Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.innlifun.is Alexander Kristjánsson Ragnhildur Þrastardóttir Snorri Másson Annar kafli kórónuveirufaraldursins er að hefjast og má búast við nokkr- um nýjum tilfellum af og til næstu daga. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi almannavarna í gær. Slakað verður á samkomubanni 4. maí og verða fjöldatakmarkanir þá miðaðar við 50 manns í stað 20. Þórólfur segir að tvær til þrjár vik- ur þurfi að líða milli tilslakana, svo að unnt sé að meta árangur þeirra. Hann segir að ekki þurfi einungis að meta þær út frá fjölda nýgreindra smita heldur einnig eðli þeirra, svo sem hvort um hópsýkingar er að ræða. Má því gera ráð fyrir að næsta tilslökun verði í fyrsta lagi í vikunni 18.-25. maí, en Þórólfur hefur lagt til að þá verði samkomubann miðað við 100 manns. Ekki er þó útilokað að viðmiðið verði hækkað ef niðurstöður næstu vikur verða jákvæðar. Virkum smitum fækkar enn Tvö ný kórónuveirusmit greindust í gær, bæði á veirufræðideild Land- spítala. Hefur virkum smitum nú fækkað dag frá degi undanfarnar þrjár vikur, og eru nú 174. Alls hafa 113 lagst inn á sjúkrahús vegna veirunnar, en af þeim eru 100 útskrifaðir. Aðspurður segir Þórólf- ur að læknar á Landspítala fylgist með útskrifuðum einstaklingum í samráði við heilsugæslu. Ótímabært sé þó að segja til um langtímaáhrif sjúkdómsins á þá sem hafa lagst inn á spítala. Ýmsar rannsóknir séu hins vegar í gangi á sjúkdómnum, sem muni gefa fólki betri yfirsýn yfir hann, segir Þórólfur og nefnir sem dæmi rann- sóknir Íslenskrar erfðagreiningar. Færeyskir miðlar greina frá því að sjö hafi greinst jákvæðir fyrir kór- ónuveirunni í tvígang, en að ekki sé vitað hvort þeir hafi losnað við veir- una og síðan greinst á ný, eða verið með hana allan tímann. Sóttvarna- læknir segir engin slík tilfelli hafa komið upp hérlendis, en upplýsingar um að fólk geti sýkst aftur hafi komið frá Kína og Japan. Samfélagssáttmáli í sumar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að einhvers konar samfélagssáttmáli, sem gildi fram á sumar, verði innleiddur í kjölfar til- slökunar á samkomubanni. Hand- þvottur, sótthreinsun,verndun við- kvæmra hópa og möguleiki fólks á að halda tveggja metra fjarlægð falli þar undir. Þá ætti sáttmálinn að innihalda loforð um að sýni yrðu áfram tekin hjá þeim sem eru með einkenni þann- ig að allir sem eru veikir fari í ein- angrun og þeir sem verða útsettir fari í sóttkví. „Við ætlum áfram að veita góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla þá sem veikjast, miðla öllum upplýsingum þannig að allt sé uppi á borði og allir viti alltaf allt, og nota fréttir frá traustum fréttamiðlum sem er rit- stýrt og sýna okkur rétta mynd af hlutunum. Nota það í umræðunni, ekki eitthvað annað,“ sagði Víðir. Sóttvarnalæknir var spurður að því á fundinum hvenær fólk gæti far- ið að huga að utanlandsferðum. Sagði hann vonlaust að segja til um það enda væri ákvörðunin ekki einungis á forræði íslenskra heilbrigðisyfir- valda. „Sjálfur ætla ég ekki að skipu- leggja neinar utanlandsferðir í ár,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó mikil- vægt að reynt væri að halda ferða- takmörkunum þannig að þær yllu sem minnstum efnahagslegum skaða. Bjóst allt eins við alvarlegri faraldri Viðbragðsáætlun sem miðar við heimsfaraldur inflúensu hefur verið í gildi hér á landi í 15 ár og er uppfærð reglulega. Er hún helsta fyrirmyndin að viðbrögðum við kórónuveirunni, að sögn Þórólfs. Spurður hvort áhrif faraldursins á Íslandi séu í samræmi við áætlanir hans, segir Þórólfur að hann hafi í raun ekki búist við neinu sérstöku nema að þetta gæti orðið al- varlegt. Sé miðað við tölur frá Hubei- héraði hefði mátt gera ráð fyrir um 15 dauðsföllum og 300 smitum. Tekur 2-3 vikur að meta árangurinn  Tvö ný smit í gær  Virk smit nú 174  Sjö Færeyingar eru sagðir hafa smitast aftur af veirunni  Þórólfur fer ekki til útlanda í ár  Mögulegt að miðað verði við fleiri en 100 í næstu fjöldatakmörkun Ljósmynd/Lögreglan Fundur Fámennt en góðmennt á blaðamannafundi almannavarna í gær. Alma var fjarri góðu gamni. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 51 Útlönd 1 0 Austurland 8 14 Höfuðborgarsvæði 1.308 421 Suðurnes 77 24 Norðurland vestra 35 10 Norðurland eystra 46 17 Suðurland 178 54 Vestfirðir 95 81 Vesturland 42 23 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 46.352 sýni hafa verið tekin 10 einstaklingar eru látnir 13 eru á sjúkrahúsi 3 á gjör-gæslu 174 eru í einangrun 174 eru með virkt smit Fjöldi smita frá 28. febrúar til 25. apríl Heimild: covid.is 1.792 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.792 174 apríl 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 81% 55% 9,4% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,6% sýna tekin hjá ÍE 18.800 hafa lokið sóttkví695 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit feb. mars 1.608 einstaklingar hafa náð bata Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi al- mannavarna í gær að af þeim 113 ein- staklingum sem hafa þurft að leggj- ast inn á sjúkrahús eru 60% karlmenn og meðalaldur þeirra sem leggjast inn er 60 ár. Eins kom fram að sýkingar hjá börnum hefðu verið mjög fátíðar en þó hefði barn þurft að leggjast inn vegna veikinda af kórónaveirunni. Sá elsti sem hefur þurft sjúkra- húsvistun er 96 ára gamall. Þá sagði Þórólfur jafnframt að fleiri konur hefðu farið í sýnatöku en karlar en að kynjahlutfall þeirra sem greinst hafa væri jafnt. Hins vegar eru karl- menn gjarnari á að lenda á gjörgæslu og eru þeir 70% þeirra sem endað hafa þar. Kynjahlutfall þeirra sem fallið hafa frá vegna faraldursins er jafnt en sá yngsti sem féll frá var 36 ára. Barn var lagt inn  Mun fleiri karlar fara á gjörgæslu Reykjavíkur- borg hefur í hyggju að bjóða rekstr- araðilum í miðborginni að færa starfsemi sína út í borgarlandið í meira mæli en áður til að auðvelda þeim að halda opnu en framfylgja um leið tveggja metra reglunni. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir í samtali við mbl.is að borgaryfirvöld stefni að því að einfalda leyfisveitingar í þeim efnum, en að ákvarðanir verði í höndum matsölustaðanna sjálfra. Í einhverjum tilfellum kynni að þurfa að loka götum fyrir bílaumferð. Dagur fundaði í gær með Þór- ólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Á blaðamannafundi almannavarna í gær voru Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn spurðir út í mögulegar lokanir. Kvaðst Þórólfur ekki hafa sér- staka skoðun á því hvort göngu- götur dragi almennt úr eða auki smithættu. Undir það tók Víðir, en sagðist fagna öllu sem gerði það að verkum að betur mætti njóta lífsins og gerði samfélagið skemmtilegra. „Ef menn koma með hugmyndir sem létta fólki lífið, þá hljóta þær að vera góðar ef þær falla innan þessarar hugs- unar sem við erum með varðandi sóttvarnirnar.“ Matsölustaðir breiði úr sér GÖTULOKANIR Í MIÐ- BÆNUM TIL UMRÆÐU Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.