögu- manna með leiðsögu- próf frá Leiðsöguskóla Íslands verði lög- verndað. Um aldamót- in síðustu var þessi ósk til Alþingis mjög ofarlega í huga okkar sem þá vorum í stjórn félagsins enda er starf okkar bæði vandasamt og því fylgir mikil ábyrgð að allt gangi að óskum. Leiðsögumenn þurfa oft að vera nánast á tánum til að ekkert fari öðru vísi en til er ætlast og markmið okkar er að koma öllum ánægðum til lokaáfangastaðar. Nú er hópur fólks sem hefir margsinnis sýnt að það hafi ekki sömu viðhorf og við en telur sig samt vera leiðsögumenn engu að síður. Sá sem anar út í kolvitlaust veður eða aðra hættu er ekki leið- sögumaður í skilningi námsins í Leiðsöguskóla Íslands. Lítum í hegningarlögin frá 1940 en þar segir m.a. í 220. gr. 3. og 4. málslið: „Refsingu... skal sá sæta, sem úthýsir ferðamanni eða segir hon- um rangt til vegar, enda hefði hann átt að geta séð að ferðamann- inum myndi verða af því háski bú- inn. Fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.“ Þarna er sérstaklega vikið að ferðamanni og með hliðsjón af því sem fram hefur komið gæti verkn- aðarlýsing sem hér er lýst verið heimfærð á það kæruleysi sem þessar jöklaferðir taka til. Það er með öllu óþolandi að leið- sögumaður komist upp með að setja ferðamenn í augljóslega hættu og ógni öryggi þeirra. Starf leiðsögumannsins einkennist ekki af ábyrgðarleysi! Það á ekki að líð- ast að hver og einn geti nefnt sig leiðsögumann. Lögverndun starfsheitisins leið- sögumaður er mjög þörf í ljósi undanfarinna atburða enda á kæruleysi og léttúð hvergi að líð- ast í íslensku samfélagi! Lögverndum starf leiðsögumanna Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Sá sem anar út í kol- vitlaust veður eða aðra hættu er ekki leið- sögumaður í skilningi námsins í Leiðsöguskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 Umræðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.