Morgunblaðið - 27.04.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
27. apríl 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 146.96
Sterlingspund 181.46
Kanadadalur 104.53
Dönsk króna 21.265
Norsk króna 13.818
Sænsk króna 14.412
Svissn. franki 150.77
Japanskt jen 1.3657
SDR 199.91
Evra 158.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.4186
Hrávöruverð
Gull 1727.25 ($/únsa)
Ál 1473.5 ($/tonn) LME
Hráolía 21.93 ($/fatið) Brent
● Um helgina tók
gildi ákvörðun
Bandaríkjastjórnar
frá í október um að
nema úr gildi regl-
ur um tollfrjálsan
innflutning á taí-
lensku sjávarfangi.
Er þetta gert vegna
slæmrar með-
ferðar á vinnuafli í
taílenskum sjávarútvegi. Ýmis hags-
muna- og mannréttindasamtök hafa
lengi sakað taílensk fyrirtæki, sér-
staklega þau sem starfa í sjávarútvegi,
um að bæði taka þátt í mansali og nota
skuldaánauð til að níðast á innlendu og
erlendu vinnuafli.
Að sögn Al Jazeera er Taíland þriðji
stærsti útflytjandi sjávarafurða í heimi
og selur Bandaríkjunum sjávarafurðir
fyrir andvirði u.þ.b. 1,3 milljarða dala ár-
lega. Nýleg könnun Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar leiddi í ljós að þrátt
fyrir lítilsháttar framfarir þá eru alvarleg
brot á vinnuafli útbreidd í Taílandi og
vinnuslys algeng, auk þess sem lög
landsins meina innflytjendum að stofna
eigin stéttarfélög.
Ekki er reiknað með að ákvörðun
Bandaríkjastjórnar hafi mikil áhrif á efna-
hag Taílands, enda snertir hún aðeins
um 4% af heildarútflutningi taílenskra
seljenda til Bandaríkjanna. ai@mbl.is
Taílenskt sjávarfang
svipt tollfríðindum
Þrýst Taíland flyt-
ur út mikið magn
sjávarafurða.
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sérfræðingar eru flestir á einu máli
um að kórónuveirufaraldurinn hafi
valdið risastökki í þróun netverslunar
á Íslandi og að aldrei hafi verið brýnna
að fyrirtæki hugi vel að sýnileika sín-
um og markaðsherferðum á netinu.
Hreggviður S. Magnússon, leiðtogi í
stafrænni markaðssetningu hjá Pip-
ar\TBWA, segir allt of algengt að ís-
lensk fyrirtæki hafi ekki góðan skiln-
ing á því hvernig þau eiga að byggja
upp viðveru sína á netinu. „Sumir
stjórnendur líta jafnvel á það sem illa
nauðsyn að þurfa að halda úti vefsíðu,
og koma ekki auga á þau tækifæri sem
netið býður þeim til að sækja fram.
Erlendis eru fyrirtæki að veita fram-
úrskarandi þjónustu með góðum leit-
arvélum, góðu úrvali og snöggri heim-
sendingu. Þetta mega íslensk
fyrirtæki taka sér til fyrirmyndar og
einmitt núna er tækifærið til að sækja
fram.“
Stafræna markaðsstofan The Eng-
ine Iceland er hluti af Pipar\TBWA-
samstæðunni og byggir á rekstri Nor-
dic eMarketing sem stofnað var árið
2005. Nýlega var tilkynnt að þrjár
markaðsherferðir The Engine Iceland
hefðu verið tilnefndar til verðlauna í
fjórum flokkum Evrópsku leitarverð-
launanna í ár (European Search
Awards), en stofan hefur áður hlotið
þessi virtu verðlaun í einum flokki
2017 og í tveimur flokkum árið 2014.
Tilnefningarnar eru vegna herferða
fyrir Grayline, Olís og írska fjártækni-
félagið Taxback International.
Meti kostnaðinn í
samhengi við ávinninginn
Að sinna sýnileika og markaðsmál-
um á netinu rétt er hægara sagt en
gert, þó ekki væri nema vegna þess að
miðlaumhverfi netsins er í sífelldri
þróun og þarf að beita ólíkum aðferð-
um og nota mismunandi miðla til að ná
til hvers markhóps. Til að hámarka ár-
angurinn þarf líka ekki aðeins gott
innsæi heldur einnig tæknilega þekk-
ingu, s.s. til að greina heimsóknir í
þaula. Hreggviður segir ýmis tól og
tæki í boði og að miðlar eins og Google
og Facebook reyni að gera auglýsend-
um sem auðveldast að ráðast í mark-
vissar herferðir með gegnsæi á gögn-
um að vopni. Hann segir upplagt fyrir
minni fyrirtæki að reyna að gera hlut-
ina sjálf, enda hægt að komast upp
með margt án aðstoðar sérfræðing-
anna, en hjá stærri fyrirtækjum sem
leggja háar fjárhæðir í sýnileika sinn
og markaðsefni á netinu sé mikilvægt
að sérfræðingar séu við stjórnvölinn á
herferðum enda miklir hagsmunir í
húfi. „Þá eru sumir sem láta það
stöðva sig að það kostar óneitanlega
peninga að gera t.d. góða vefsíðu eða
vel heppnaða markaðsherferð á net-
inu, en þann kostnað verður að setja í
samhengi við ávinninginn. Það er ekki
ódýrt að gera t.d. vandaða vefverslun
og sinna henni vel, en það kostar líka
sitt að opna og reka búð á Laugaveg-
inum,“ segir Hreggviður og bendir á
að vegna veirufaraldursins sjái mörg
fyrirtæki að þau eigi hreinlega ekki
annars úrkosti en að nýta alla þá
möguleika sem netið hefur að bjóða.
„Jafnframt teljum við hjá Pipar\-
TBWA ýmis tækifæri í birtingarpláss-
um á íslenskum miðlum um þessar
mundir, þar sem verð hefur sums stað-
ar lækkað en fjöldi sem skoðar ís-
lensku miðlana aukist,“ segir Hregg-
viður.
Plöntuðu efni út frá leitarorðum
Vefsíðan skiptir miklu máli, en ekki
síður að gera góða rannsóknar- og
greiningarvinnu til að skilgreina
markhópa, skilja hvernig þeir hegða
sér á netinu og hvernig markaðsskila-
boð eru líklegust til að trekkja þá að.
Hreggviður nefnir að í tilviki Taxback
International-verkefnisins, sem fékk
tvær tilnefningar og meðal annars
sem herferð ársins, hafi þurft að beita
mjög mikilli útsjónarsemi eins og oft
vill verða þegar netið er notað í mark-
aðssetningu til fyrirtækja (e. b2b). „Í
því tilviki var markhópurinn milli-
stjórnendur og stjórnendur í
ákveðnum fyrirtækjum og sýndu
rannsóknir okkur að þegar viðskipta-
vinir höfðu samband við Taxback Int-
ernational var um 70% af ákvarðana-
tökuferli þeirra þegar búið að eiga sér
stað,“ útskýrir Hreggviður og minnir
á að ekki hafi verið að því hlaupið að
finna þann vefmiðil þar sem kaupa
mætti auglýsingar til að beina einmitt
að rétta markhópnum. „Við gripum
m.a. til þess ráðs að setja okkur í spor
mögulegra viðskiptavina og sjá fyrir
hvers konar upplýsingum þeir væru
líklegir til að leita að á netinu. Svo
plöntuðum við efni (e. content seeding)
á fréttamiðla sem skora hátt í Google-
leit; stuttum og fræðandi 3-400 orða
greinum þar sem við notuðum líkleg
leitarorð bæði í titli og inngangsorð-
um.“
Til viðbótar var þess gætt að vakta
og greina komur á heimasíðu Taxback
International og þannig koma auga á
hvort áhugi á viðskiptum væri að
kvikna hjá fyrirtækjum. „Greina má
IP-tölur til að sjá t.d. hvort nokkrir
starfsmenn sama fyrirtækis eru að
heimsækja heimasíðuna, hvað þeir eru
að skoða og hversu lengi þeir staldra
við. Það er þá sem upplagt er fyrir
sölumann að hafa samband og meiri
líkur á að hann fái góðar viðtökur.“
Missa af tækifærunum
Fjárfest Hreggviður segir ekki ódýrt að gera vandaða vefverslun og sinna
henni vel. „En það kostar líka sitt að opna og reka búð á Laugaveginum.“
Íslensk fyrirtæki gætu gert betur þegar kemur að markaðssetningu á netinu
Á fundi með blaðamönnum á föstu-
dag sagði Donald Trump Banda-
ríkjaforseti að hann myndi koma í
veg fyrir að Bandaríska póstþjón-
ustan (USPS) fengi fjárhagsaðstoð
frá hinu opinbera, nema ríkisfyrir-
tækið hækkaði það gjald sem net-
verslanir á borð við Amazon þurfa í
dag að greiða fyrir pakkasendingar.
Bandaríkjaþing hefur gefið
fjármálaráðuneytinu heimild til að
veita USPS allt að 10 milljarða dala
lán, til að hjálpa félaginu m.a. að
takast á við tap af völdum kórónu-
veirufaraldursins. Steven Mnuchin
fjármálaráðherra var viðstaddur
blaðamannafund forsetans og sagði
hann að viðræður væru í gangi, og
að ráðuneytið myndi setja ákveðin
skilyrði fyrir lánveitingunni.
Trump hefur lengi haldið því
fram að Bandaríska póstþjónustan
tapi á viðskiptum sínum við net-
verslanir, og að burðargjaldið þyrfti
að vera allt að fjórfalt hærra til að
standa undir kostnaði. Hærri send-
ingarkostnaður myndi koma sér
mjög illa fyrir netverslunarveldið
Amazon og stofnanda þess, Jeff Be-
zos, en þeir Trump hafa lengi eldað
grátt silfur. Að sögn Reuters hafa
gagnrýnendur m.a. bent á að það
muni koma sér einkar illa fyrir al-
menna neytendur ef sendingar-
kostnaður netverslana hækkar ein-
mitt núna, enda hefur
veirufaraldurinn valdið því að
margir reiða sig meira en áður á
heimsendingu á nauðþurftum.
ai@mbl.is
AFP
Ómissandi Trump hefur lengi sagt
að USPS tapi á viðskiptum sínum
við netverslanir eins og Amazon.
Vill láta hækka
sendingargjöld
Trump hótar að stöðva neyðarlán
til Bandarísku póstþjónustunnar