Morgunblaðið - 27.04.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ýmsir hafa lýstáhyggjum afþví að und-
anförnu að stjórn-
völd hér og þar í
heiminum hyggist
nýta kórónuveirufaraldurinn til
að auka völd sín og jafnvel
knýja fram allt að því einræðis-
vald. Sumar af þessum áhyggj-
um virðast nokkuð langsóttar,
en engu að síður er full ástæða
til að fylgjast með þróuninni og
veita þeim stjórnvöldum aðhald
sem ganga langt í að takmarka
réttindi borgaranna og auka eft-
irlit með þeim í því skyni að
ráða niðurlögum veirunnar.
Neyðarréttur leyfir ákveðnar
aðgerðir því ríki verða að geta
varið borgara sína þegar slíkur
faraldur gengur yfir, en þær að-
gerðir verða að sjálfsögðu raun-
verulega að hafa þann tilgang
sem sagt er. Það er til að mynda
full ástæða fyrir íbúa Hong
Kong að óttast um réttindi sín í
tveggja kerfa ríkinu þegar svo
virðist sem stjórnvöld í Peking
hyggist nýta faraldurinn til að
takmarka þau.
En það er ekki aðeins í ríkj-
um þar sem lýðræði og mann-
réttindi eru ekki fyrir hendi
sem ástæða er til að óttast. Rík-
isstjórnum á Vesturlöndum þarf
líka að sýna aðhald til að
tryggja að þær íþyngjandi að-
gerðir sem ráðist er í af illri
nauðsyn nú verði ekki látnar
haldast áfram að óþörfu, þó að
mögulega verði framvegis
ástæða til að fara varlegar þeg-
ar smitsjúkdómar eru annars
vegar en gert hefur verið.
En það er ekki aðeins ríkis-
valdið sem hætta er á að nýti
sér ófremdarástandið. Hér á
landi dúkkaði um helgina upp
lítið dæmi um það hvernig sveit-
arfélög geta fallið í sömu gryfju.
Síðla á laugardag
tísti Dagur B. Egg-
ertsson borgar-
stjóri um lokanir
gatna og sagðist
ætla að kanna
möguleika á að loka götum fyrir
bílaumferð og vísaði til þess að
þetta hefðu margar borgir gert.
Ástæðan væri sú að þetta kynni
að vera nauðsynlegt til að
tryggja að tveir metrar væru á
milli manna, en efasemdir hljóta
að vakna um hversu trúverð-
ugar þær skýringar eru. Má í
því sambandi benda á að borgin
hefur haldið úti strætó-
samgöngum þar sem allt að því
útilokað er að halda þessum
tveggja metra fjarlægðar-
mörkum. Þetta kann að vera
óhjákvæmilegt eins og svo
margt annað því að fólk þarf að
komast leiðar sinnar, en það er
ekki trúverðugt að vilja á sama
tíma, með vísun í smitvarnir,
loka götum fyrir umferð einka-
bíla. Væntanlega er fólk best
varið í einkabílum um þessar
mundir og nær væri nú að borg-
aryfirvöld styddu við notkun
einkabíla en að leggja stein í
götu þeirra.
Að auki er líklegt að áform
borgarstjóra verði til að valda
fyrirtækjum í borginni enn
meira tjóni en orðið er á sama
tíma og þörf er á að styðja við
atvinnulíf og störf í borginni,
eins og Eyþór Arnalds, oddviti
sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn, benti á í samtali við
mbl.is um helgina.
Stjórnmálamenn verða að
standast þá freistingu að mis-
nota kórónuveirufaraldurinn
málstað sínum til framdráttar,
hvort sem þar er um að ræða
hættulega valdasókn eða sér-
viskulega baráttu fyrir ein-
hverjum furðumálum.
Hatrið á einkabíln-
um verður að eiga
sér einhver takmörk }
Vörumst misnotkun
Air France-KLMhefur þegar
fengið tíu milljarða
evra lánafyr-
irgreiðslu frá
frönsku og hol-
lensku ríkis-
stjórnunum til að
koma í veg fyrir
greiðsluþrot flugfélagsins.
Ríkisstjórnir Danmerkur, Sví-
þjóðar og Noregs hafa einnig
hlaupið undir bagga með helsta
flugfélagi Skandinavíu, SAS. Þá
á Lufthansa í viðræðum við rík-
isstjórn Þýskalands og annarra
ríkja þar sem flugfélagið telur
sig hafa heimilisfesti, Sviss,
Austurríki og Belgíu, um ríkis-
aðstoð til að forða því frá þroti.
Þetta er fjarri því tæmandi
upptalning, aðeins lýsandi dæmi
um ástandið í flugheiminum.
Framkvæmdastjóri Lufthansa
segir að flugfélögin hafi verið
fyrst til að lenda í veirunni og
verði síðust til að losna við hana.
Hann segir að
ástandinu linni ekki
fyrr en fundist hafi
bóluefni og að ólík-
legt sé að flug verði
komið í sama horf
og það var fyrr en
árið 2023.
Vonandi er þetta
óþarflega svört spá en það breyt-
ir því ekki að hvert flugfélagið af
öðru þarf um þessar mundir að
leita á náðir ríkisins til að koma í
veg fyrir að starfsemin leggist af
með því mikla tjóni sem það
mundi valda. Þetta ástand varir
ekki að eilífu en á meðan það var-
ir þarf ekki að koma á óvart að
ríkisvaldið grípi inn í með stuðn-
ingi í einhverju formi. Umræður
um stuðning ríkisins við Iceland-
air verður að skoða í þessu ljósi.
Ísland getur enn síður án flug-
félags verið en þau ríki sem
nefnd eru hér að framan og hafa
metið það svo að helstu flugfélög
verði að halda áfram starfsemi.
Ekki er hægt að gera
ráð fyrir að flug-
félög komist hjálp-
arlaust í gegnum
kórónukreppuna}
Nauðsynlegar aðgerðir
F
ræg er sagan af því þegar Milton
Friedman var á ferð um Asíu og
kom að hópi manna sem voru að
grafa skurð með skóflum. Þegar
hann spurðist fyrir um af hverju
þeir nýttu ekki nútímatækni fékk hann þau svör
að þetta væri gert svona til að skapa fólki at-
vinnu. Gröfur og vinnuvélar myndu fækka
störfum. Hann benti á að ef tilgangurinn væri
fyrst og fremst að skapa störf þá væri nær að
nota matskeiðar við gröftinn. Þannig væri hægt
að skapa ógrynni starfa.
Þessi saga kom upp í hugann þegar þingmað-
ur Samfylkingarinnar lagði það til á dögunum
að ein helsta lausnin við þeim vanda sem nú
blasir við okkur í efnahagslífinu væri sú að
fjölga starfsmönnum hins opinbera. Hann tiltók
sérstaklega nokkrar stéttir opinberra starfs-
manna en sumar þeirra eru nú í framvarðar-
sveit í baráttunni gegn Covid-19-faraldrinum.
Það getur ekki verið sjálfstætt markmið stjórnvalda að
fjölga opinberum starfsmönnum – ekkert fremur en að
rétta vegagerðarmönnunum matskeiðar. Tillaga þing-
mannsins myndi ekki leysa vandann heldur aðeins virka
eins og plástur á blæðandi sár sem að lokum þarf að
græða.
Ríkisrekstur á vissulega rétt á sér á ákveðnum sviðum
en í atvinnulífinu fer best á því að einstaklingar og fyrir-
tæki þeirra fái að keppa á frjálsum markaði án of mikilla
afskipta ríkisvaldsins. Ríkið tryggir umgjörðina en kemur
sem minnst að sjálfum rekstrinum. Öflugt atvinnulíf stend-
ur undir verðmætasköpun hagkerfisins og þar
með skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Sagan
kennir okkur að blandað hagkerfi eins og okk-
ar stendur öðrum kerfum framar þegar kemur
að hagsæld, velmegun og öryggi borgaranna.
Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um
grunnþjónustu hins opinbera, tryggja öflugt
velferðarkerfi, efla menntakerfið, löggæslu og
þannig mætti áfram telja. Um þetta er óþarfi
að deila, enda samstaða um það á vettvangi
stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur
einnig áherslu á það hagsmunamál okkar allra
að skapa skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf og verð-
mætasköpun í hagkerfinu. Þau verðmæti
greiða fyrir hinn opinbera rekstur. Því meiri
verðmæti sem einkageirinn skapar því öflugri
og betri getur hin nauðsynlega opinbera þjón-
usta verið.
Baráttan við Covid-19 hefur kostað miklar
efnahagslegar fórnir. Einhugur þjóðarinnar sýnir að það
ríkir almennur skilningur á því að fyrst þarf að gæta að lífi
og heilsu fólks og síðan þarf að að búa svo um hnútana að
öflugt atvinnulíf fái þrifist í landinu á nýjan leik. Efnahags-
aðgerðir ríkisstjórnarinnar hljóta að taka mið af framan-
greindu. Standa verður vörð um heilbrigðis-, velferðar- og
menntakerfið en um leið verður að verja hagkerfið sem hér
hefur byggst upp og mun standa undir grunnþjónustunni
og farsæld okkar í framtíðinni.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Matskeiðar og verðmætasköpun
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaug@aslaugarna.com
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Baráttan gegn kórónuveirunni mun
ýta undir framþróun í framleiðslu
bóluefna og lyfja sem unnið geta á
veirum, og jafnvel flýtt fyrir því að
bóluefni gegn krabbameini finnist.
Það mun hins vegar ekki vinnast sig-
ur á heimsfaraldrinum fyrr en meg-
inhluti mannkyns hefur verið bólu-
settur fyrir kórónuveirunni.
Þetta er mat Bill Gates, stofn-
anda Microsoft og eins auðugasta
manns í heimi, en hann og Melinda
kona hans hafa látið mikið til sín taka
í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.
Stofnun þeirra, Bill and Melinda Ga-
tes Foundation, er til að mynda sá
aðili á eftir Bandaríkjunum sem var-
ið hefur mestu fjármagni til Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar WHO, en
auk þess hefur stofnunin varið um
100 milljónum bandaríkjadala sér-
staklega í baráttuna gegn kór-
ónuveirufaraldrinum.
Til lítils að opna allt núna
Í grein sem Gates ritaði í nýj-
asta hefti The Economist fer hann
yfir framtíðarsýn sína vegna kór-
ónuveirunnar, en Gates telur að bar-
áttan gegn henni sé einungis rétt að
byrja, og að lífið muni ekki verða
samt á ný fyrr en almenn bólusetn-
ing gegn veirunni sé orðin að veru-
leika, þar sem fólk hafi lítinn áhuga á
að setja sjálft sig í hættu. „Það verð-
ur ekki mannþröng á flugvöllum,
íþróttir verða spilaðar á nær tómum
íþróttavöngum og efnahagurinn
verður áfram í kreppu, því að eft-
irspurn verður áfram lítil og fólk
mun eyða sparlegar,“ segir Gates
meðal annars.
Þá sé líklegt að faraldurinn
muni fara á fullt í þróunarríkjum nú,
á sama tíma og farið er að hægjast
um í þróaðri ríkjum. Gates telur hins
vegar nær öruggt að faraldurinn
muni verða enn verri í þróunarlönd-
unum, þar sem þar séu færri störf
sem hægt sé að vinna heiman frá sér,
og tilraunir til þess að halda fjarlægð
á milli fólks verði því ómarkvissari.
Veiran mun því eiga greiðari
leið til að berast á milli manna og all-
ar líkur séu á að heilbrigðiskerfi
þessara ríkja muni kikna undan álag-
inu. Gates bendir á í því samhengi að
faraldurinn hafi valdið gríðarlegum
usla í New York-borg, þar sem eitt
stakt sjúkrahús sé mjög líklega með
fleiri gjörgæslurými innanhúss held-
ur en flest ríki Afríku geti státað af.
mRNA-bóluefni framtíðin?
Gates segir í grein sinni að hann
bindi vonir við að bóluefni gegn kór-
ónuveirunni verði komið í fram-
leiðslu á seinni hluta ársins 2021.
Hann bendir hins vegar á, að ef sú
von sín reynist rétt, yrði það sögu-
legt afrek, þar sem mannkynið hefði
þá aldrei verið fljótara að finna bólu-
efni gegn nýjum sjúkdómi.
Slíkur árangur yrði mögulegur
að mati Gates vegna nýrrar aðferðar
við að þróa bóluefni, sem treystir á
svokallað mRNA til að láta frumur
líkamans mynda mótefnasvar, sem
nú er verið að rannsaka. Gates telur
að þessi aðferð verði eitt af þremur
risaskrefum til framfara, sem stafa
muni af heimsfaraldrinum.
Annað þeirra verður stigið í
greiningu á nýjum veirum, en Gates
segir að næst þegar viðlíka faraldur
komi upp muni fólk líklega innan
fárra mánaða geta tekið heimapróf
sem segir því hvort það hafi smitast,
á sama hátt og fólk getur nú athugað
heima hjá sér hvort þungun hafi átt
sér stað.
Þriðja framfaraskrefið verði svo
í þróun lyfja sem virki gegn veirum,
en mannkynið hefur til þessa ekki
náð að þróa lyf sem bíta á veirur, á
meðan fjöldinn allur af sýklalyfjum
er nú til sem vinna á gerlasýkingum.
Gates spáir því að það muni breytast
vegna kórónuveirunnar og að í fram-
tíðinni muni þeir sem vinni að rann-
sóknum á veirusjúkdómum búa að
stórum gagnasöfnum af veirulyfjum
sem þeir geti nýtt til þess að finna á
skjótan hátt meðferðarleiðir gegn
nýjum veirusjúkdómum.
Gates segir að þetta þrennt
muni búa okkur undir næsta faraldur
með því að leyfa mannkyninu að
grípa snemma í taumana, á meðan
tilfelli eru ennþá mjög fá. Þá muni
þær rannsóknir sem liggi að baki
þessum þremur skrefum einnig að-
stoða í baráttunni við þá smit-
sjúkdóma sem þegar hrella mann-
kynið, og jafnvel geta leitt til þess að
lækningar og meðferðir finnist við
krabbameini. Gates segir í því sam-
hengi að vísindamenn hafi lengi talið
að mRNA-bóluefni gætu verið leiðin
til þess að þróa bóluefni gegn
krabbameini, en að til þessa hafi ekki
verið rannsakað hvernig hægt væri
að fjöldaframleiða slík bóluefni með
viðráðanlegum kostnaði.
Endalok upphafsins?
Gates spáir því að lokum, að
mannkynið í heild muni læra af kór-
ónuveirufaraldrinum og segir að árin
eftir hann muni líkjast fyrstu ár-
unum eftir seinni heimsstyrjöld, þeg-
ar alþjóðakerfið sem við búum við nú
var sett á fót. Hann segir það þó ekki
öruggt, og vísar til fleygra orða Win-
stons Churchills úr stríðinu: „Þetta
eru ekki endalokin. Þetta er ekki
einu sinni upphaf endalokanna. En
kannski eru þetta endalok upphafs-
ins.“
AFP
Vísindamaður Rannsóknir á bóluefnum munu taka stórstígum fram-
förum vegna kórónuveirufaraldursins að mati Bills Gates.
Kann að leiða til bólu-
efnis gegn krabbameini