Morgunblaðið - 15.04.2020, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
UMHVERFISVÆNI
RUSLAPOKINN
Umhverfisvæna ruslapokann má
nálgast í öllum helstu verslunum
Hugsum áður en við hendum!
Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju
sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess
að valda skaða í náttúrunni.
Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum
og passar vel í ruslatunnur á heimilum eða
sem burðarpoki í verslunum.
Opnun hins nýja og gríðarstóra
þjóðminjasafns Egypta í Kaíró, sem
byrjað var að byggja fyrir tæplega
tveimur áratugum, hefur verið frest-
að enn og aftur, nú af völdum kór-
ónuveirufaraldursins. Upphaflega
var ætlunin að opna safnið fyrir um
áratug en síðustu ár hefur markvisst
verið unnið að því að hafa opnunina í
haust. Abdel Fattah-al Sisi, forseti
landsins, hefur nú tilkynnt að vegna
faraldursins geti opnunin hins vegar
ekki orðið fyrr en á næsta ári, en
verkamönnum við framkvæmdina
hefur verið fækkað verulega til að
tryggja öryggi allra.
Nýja safnið er risið í Giza-
hverfinu, rétt við Giza-píramídana
frægu, hin einu af svokölluðum sjö
undrum fornaldar sem enn standa.
Safnbyggingin var hönnuð af arki-
tektunum á írsk-þýsku stofunni
Heneghan Peng og er um 500 þús-
und fermetrar, og því stærsta safn-
bygging jarðar. Stærri en Vatíkanið
í Róm.
Hið rómaða gamla Egypska safn
við Tahrir-torg í Kaíró var opnað
snemma á 20. öld og er fyrir löngu
búið að sprengja af sér starfsemina
og er aðeins hægt að sýna þar örlítið
brot af þeim gersemum sem þjóðin á
frá fyrri öldum og árþúsundum.
Þegar er byrjað að flytja ómetan-
lega forngripi úr gamla safninu og
úr geymslum í hið nýja, þar sem for-
verðir eru önnum kafnir við að
hreinsa og lappa upp á gripi. Sýndir
verða um hundrað þúsund forn-
gripir, frá forsögulegum tíma til
grísk-rómverska tímabilsins. Fyrir
miðju safneignarinnar verða allir
5.400 glæsigripirnir sem komu úr
gröf dreng-faraósins Tútankhamons
og verður það í fyrsta sinn sem al-
menningi gefst kostur á að sjá þá
alla á einum stað.
Ráðherra ferðamála og fornminja
ræddi við blaðamenn á mánudag og
sagði að áfram yrði unnið hörðum
höndum að því að undirbúa opnun-
ina þótt henni seinkaði. Áfram er
stefnt að gríðarmiklum hátíðar-
höldum í tengslum við opnunina, en
þá verður meðal annars flutt ný
ópera eftir Zahi Hawass. Í nýja safn-
inu verða auk sýningarsala versl-
anir, veitingastaðir, ráðstefnu-
miðstöð og kvikmyndasalir. Búist er
við um fimm milljónum gesta á ári.
Gyllt Forverðir vinna að hreinsun kistunnar sem Tútankhamon hvíldi í. Glæsisýn Eins og sjá má eru Giza-píramídarnir skammt frá safninu nýja en hér sést Khafre-píramídinn.
Gullkistan Egypskur forvörður vinnur að hreinsun á loki kistunnar sem
geymdi múmíu dreng-faraósins Tútankhamons sem fannst árið 1922.
AFP
Aðkoman Í víðáttumiklum forsal safnbyggingarinnar nýju standa fornar og
gríðarstórar styttur af faraóum frá því fyrir um þrjú þúsund árum.
Gripir inn en opnun seinkað
The Mist, ensk þýðing á bók Ragn-
ars Jónassonar, Mistur, hlýtur mik-
ið lof í enska dagblaðinu The Tim-
es. Bókin er sú þriðja í þríleik en
hinar tvær eru Dimma og Drungi.
Victoria Cribb þýddi bókina og seg-
ir í umfjöllun Times að Ragnar ljúki
meistaralega þríleiknum, sem
hverfist um rannsóknarlögreglu-
konuna Huldu Hermannsdóttur.
Segir að hver bók geymi fullnægj-
andi ráðgátu og að til að fá notið
bókanna þriggja til fulls sé best að
lesa þær í þeirri röð sem þær komu
út, þótt farið sé aftur í tíma í þeirri
þriðju.
Gagnrýnandi sparar ekki stóru
Þríleikur Ragnars
lofsunginn
Lofaður Ragnar Jónasson hefur hlotið
mikið lof fyrir glæpasögur sínar.
orðin í hrifningu sinni og segir að
bækurnar séu meðal þeirra merk-
ustu þegar litið sé til nútímaglæpa-
sagna.
Danski kórinn Vocal Line, sá er fór
með sigur af hólmi í Eurovision-
keppni kóra í fyrra, bað fylgjendur
sína á Facebook á dögunum um að
taka þátt í netkórnum Vocal On-
Line og syngja saman, hver fyrir
sig. Útkoman varð risakór sem
hafði á að skipa 994 söngvurum frá
hinum ýmsu löndum heims, 40 tals-
ins og þá m.a. Íslandi. Vocal Line
þurfti að fresta tónleikaferð sinni
um Evrópu vegna Covid-19 farald-
ursins og vildi með netkórnum
bjóða aðdáendum sínum að taka
þátt í kórstarfinu. Lagið sem fjöld-
inn syngur er „Viva La Vida“ eftir
hljómsveitina Coldplay í kórútgáfu
stjórnanda kórsins, Jens Johansen.
Myndband með flutningi þessa risa-
kórs á laginu má finna á slóðinni
www.facebook.com/vocallinedk/
videos/674868780009848/.
Hátt í þúsund
söngvarar í netkór
Fjöldi Nokkrir söngvaranna 994 með
kórstjórann Jens Johansen fyrir miðju.