Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 1

Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 1
Morgunblaðið/Eggert Kyrrstaða Floti Icelandair stendur að mestu óhreyfður þessa dagana. Alexander Kristjánsson Snorri Másson Skynsamlegt er að ríkið taki þátt í að fjármagna að hluta uppsagnar- frest starfsmanna Icelandair. Þetta segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Blóðugar uppsagnir eru fyrirhugað- ar hjá fyrirtækinu um mánaðamótin og telur Jón Þór Þorvaldsson, for- maður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, ekki ólíklegt að allt að 90% starfsfólks missi vinnuna. Formönnum stéttarfélaga hefur þegar verið tilkynnt um uppsagnirn- ar, en þeir eru bundnir trúnaði þar til félagsmenn þeirra fá uppsagnar- tíðindin í hendurnar, sem gera má ráð fyrir að verði í fyrsta lagi á morgun, þriðjudag. Um 92% starfs- manna Icelandair eru á hlutabótum, þar sem félagið greiðir 25% launa- kostnaðar en ríkið 75% á móti. Sé starfsmönnum sagt upp þarf félagið hins vegar að greiða allan launa- kostnaðinn meðan á uppsagnarfresti stendur, en hann er jafnan þrír mán- uðir, og hleypur launakostnaður á milljörðum króna að meðtöldum launatengdum gjöldum. „Ömurleg“ staða Óli Björn segir það gilda jafnt um Icelandair sem önnur félög að skyn- samlegt sé að skoða hvort ekki sé allra hagur að ríkið aðstoði félög í þessum aðstæðum, sem hafa orðið af öllum tekjum. Hinn kosturinn væri að félögin færu í þrot, með þeim af- leiðingum að ríkið yrði hvort eð er að greiða starfsmönnum atvinnuleysis- bætur. „Þetta er alveg ömurlegt sama hvernig fer,“ segir hann. Aðspurður segir Óli Björn að sér hugnist þó ekki sú hugmynd að ríkið komi inn sem hluthafi í Icelandair. „Það kemur ekki til greina. Það má hugsa sér að það geti verið skyn- samlegt að ríkissjóður veiti víkjandi lán til þess að félagið geti styrkt eig- infjárstöðu sína, en þá þurfa núver- andi hluthafar og lánardrottnar að koma að borðinu sömuleiðis,“ segir hann. Í samtali við mbl.is í fyrradag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að félagið ynni nú að „markaðslausn í samráði við stjórn- völd“, en að í henni fælist að ríkið kæmi hugsanlega að borðinu með lánsfé í framhaldi af hlutafjáraukn- ingu fjárfesta. Hins vegar væru eng- in loforð á borðinu um beina aðkomu stjórnvalda. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði í samtali við mbl.is í gær að stjórnvöld hefðu hvorki lofað Ice- landair sérstakri ríkisaðstoð né sett fram nein skilyrði vegna mögulegrar aðstoðar, svo sem að útiloka ríkisað- stoð ef félaginu hefur ekki tekist að safna nýju hlutafé, líkt og Óli Björn telur réttmætt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Morgunblaðsins náðist ekki í for- svarsmenn Icelandair Group, en samkvæmt heimildum blaðsins voru stíf fundarhöld vegna stöðu fyrir- tækisins í allan gærdag. Ríkið fjármagni að hluta  Allt að 90% starfsmanna Icelandair gæti verið sagt upp  Launakostnaður í uppsagnarfresti hleypur á milljörðum  Lánardrottnar þurfi að koma að málum MNauðsynlegar aðgerðir »14 M Á N U D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  98. tölublað  108. árgangur  VILL BÆTA ÍSLANDSMETIÐ Í FIMMTA SINN STEFNDI Á ÞRENNA TÓNLEIKA MIKLAR VANGAVELTUR UM HEILSU KIM BRYNHILDUR FIMMTUG 24 NORÐUR-KÓREA 13ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR 26 Akureyringar hafa notið veðurblíðunnar sem leikið hefur við þá í marga daga, eins og aðra Norðlendinga. Þeir sem eiga réttu tækin bregða á leik. Það gerði Gabríel Marinósson svo sann- sem einnig var á svipuðu kattardýri stæði í stað. Vakti siglingin óskipta athygli þeirra fjölmörgu Akureyringa sem nutu veðursins á göngustígum bæjarins, ekki síst meðfram Pollinum. arlega þegar hann geystist um Pollinn á svoköll- uðum sjóketti á miklum hraða svo stundum var hægt að tala um að hann færi í loftköstum. Þeg- ar ferðin var sem mest var eins og félagi hans Geysist um á tæki sem kennt er við kött og sjó Ljósmynd/Þorgeir Baldursson  Kannanir á vegum Stúd- entaráðs Háskóla Íslands sýna að lítill áhugi er á því meðal stúd- enta að fram- fleyta sér á náms- lánunum meðfram sumar- námi. Fólk vill frekar vinna en stunda sumarnám, segir Isabel Alej- andra Diaz, nýkjörinn formaður stúdentaráðs. Í aðgerðapakka stjórnvalda er ekkert að finna sem mætir kröfum stúdenta um fjár- hagsöryggi með atvinnuleysis- bótum. „Ég tek því undir kröfuna um bætur, enda eru 40% stúdenta HÍ án sumarstarfs,“ segir Isabel. »6 Vilja frekar vinnu en lán til sumarnáms Isabel Alejandra Díaz  Of algengt er að íslensk fyrirtæki sinni ekki nógu vel sýnileika sínum og markaðsstarfi á netinu. „Sumir stjórnendur líta jafnvel á það sem illa nauðsyn að þurfa að halda úti vefsíðu,“ segir Hreggviður S. Magnússon hjá Pipar\TBWA. Smærri fyrirtæki geta þreifað sig áfram með ýmsum tækjum og tólum en stærri aðilar sem leggja háar fjárhæðir í að virkja netið sem markaðstæki ættu að hafa sérfræð- inga við stjórnvölinn, að sögn Hreggviðs. Í veirufaraldrinum hef- ur netverslun tekið kipp og aldrei verið mikilvægara að vinna þessi mál af fagmennsku. »12 Missa af tækifær- unum á netinu Eigendur Smiðj- unnar brugghúss í Vík í Mýrdal binda vonir við breytingar á áfengislöggjöfinni sem dómsmála- ráðherra hefur lagt til með frumvarpi á Alþingi. „Við meg- um ekki selja bjór út úr húsi, þó við séum með dósir, aðeins selja viðskiptavinum á veitingahús- inu. Þetta er svolítið eins og fólki sé ekki treyst til að opna dósina sjálft. Það er orðin töluverð bjórferða- mennska hér, eins og annars staðar. Erlendir ferðamenn vilja fara með bjórdósir heim til að kynna vinum sínum. Við megum ekki selja þeim og verðum að benda á Vínbúðirnar sem ekki er víst að henti fólkinu. Við missum heilmikil viðskiptatækifæri með þessu. Lagabreytingin myndi aðstoða litlu brugghúsin heilmikið,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eig- enda. »11 Mega ekki opna dósina  Breyting myndi hjálpa brugghúsum Fastur Fyrsti dósabjórinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.