Morgunblaðið - 27.04.2020, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
✝ Valborg Sigurð-ardóttir fæddist
27. ágúst 1926 á
Raufarhöfn og var
uppalin þar. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 18. apríl
2020.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Áma-
son, f. 24. maí 1890 á
Sigurðarstöðum í
Norður-Þingeyjarsýslu, versl-
unarmaður hjá Kaupfélagi Norð-
ur-Þingeyinga á Raufarhöfn, d.
15. janúar 1979, og Arnþrúður
Stefánsdóttir, f. 25. apríl 1893 á
Skinnalóni í Norður-Þingeyjar-
sýslu, húsmóðir, d. 28. september
1967.
Systkini Valborgar eru Kristín
Sigríður, f. 1917, d. 2006, Geirhild-
ur, f. 1924, d. 1936, Jón, f. 1928, d.
2013, Hólmfríður, f. 2.11. 1930, og
Margrét Anna, f. 5.6. 1933.
Valborg giftist 5. ágúst 1949
Guðmundi Gísla Magnússyni
kennara, f. 30. september 1927 í
Reykjavík, d. 14. desember 1969.
Böm þeirra eru: 1) Magnús, f. 1.10.
1948, kerfisfræðingur, sambýlis-
kona Margrét Ásgeirsdóttir. Börn
hans eru Sigrún Alda, f. 20.4.
1971, móðir Friðjóna Hilm-
arsdóttir, Sigríður stjúpdóttir, f.
29.1. 1973, Magnús, f. 31.7. 1985,
og Helga Guðrún, f. 26.5. 1989,
móðir Björg Valdimarsdóttir.
Raufarhöfn, lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar 1944-45
og Samvinnuskólanum 1945-47.
Hún lauk námi í starfsleikni með
kennslu í Öskjuhlíðarskóla og
námskeiði tengdu sérkennslu í
Snöghøj folkehøskole í Danmörku
eftir 1975.
Hún var í sumarvinnu hjá
Kaupfélagi Norður-Þingeyinga
1942-46. Hún var starfsmaður
Grænmetis- og áburðarsölu rík-
isins 1947-49. Hún var kennari við
Héraðsskólann í Skógum 1965-70,
við Lindargötuskóla 1970-77, við
Öskjuhlíðarskóla frá 1975 og
kennari við Austurbæjarskólann
frá 1977. Valborg vann við
kennslu til sjötíu ára aldurs og
sumarvinnu víða, eftir að hún
fluttist til Reykjavíkur 1970, m.a. á
Hótel Eddu Skógum, Osta- og
smjörsölunni í Reykjavík og hjá
sumardvöl nemenda í Öskjuhlíð-
arskóla á Hafralæk í Aðaldal. Val-
borg og Guðmundur bjuggu í Mos-
fellssveit í um 15 ár frá 1950-1965
og tóku þau bæði virkan þátt í
samfélaginu þar. Þau byggðu sér
einbýlishús í Markholti 2 og 1965
flytja þau að Skógum og starfa
þar til andláts Guðmundar 1969.
Valborg flytur til Reykjavíkur
sumarið 1970.
Valborg tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi alla tíð og eftir starfslok
í Árskógum, í Þorraseli síðar Vest-
urgötu 7 og síðast á Grund.
Útförin fer fram í dag, 27. apríl
2020, klukkan 13 frá Fossvogs-
kirkju. Vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu geta aðeins nánustu ætt-
ingjar verið viðstaddir athöfnina,
en henni verður streymt á vefslóð-
inni https://www.sonik.is/
valborg.
Barnabörn eru sex.
2) Arnþrúður, f.
28.10. 1949, d. 22.1.
2003, B.A., búsett í
Frakklandi, maki
Bertrand Darolle,
dómari í Frakklandi.
Börn þeirra eru:
Katrín, f. 8.1. 1973,
Astrid, f. 3.4. 1980,
og Eric Temoanant-
ini, f. 11.7. 1981.
Barnabarn er 1.
3) Valgeir, f. 27.6. 1953, stærð-
fræðingur í Frakklandi, maki
Blandine Guðmundsson, f. 21.12.
1959. Börn þeirra: Christophe, f.
3.5. 1982, og Elsa, f. 16.8. 1984.
Barnabarn er 1.
4) Anna Soffía, f. 14.12. 1960,
hjúkrunarfræðingur, fyrrverandi
maki (28.5.1983), Sturla Sigfússon,
f. 20.6. 1958, d. 30.8. 1991. Börn:
Guðmundur, f. 27.5. 1978, faðir
Víglundur Jónsson, Sigfús, f. 10.2
1984, og Valborg, f. 28.3. 1988.
Maki, Ásgrímur Guðmundsson, f.
1.3. 1957, stjúpbörn, Ásgrímur
Fannar, f. 7.4. 1982, og Ásdís Erla,
f. 4.2. 1989. Barnabörn eru níu.
5) Valgerður, f. 20.3. 1964,
hjúkrunarfræðingur, maki Pétur
Hjálmtýsson, f. 8.4. 1965. Börn:
Auður, f. 21.5. 1990, faðir Friðrik
Diego, og Hjálmtýr, f. 22.2. 2007.
Barnabarn er 1.
Barnabörnin eru 16 og barna-
barnabörnin eru 18.
Valborg tók unglingapróf á
Elsku amma, það er sárt að
kveðja þig. Kveðjustundir eru
erfiðar og sérstaklega þessi þar
sem þú varst okkur svo mikilvæg.
Það er að miklu leyti þín vegna
sem við lítum hvor á aðra sem
systur. Þú varst amma okkar,
fyrirmynd og kennari. Hjá þér
lærðum við að sauma, prjóna,
hekla, elda og spila. Þú kenndir
okkur allt sem við kunnum í
handavinnu og okkur leið eins og
við værum vel sjóaðar í þessu áð-
ur en handavinnan í grunnskóla
byrjaði. Jafnframt kenndir þú
okkur sjálfstæði, aga og skyn-
semi. Þú mótaðir okkur sem
manneskjur og við eigum þér svo
margt að þakka. Notalega við-
mótið þitt var okkur svo dýr-
mætt, þú varst hjálpleg, lífsglöð,
jákvæð og traust. Þegar við vor-
um orðnar fullorðnar varstu allt-
af svo stolt af okkur, mökum,
börnum og öllu sem við gerðum.
Heimili þitt, Hjarðarhagi 11,
var okkur einnig mikill griða-
staður. Hjarðarhaginn var sem
bækistöð allrar fjölskyldunnar
og við eigum fjölmargar minn-
ingar þaðan. Við vorum mikið
hjá þér, bæði tvær saman og sín í
hvoru lagi. Yfirleitt þegar upp
komst að önnur hafði fengið að
gista, en ekki hin, varð úr ein-
hver deila. Slík var gestrisnin, að
við þráðum að koma til þín. Við
sváfum saman á dýnu í tölvuher-
berginu og þú last fyrir okkur
þjóðsögur og ævintýri, yfirleitt
úr stóru rauðu bókunum. Á
kvöldin þurftirðu að koma
nokkrum sinnum inn og sussa á
okkur, en það var vegna þess að
við vorum staðráðnar í að vaka
alla nóttina, sem gekk þó aldrei.
Við vöknuðum fyrir allar aldir,
læddumst inn í stofu án þess að
vekja þig og biðum eftir teikni-
myndunum. Oft vorum við send-
ar út í bakarí með brúnu budd-
una þína að kaupa einn pott af
mjólk og hálft ráðherrabrauð. Í
þessum heimsóknum fórstu yfir-
leitt með okkur í einhverjar ferð-
ir. Stundum var það í Norræna
húsið til að fara í bíó, en oftar var
farið í Kolaportið þar sem við
máttum velja okkur lukkupakka.
Þá kenndir þú okkur líka að taka
strætó og við fórum út um allan
bæ með þér í gulu vögnunum. Á
jólunum breyttist heimili þitt í
jólahús, þú varst hið mesta jóla-
barn. Við hjálpuðumst að með
jólaundirbúninginn, pökkuðum
inn gjöfum og skreyttum hjá þér
hátt og lágt. Í hverjum krók og
kima var jólaskraut að finna,
sem var hannað af þér. Það er því
ekki skrýtið að við erum báðar
mikil jólabörn, en það er eitt af
því fjölmarga sem við erfum frá
þér. Það er því vart hægt að
hugsa sér jólin án þín.
Allar þær gjafir sem þú gafst
og þau kort sem þú gerðir voru
listaverk. Kortin innihéldu iðu-
lega kvæði ásamt þinni óaðfinn-
anlegu handskrift. Þú varst allt-
af með viðeigandi málshátt eða
vísu á takteinum og fórst með tvö
kvæði oftar en önnur eftir að við
eignuðumst sjálfar börn; Sofa
urtubörn á útskerjum og
Krumminn á skjánum. Okkur
finnst viðeigandi að enda þessi
minningarorð á vísu sem pabbi
þinn, Sigurður Árnason, orti.
Elsku amma okkar, við sökn-
um þín og þökkum fyrir dásam-
legar minningar sem við áttum
með þér. Hvíldu í friði.
Duglegur í dagsins önn
drengur fjarri táli,
nú hefur líka tímans tönn
talað sínu máli.
Þínar
Valborg yngri og Auður.
Ég kveð Völlu, systur mína,
með ljóði mínu, Systir. Valla var
mér ákaflega kær og á milli okkar
ríkti djúp vinátta. Líf mitt án
hennar verður aldrei samt, ég
þakka systur minni ómetanlega
samfylgd.
Systir
Daggarblár speglast sjórinn
í tæru auga
blómjurtir
og draumur um fjallið í fjarska
minning hins bláhvíta hafs
seytlar inn í vitund þína
snertir eins og lindin.
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Nú hefur Valla frænka tekið
pokann sinn og gengið hljóðum
skrefum til sinna; þarna fer þessi
stóra, lágvaxna kona - og þegar
ég þakka henni allt það góða sem
hún gaf mér heyri ég hlátur
hennar og sé hvernig ný stjarna
bætist í stjörnuþokuna; ný alda í
sjóinn; nýtt sandkorn á strönd-
ina; mig grunar að náttúran fagni
því að enn á ný hverfi til hennar
manneskja sem skipti máli.
Ég veit að í rauninni er ekki
hægt að kveðja konu einsog
Völlu með orðunum einum; orð
ná ekki utan um minningar; það
vantar alltaf „þetta eitthvað“
sem orðin fanga ekki þótt þau
séu sífellt að reyna; það vantar
lyktina af kleinum, pönnukök-
um, smákökum og laufabrauði á
Hjarðarhaganum, ummmm - og
það vantar dæmalausan Völluh-
úmorinn þegar hún býður manni
„endilega meira“ þar sem maður
situr og étur á sig gat á Skógum;
það vantar myndina af okkur
frændsystkinunum við matar-
borðið í Mosfellssveitinni með
munninn fullan af eggjaskyri og
gapandi augun af því að Magnús,
elsti sonurinn, var nýbúinn að
segja okkur að maðurinn í út-
varpinu væri orðinn svo akfeitur
að hann kæmist ekki lengur fyr-
ir þar; já, og það vantar sann-
arlega orð til að lýsa furðum
hugans þegar Valla frænka stað-
festi tilveru þularins innaní við-
Valborg
Sigurðardóttir
✝ Kolbrún SæunnSteingríms-
dóttir var fædd á
Sólvallagötu 33 í
Reykjavík 13. feb.
1936. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 19. apríl 2020.
Foreldrar hennar
voru Steingrímur
Þórðarson húsa-
smíðameistari, f. 10.
maí 1912, d. 24. júlí
1984, og Guðrún Pétursdóttir, f. 7.
maí 1912, d. 22. des. 1951. Systkin
hennar voru Valgerður, f. 19. júní
1934, d. 19. mars 2011, Örn Stein-
ar, f. 14. des. 1934, d. 6. nóv. 1973,
og Jóhann Axel, f. 13. júní 1943, d.
30. jan. 1977.
Hálfsystur Kolbrúnar samfeðra
eru Sveinbjörg, f. 8. des. 1955,
Guðrún, f. 23. feb. 1957, Guð-
munda, f. 27. apríl 1958, og Þór-
laug, f. 6. maí 1962.
Þann 30. júní árið 1956 giftist
Kolbrún Þorvaldi Björnssyni,
kennara og organista, f. 27. mars
1935, d. 19. sept. 2011. Kolbrún og
Þorvaldur eignuðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Steingrímur,
leikmyndagerðarmaður, f. 3. sept.
1956, maki Helga Sjöfn Guðjóns-
dóttir ritari, f. 9. feb. 1955. Börn
þeirra eru: a) Telma, f. 8. júlí.
1976, maki Aðalsteinn Haukur
Sverrisson og eiga þau 3 börn. b)
Axel, f. 28. okt. 1984. c) Val-
gerður, f. 27. júlí 1987, sambýlis-
maður Christian M. F. Nielsen og
eiga þau einn son. 2) Guðrún mót-
tökustjóri, f. 8. des. 1958, maki
Guðmundur E. Finnsson leið-
sögumaður, f. 17. nóv. 1955. Börn
þeirra eru: a) Jó-
hanna Kolbrún, f. 6.
júní 1977, maki
Benedikt Sigurðsson
og eiga þau 2 dætur.
b) Guðmundur
Snær, f. 27. des.
1984, og á hann 2
börn. c) Sævar
Steinn, f. 12. apríl
1989, sambýliskona
Ásdís Magnea Egils-
dóttir. 3) Hólmfríður
grunnskólakennari, f. 24. okt.
1961, maki Gunnar Sigurðsson
vélfræðingur, f. 22. feb. 1957.
Börn þeirra eru: a) Þorvaldur
Sævar, f. 9. maí 1980, sambýlis-
kona Arna B. Kristbjörnsdóttir og
eiga þau 3 syni. b) Sigurður
Ágúst, f. 6. mars. 1985. c) Fannar
Freyr, f. 16. des. 1987, sambýlis-
kona Sif Ómarsdóttir, d) Gunnar
Freyr, f. 16. des. 1987, sambýlis-
kona Bríet Arnaldsdóttir og eiga
þau einn son. 4) Björn lögfræð-
ingur, f. 16. jan. 1967, maki Þor-
björg Sveinsdóttir lögfræðingur,
f. 28. apríl 1984, sonur þeirra er
Sveinn, f. 22. feb. 2019, börn
Björns úr fyrra hjónabandi eru: a)
Gunnar Húni, f. 10. sept. 1995,
sambýlismaður Jesper Benschop,
b) Kolbrún, f. 6. okt. 1999, c) Lilja,
f. 12. sept. 2008.
Kolbrún starfaði sem læknarit-
ari frá 1970-2004. Kolbrún bjó
nær alla sína ævi í Efstasundi 37
Reykjavík.
Útför Kolbrúnar fer fram í dag,
27. apríl 2020, en í ljósi aðstæðna í
þjóðfélaginu verða aðeins hennar
allra nánustu viðstaddir. Minning-
arathöfn verður auglýst síðar.
Í dag kveðjum við móður okk-
ar, Kolbrúnu Sæunni Steingríms-
dóttur. Minning hennar lifir í
hjörtum okkar.
Í hjarta mínu er lítið ljós,
sem logar svo skært og rótt.
Í gegnum torleiði tíma og rúms
það tindrar þar hverja nótt.
Það ljósið kveiktir þú, móðir mín,
Af mildi, sem hljóðlát var.
Kolbrún Sæunn
Steingrímsdóttir
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting
minningargreina
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að
útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á
minningargreinum.
Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast
ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir
í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og
útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða
gerð í kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem
hafa spurningar um ritun minningargreina eða hvernig skuli senda þær til
blaðsins.