Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 25

Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020 „AÐALRÉTTUR KVÖLDSINS ER DJÚSÍ BLANDA AF KJÚKLINGI OG SVÍNAKJÖTI, KRYDDLEGIN MEÐ VILLIJURTUM OG MAUKUÐ SVO ÁFERÐIN ER SILKIMJÚK. ÞESSI RÉTTUR GLEÐUR SEM KLÓR Á KVIÐ FRÁ FYRSTA NARTI.” „ÞAÐ ER ENGINN AÐ FARA HEIM! HVERS VEGNA SYNGUR ÞÚ EKKI EITT AF LÖGUNUM ÞÍNUM FYRIR ÞAU?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera ekki stórmál úr hlutunum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HRÓLFUR, BRÓÐIR SÆLL, HEIMSENDIR ER Í NÁND! ÞJÓNN, SNÖGGUR! LÁTTU MIG HAFA GLAS AF ÖLLU DÝRASTA VÍNINU ÞÍNU! ÉG HEFÐI ALDREI ÁTT AÐ KENNA HONUM ÞETTA Magnússon, f. 1.10. 1906, d. 25.10. 1980, skrifstofumaður. Börn Sigrúnar og Sigursveins eru 1) Diljá Sigursveinsdóttir, f. 14.9. 1972, fiðluleikari og tónlistarkennari í Reykjavík. Synir hennar eru Jakob Árni Kristinsson, f. 24.11. 2005, og Sigursveinn Valdimar Kristinsson, f. 5.1. 2009; 2) Ólöf Sigursveinsdóttir, f. 2.9. 1974, sellóleikari og tónlistar- kennari í Reykjavík. Synir hennar eru Madhav Davíð Goyal, f. 25.5. 1998, og Ísak Aryan Goyal, f. 27.10. 2001. Systkini Sigrúnar eru Eyjólfur Gestsson, f. 29.8. 1946, d. 6.1. 2016, garðyrkjumaður í Hveragerði; Steindór Gestsson, f. 26.6. 1953, garðyrkjumaður og kirkjuvörður í Hveragerði; Guðríður Gestsdóttir, f. 15.4. 1956, starfsmaður Reykjanes- bæjar; Sigurbjörn Ármann Gests- son, f. 21.8. 1964, bifreiðarstjóri í Reykjanesbæ. Foreldrar Sigrúnar voru hjónin Gestur Eyjólfsson, f. 11.5. 1921, d. 21.3. 2000, garðyrkjumaður í Hvera- gerði, og Halldóra G. Steindórs- dóttir, f. 7.2. 1927, d. 7.1. 2007, hús- móðir í Hveragerði. Sigrún Valgerður Gestsdóttir Sigurbjörg Sigvaldadóttir húsfr. í Rvík og Hafnarfirði, f. á Torfastöðum í Biskupstungum Þorkell Þorkelsson sjómaður í Reykjavík, f. í Neðra-Dal í Mýrdal Þorkelína Sigurbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja á Efri-Steinsmýri og í Ósgerði Steindór Sigurbergsson b. á Efri-Steinsmýri í Meðallandi og í Ósgerði í Ölfusi Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir garðyrkjubóndi í Hveragerði Árný Eiríksdóttir húsfreyja í Fjósakoti, f. í Lágu-Kotey Sigurbergur Einarsson bóndi í Fjósakoti í Meðallandi, f. í Bakkakoti Sigmundur R. Helgason 1. tenór í Smárakvartettinum í Reykjavík Gíslrún Sigurbergsdóttir húsfr. á Efri-Steinsmýri í Meðallandi Ingibjörg Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurbjörn Einarsson biskup Íslands Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og kennari Sigrúnar Guðrún Vigfúsdóttir húsfr. í Reykjadal og á Vatnsenda, f. á Reykjum á Skeiðum Sigmundur Jónsson b. í Reykjadal, Hrunamannahr., og á Vatnsenda í Flóa, f. í Hörgsholti Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja á Húsatóftum á Skeiðum Eyjólfur Gestsson bóndi á Húsatóftum Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja á Húsatóftum, f. í Eystri- Geldingaholti, Gnúpverjahr. Gestur Eyjólfsson bóndi á Húsatóftum, f. í Vælugerði í Flóa Úr frændgarði Sigrúnar Valgerðar Gestsdóttur Gestur Eyjólfsson garðyrkjubóndi í Hveragerði Vigdís Finnbogadóttir er níræð ídag og við í Vísnahorni færum henni bestu afmæliskveðjur. Það var ágætt viðtal við hana á ljós- vakamiðlum á dögunum. Hún var frísk og hress að vanda og sagðist vera „á góðum járnum“. Þetta barst í tal milli mín og karlsins á Lauga- veginum. Hann rykkti höfðinu eilít- ið upp og aftur á bak til vinstri og sagði: Nóg að sýsla hefur hér, hleypir ævi klárnum. Vigdís níræð orðin er, enn á góðum járnum. Við lok forsetatíðar frú Vigdísar orti Hjálmar Jónsson: Ræðir þjóðar rétta þörf, ræktar sprota nýja. einkennt hafa öll þín störf, alúð, virðing, hlýja. Fía á Sandi yrkir: Vorið er komið, því klakinn er farinn að klökkna. Kúra nú spennt niðri í moldinni fræin mín væn. Varmasteinn kominn í veginn því hann er að dökkna varlega pússar nú sandinn hafaldan græn Bráðum mun fuglunum rigna af himninum heiðum. Hratt fyllist mýrin af spóum og glymur af söng. Krían hún mætir svo sæl úti á Sandi í breiðum og syngur um fögnuð og dýrðir um vorkvöldin löng. Afi Fíu, Guðmundur á Sandi, orti og kallaði „Vorgæði“: Ennþá gerast ævintýr: Eyjar, búnar flosi, jarðar-kringla, himinn hlýr, hafið – öll í brosi. Á vorin koma helsingjarnir við á Sandi á leið sinni til Grænlands. Guðmundur orti: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu, þó að brimi um brjóst og háls bláa himinlygnu. Guðmundur segir á einum stað að enga vísu hafi hann heyrt oftar kveðna en þessa, þegar hann var barn, og engin vísa var honum kær- ari: Blessuð lóan syngur sætt og segir dýrðin. Það er hennar þakkargjörðin, þegar hún kemur hér í fjörðinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vigdís níræð og vísur um vorið Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.