Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 6

Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 6
Ljósmynd/Alda María Traustadóttir Kveðja Rótarýmenn veifa íbúum Hornbrekku sem fylgdust með afhendingu. Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar hefur afhent sjúkradeild dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Hornbrekku að gjöf tvær súrefn- isdælur eða súr- efnisvélar sem ætlaðar eru til að létta undir þegar sjúklingar þurfa aukasúrefni. Til- gangur gjafarinn- ar er að gera samfélagið í Ólafsfirði betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar sjúkdómsins en nýtast áfram þótt ekki komi til þess að veir- an stingi sér niður á heimilinu. Súrefnistæki hafa verið til á Horn- brekku en þau eru komin til ára sinna auk þess sem upp getur komið sú staða að heimilið þyrfti aðgang að fleiri vélum. „Fannst klúbbfélögum því tilhlýðilegt að vera vel undir- búnir ef veirufaraldurinn myndi láta á sér kræla hér, en vitaskuld vonum við að það gerist ekki,“ segir í til- kynningu frá klúbbnum. Tæki af þessu tagi eru uppseld í heiminum vegna kórónuveirufarald- ursins en rótarýklúbbnum tókst þó að næla í tvær og eru þær nú komnar til landsins, eftir nokkurra vikna bið frá því pöntun var gerð. Til minningar um félaga Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar varð 65 ára gamall í síðustu viku og var gjöfin afhent í minningu látinna fé- laga. Venjulega eru gjafir afhentar á rótarýdaginn en þar sem hann var felldur niður að þessu sinni vegna faraldursins var ákveðið að nota sumardaginn fyrsta til að afhenda gjöfina til Hornbrekku. helgi@mbl.is Gáfu Hornbrekku súrefnistæki  Rótarýklúbburinn gerir samfélagið í Ólafsfirði betur í stakk búið til að mæta kórónuveirunni 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lækkun skráningargjalda, at- vinnuleysisbætur til stúdenta yfir sumarið, sjálfbært háskólasamfé- lag og bætt geðheilbrigðisþjón- usta. Þetta fernt voru megin- áherslur Isabel Alejandra Diaz sem fór fyrir lista Röskvu — sam- taka félagshyggjufólks við Há- skóla Íslands sem vann Vöku í kosningum til Stúdentaráðs Há- skóla Íslands á dögunum. Þá fékk Röskva bæði sæti stúdenta í há- skólaráði og er Isabel annar þeirra fulltrúa í ráðinu. Isabel sem svo var kjörin forseti stúd- entaráðs í síðustu viku og er fyrst allra af erlendum uppruna sem því embætti gegnir. „Ég fluttist frá El Salvador til Ísafjarðar árið 2001, þá á fimmta ári. Á Ísafirði áttum við fjölskyldu fyrir auk þess sem það var tilvalinn staður til þess að að- lagast íslensku samfélagi. Á Ís- landi hef ég blómstrað,“ segir Isabel sem stundar nám í stjórn- málafræði við HÍ með spænsku sem aukagrein. Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á sögu, tungumálum og stjórnmálum og því hafi námsval sitt komið nán- ast af sjálfu sér. Og nú þegar sér fyrir endann á náminu er lokarit- gerðin í smíðum og er um sjálf- stæðisbaráttu Katalóníumanna á Spáni. Stúdentar vilja vinna í sumar Pólitík í stúdentaráði jafnt sem annars staðar, gengur út á að koma með hugmyndir, finna lausnir, afla þeim stuðnings og hrinda málum í framkvæmd. Og það er margt sem brennur á námsmönnum nú um stundir sem þarf sem sinna þarf. „Til þess að sporna gegn at- vinnuleysi stúdenta vegna ástandsins sem nú er uppi í sam- félaginu er verið að auka við framboð sumarnáms, eins og gert var eftir hrun. Samt sýna kann- anir á vegum Stúdentaráðs að lít- ill áhugi er á því meðal stúdenta að framfleyta sér á námslánum meðfram sumarnámi. Fólk vill frekar vinna en sækja sumarnám. Þá er í nýjasta aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveir- unnar ekkert að finna sem mætir kröfum stúdenta sem er fjárhags- öryggi með atvinnuleysisbótum. Ég tek því undir kröfuna um bæt- ur, enda 40% stúdenta HÍ án sum- arstarfs að svo stöddu samkvæmt okkar könnunum,“ segir Isabel. Að undanförnu hefur verið unnið að endurskoðun á fyrir- komulagi námslána, svo sem að komið verði á fót námsstyrkja- kerfi að norrænni fyrirmynd og að uppfylli lánþegar sett skilyrði eigi þeir möguleika niðurfellingu tæplega þriðjungs 30% af láni við námslok. Þetta segir Isabel góðar hugmyndir, en setur þó fyrirvara við að í nýja kerfinu yrðu vext- irnir án hámarks, breytilegir og tækju taka mið af vaxtakjörum ríkisskuldabréfa. Félagslegt jöfnunartæki „Sú grunnhugsun að náms- lánakerfið standi undir sér sér er ekki réttmæt,“ segir Ísabel. „Í frumvarpinu er ítrekað sagt að hlutverk lánasjóðsins sé að vera félagslegt jöfnunartæki. Ef sú er raunin ætti sjóðurinn að vera stúdentum raunverulegt tækifæri til framfærslu. Hindranalaust að- gengi að menntun eflir lífskjör, samkeppnishæfni og verðmæta- sköpun þjóðar.“ Kröfur námsmanna og stúd- entapólitíkin geta skilað miklu og bæta starfið í Háskóla Íslands. „Já, svo sannarlega. Sem dæmi komum við því í gegn á síðasta ári að 20 milljónir króna til við- bótar færu í geðheilbrigðismál innan skólans og þannig mátti fjölga sálfræðingum við hann úr einum í þrjá. Geðheilbrigðismál í HÍ hafa lengi verið í deiglunni og veitir ekki af; í náminu eru gerð- ar miklar kröfur sem aftur hafa áhrif á að fólki bjóðist stúd- entaíbúðir og námslán. Slíkt veld- ur streitu,“ segir Isabel og að lokum: Bætir háskólasamfélagið „Nýlega tryggðum við öllum fræðasviðunum heimild til þess að halda sjúkra- og endurtekt- arpróf í janúar í kjölfar jóla- prófa, en það hefur lengi verið hjartans mál fyrir stúdenta. Þá höfum við tryggt frekari upp- byggingu stúdentaíbúða og feng- um á skrifstofu Stúdentaráðs al- þjóðafulltrúa til að gæta hagsmuna erlenda nema og að- stoða þau við tilfallandi mál. Við höfum líka áhrif út fyrir háskóla- samfélagið með loftslagsverkföll- unum. Allt þetta starf bætir há- skólasamfélagið og til þess er leikurinn líka gerður.“ Nýr forseti Stúdentaráðs HÍ vill hindrunarlaust aðgengi að menntun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forseti „Geðheilbrigðismál í HÍ hafa lengi verið í deiglunni og veitir ekki af,“ segir Isabel Alejandra Díaz um verkefnin framundan í Stúdentaráði. Ég blómstra á Íslandi  Isabel Alejandra Díaz fædd- ist 1996 og útskrifast með BA- gráðu í stjórnmálafræði og spænsku frá Háskóla Íslands í júní nk. Hefur starfað hjá End- urmenntun HÍ samhliða námi, þar áður hjá UNICEF og stýrði 2017-2018 sumarnámskeiði fyrir tví- og fjöltyngd börn á Ísafirði sem bar yfirskriftina Tungumálatöfrar.  Ísabel útskrifaðist frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 2016 og hlaut þá verðlaun fyrir hæstu einkunn allra nemenda í íslensku, ensku, spænsku og portúgölsku. Í framhaldi af því flutti hún ávarp fjallkonunnar 17. júní á Ísafirði. Hver er hún? Unun er að fylgjast með ástar- leikjum flórgoðans snemma á vorin. Hann stígur dans og reisir tignar- legan fjaðurskúf. Í dansinum kafar flórgoðinn eftir vatnagróðri til að sýna makanum en gróðurinn notar hann í hreiður sitt. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson fuglaljósmyndari fylgdist í gær- morgun með flórgoðum á Vífils- staðavatni og náði þá mynd af flór- goðadansinum sem hann hefur lengi reynt að ná en ekki tekist fyrr en nú. „Ég hef verið í þessu í sjö eða átta ár og reynt á hverju vori,“ segir Guðbjartur. Hann segir afar sjaldgjaft að ná skoti sem þessu. Hann er ekki einmana í bið- inni því undanfarna daga hafa fuglaáhugamenn safnast þar saman til að fylgjast með þessum fallegu fuglum. helgi@mbl.is Sérstakur ástar- leikur flórgoða  Fuglaáhugamenn fylgjast vel með Ljósmynd/Guðbjartur Ísak Ásgeirsson Andartak Ástarlíf flórgoðans dregur að sér athygli fuglaáhugafólks. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.