Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
Vinsælu sandalarnir
frá Ten Points eru komnir aftur
í stærðum 36-41
Garðatorg 4 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points
17.990 kr.
Ten Points
16.990 kr.
Ten Points
17.990 kr.
Ten Points
18.990 kr.
Ten Points
18.990 kr.
Við minnum á vefverslunina okkar
www.aprilskor.is
Ten Points
16.990 kr.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Handverksbrugghús hafa aukið
áherslu á að setja bjórinn á flöskur
og dósir og reyna að koma honum
inn í Vínbúðirnar, nú þegar veit-
ingahúsum og börum hefur verið
lokað í kórónuveirufaraldrinum eða
viðskiptin allavega dregist mjög
saman. Eitt af þeim er Smiðjan
brugghús í Vík í Mýrdal. Fyrsti
bjórinn hjá brugghúsinu var settur
á dósir nú í lok vikunnar.
„Það var löngu ákveðið að fara
út í þetta og reyna að koma bjórn-
um okkar inn í Vínbúðirnar. Við
vorum með flöskuvél sem afkastaði
litlu og var auk þess mannaflsfrek.
Okkur langaði að hafa bjórinn á
dósum og hafa til þess alvöru vél,“
segir Sveinn Sigurðsson, einn eig-
enda Smiðju brugghúss.
Lifnar aðeins með veðrinu
Vélarnar komu frá Bandaríkj-
unum og gekk uppsetning þeirra
vonum framar þótt aðstæður séu
erfiðar til slíks nú um stundir.
Sveinn segir að venjulega séu
sendir tæknimenn með slíkum vél-
um til að aðstoða við uppsetningu.
Nú varð að láta samskipti í tölvu
duga. Það var svolítið flóknara, að
sögn Sveins, en gekk samt upp.
Smiðjan brugghús rekur eigið
veitingahús í Vík og selur bjórinn
auk þess á kútum til annarra veit-
ingahúsa. Sala á eigin veitingahúsi
hefur verið uppistaðan í sölunni
þau tvö ár sem fyrirtækið hefur
starfað.
Vegna kórónuveirunnar hefur lít-
ið verið að gera í Smiðjunni og
meirihluta veitingastaða í Vík hefur
verið lokað. Veltan í mars var inn-
an við 10% af viðskiptunum í sama
mánuði í fyrra en heldur hærra
hlutfall það sem af er þessum mán-
uði. „Við erum venjulega með 10
bjórtegundir á krana en núna erum
við aðeins með þrjár gerðir, til að
vera með eitthvert úrval.“
Útlitið er svo sem ekki bjart en
Sveinn segist treysta því að Íslend-
ingar ferðist innanlands í sumar og
heimsæki þá Vík. „Maður sér þó
fólk núna. Ég gæti trúað því að
góða veðrið spili inn í það. Svo
finnst mér heimamenn vera að
koma til að halda okkur gangandi
með því að panta mat. Ef veðrið
helst gott og smitum fækkar enn,
kemur fólk kannski meira,“ segir
Sveinn.
Breyting myndi koma sér vel
Vonast eigendur Smiðjunnar
brugghúss til að koma fjórum teg-
undum inn í Vínbúðirnar í næsta
mánuði. Ef það gengur upp fá þau
að komast inn í fjórar búðir í upp-
hafi og eftir því sem salan eykst
fá viðskiptavinir fleiri búða að
njóta.
Sveinn bindur einnig vonir við
breytingar á áfengislöggjöfinni
sem dómsmálaráðherra hefur lagt
til með frumvarpi á Alþingi. „Við
megum ekki selja bjór út úr húsi,
þó við séum með dósir, aðeins
selja það viðskiptavinum á veit-
ingahúsinu. Þetta er svolítið eins
og fólki sé ekki treyst til að opna
dósina sjálft. Það er orðin töluverð
bjórferðamennska hér, eins og
annars staðar. Erlendir ferða-
menn vilja fara með bjórdósir
heim til að kynna vinum sínum.
Við megum ekki selja þeim og
verðum að benda á Vínbúðirnar
sem ekki er víst að henti fólkinu.
Við missum heilmikil viðskipta-
tækifæri með þessu. Lagabreyt-
ingin myndi aðstoða litlu brugg-
húsin heilmikið,“ segir Sveinn.
Allir vilja komast í Vínbúðirnar
Fyrsti bjórinn hjá Smiðjunni brugghúsi í Vík í Mýrdal kominn á dósir Viðskiptin hafa hrunið og
brugghúsin reyna að bjarga sér með því að selja bjór í Vínbúðirnar Treysta á Íslendingana í sumar
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fyrstu dósirnar Eigendur Smiðjunnar brugghúss, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson, Vigfús Þór
Hróbjartsson og Vigfús Páll Auðbertsson, með fyrstu bjórdósirnar, „glóðvolgar“ úr nýju vélasamstæðunni.
Einn kaldur Mônika Pozsár afgreiðir Romain Collin, tónlistarmann frá New
York. Hann er í sjálfskipaðri sóttkví í Mýrdal og fer oft í kaffi í Smiðjuna.