Morgunblaðið - 27.04.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
tækinu með orðunum: - Hvaða
vitleysa er þetta í þér Magnús
minn, Jón Múli hefur aldrei ver-
ið feitur, hann er jassari; það
vantar líka orðin sem gætu lýst
litaglöðu perlufestunum, út-
saumuðu smáhjörtunum og fín-
legu listasmíðinni hennar allri
sem kveikti með manni ástina á
hinu smáa einsog bestu ljóð
heimsins gera; þessi sem hún
kunni svo mörg; það eru orða-
runur sem hvergi eru til sem
lýsa gjöfum Völlu af því að svo
dýrmætar voru þær; það vantar
töfrana til að skynja sorgina í
augum hennar þegar hún stóð í
dyrunum heima á Kambsvegi
nýbúin að missa Guðmund,
manninn sinn; þarna var ung
kona með fimm börn og sagði
ekkert þegar hún stóð í gættinni
nema góðan daginn; það vantar
orðin til að skilja reiðina til guðs
sem vogaði sér að taka ástina frá
Völlu á níu ára afmælisdegi
Önnu Soffíu, dóttur þeirra,
hrifsa hann frá Valgeiri og Völu
litlu og þeim öllum bara. Hvers
konar afmælisgjöf var það eig-
inlega á köldum vetrarmorgni;
það vantar orðin sem lýsa til-
finningunum þegar hún löngu
seinna missti Arnþrúði, elstu
dóttur sína, sem dvaldi í fjar-
lægðinni en var henni alltaf svo
nálæg; þá sá ég aftur sorgina í
augum hennar og skildi hana.
Já, það er margs að minnast
en í orðin vantar; það vantar ilm-
inn, tilfinninguna, bragðið,
stemninguna, skynjunina, sjón-
ina; en í raun vantar bara eitt;
það vantar Völlu með sitt hlýja
fang, konuna sem gerði lífið svo
mikils virði afþvíað að hún var
vitur og sterk, skapandi og rétt-
lát, verndandi og hvetjandi og
svo óendanlega fjölfróð og fynd-
in - en síðast en ekki síst var
Valla frænka sósíalisti í raun og
sann; hún vildi öllum í húsinu
jafnvel og lifði samkvæmt því.
Börnum hennar, Magnúsi,
Valgeiri, Önnu Soffíu og Völu,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum, systrum
hennar og öllum þeim sem elsk-
uðu hana sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Vigdís Grímsdóttir.
Það er liðið vel á sjöunda ára-
tuginn síðan kynni okkar Val-
borgar mágkonu minnar hófust.
Hún bjó þá á Brúarlandi í Mos-
fellssveit, í skólahúsinu sjálfu,
þar sem Guðmundur maður
hennar var kennari, en seinustu
árin þar á staðnum í einbýlishúsi
sem þau komu sér upp. Heim-
sóknir upp að Brúarlandi eru mér
minnisstæðar, enda þóttu þær
dálítið ferðalag á þeim tíma,
börnin, bæði okkar Margrétar
Önnu og þeirra Guðmundar, voru
þá ung að árum, og úr urðu kær-
komnir og líflegir samfundir.
Guðmundur varð síðar kennari á
Skógum undir Eyjafjöllum, og
innan fárra ára þar eystra reið
áfallið yfir, þegar Guðmundur
varð bráðkvaddur rúmlega fer-
tugur að aldri. Valborg lifði því í
ekkjustandi, eins og það var
gjarnan orðað áður fyrr, í rúm-
lega hálfa öld. Og annað sorgar-
efni bar að höndum, þegar Arn-
þrúður dóttir hennar, búsett í
Frakklandi, féll frá á góðum
aldri. Mér hefur ætíð fundist
aðdáunarvert, hversu vel mág-
kona mín stóð þessi áföll af sér,
það sýnir best úr hverju hún var
gerð.
Eftir fráfall Guðmundar bjó
Valborg áfram á Skógum um ára-
bil, en fluttist síðan til Reykjavík-
ur. Auk uppeldis barnanna sinnti
hún ýmsum störfum utan heim-
ilis, m.a. kennslu og umsjón með
mötuneyti. Allt fór það henni vel
úr hendi.
Valborg var gædd einstöku
jafnvægi og hugarró, jákvæð og
ávallt tilbúin að taka þátt í hverju
því sem stungið var upp á til
skemmtunar og tilbreytingar.
Hún fór m.a. með okkur hjónum í
sumarleyfisferð til Portúgals, en
einkum er mér minnisstæð ferð á
æskuslóðir hennar norður á
Sléttu fyrir rúmum áratug. Með
mér í bílnum voru þá Sandgerð-
issysturnar þrjár, Valla, Fríða og
Magga, eins og þær voru jafnan
kallaðar. Í undirbúningi var þá
útgáfa ritsins Nú kveð ég þig
Slétta, þar sem meginefnið er
vísnagerð föður þeirra, Sigurðar
Árnasonar, en hann var annálað-
ur hagyrðingur norður þar. Víða
var komið við og margur maður-
inn tekinn tali. Mér hefur ætíð
fundist mikið til Sléttunnar
koma, síðan ég fyrst kom þangað
með konuefni mínu, og ekki
minnkaði aðdáunin við að fylgja
þeim systrum eftir, þar sem þær
áttu sín æskuspor.
Valla var alltaf í góðu skapi,
viðmótsgóð, gestrisin og gjaf-
mild. Hún skaut gjarnan að vin-
um og ættingjum ýmsum smá-
gripum, hreinustu listaverkum
sumum hverjum, sem hún bjó til.
Slíkt föndur stundaði hún einkum
á efri árum, líka eftir að hún flutt-
ist á Grund. Þar átti hún sínar
stundir flesta daga á hannyrða-
stofunni, ekki síður eftir að heim-
sóknarbanni var komið á, og hver
var það nema Valla sem komin
var með spjaldtölvu fyrir framan
sig fáum dögum áður en hennar
síðasta stund rann upp, alltaf já-
kvæð og tilbúin að reyna eitthvað
nýtt.
Ég vil að lokum þakka mág-
konu minni skemmtilega sam-
fylgd í gegnum lífið. Niðjum
hennar og venslafólki nær og
fjær færi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Einar Sigurðsson.
Við kynntumst Valborgu þeg-
ar Pétur bróðir og Vala dóttir
Valborgar tóku saman fyrir all-
mörgum árum. Með Völu fylgdu
bæði Auður, dóttir hennar og
Valborg og það var sannarlega
góð viðbót. Valborg var vel
menntuð í bestu merkingu þess
orðs, fróð og skemmtileg, hlýleg,
hláturmild, forvitin og lifandi. Öll
þau skipti og þá meina ég alltaf
þegar við hittumst öll fjölskyldan
var Valborg hrókur alls fagnaður;
„Vala“ sagði hún gjarna við dótt-
ur sína, „manstu …“ svo skellihló
hún, oft eiginlega áður en sagan
var fullsögð og allir hlógu með,
það var ekki annað hægt. Við eig-
um margar góðar minningar frá
þessum stundum með Valborgu,
ýmist í Reykjavík eða annars
staðar.
Valborg lifði langa ævi, mestan
part góða en sannarlega var ekki
allt auðvelt. Ung varð hún ekkja
og hún þurfti að horfa á eftir einni
dóttur sinni í gröfina, langt um
aldur fram. Ævistarf Valborgar
var kennsla og hún lá þar sann-
arlega ekki á liði sínu, frekar en í
öðru. Hún eignaðist fimm börn og
fjöldann allan af barnabörnum og
barnabarnabörnum, en þrátt fyr-
ir það fann hún sér margsinnis
tækifæri til að gauka góðu að mér
og minni fjölskyldu. Það segir
margt um hana og hennar fram-
komu og hlýju í garð samferða-
manna.
Fyrir mína hönd og fjölskyld-
unnar í Barðavogi 28 votta ég af-
komendum Valborgar samúð.
Minning um góða konu mun lifa
með okkur öllum sem henni
kynntumst.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir.
Það hefur lifað í öll þessi ár,
þótt annað slokknaði þar.
Og þó þú sért horfin héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr,
í ljósi þessu er líf þitt geymt,
– það logar þar eins og fyrr.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku mamma okkar, hvíl í
friði.
Steingrímur, Guðrún,
Hólmfríður og Björn.
Ég kynntist Kolbrúnu eða
Kollu eins og hún var oftast köll-
uð fyrst fyrir sjö árum þegar ég
tók saman við yngri son hennar
og örverpið í systkinahópnum,
Bjössa. Ég sá strax að Kolla var
mikil fjölskyldumanneskja, henni
var mjög umhugað um afkom-
endur sína og hún stóð alltaf með
sínu fólki. Það var ákaflega kært
með Kollu og börnum hennar. Að
sonum hennar ólöstuðum varð
mér fljótt ljóst að henni þótti
dætur sínar skemmtilegustu
manneskjur landsins (sem er
ekki fjarri lagi) og ljómaði alltaf
þegar hún var með þeim. Enda
voru Kolla og dætur hennar
Fríða og Gunna sérstaklega gott
þríeyki og vörðu miklum tíma
saman, hvort sem það voru
þriggja manna spilakvöld í Efsta-
sundinu þar sem Kolla bjó á með-
an hún hafði heilsu til eða út-
landaferðir þríeykisins. Það var
alltaf glatt á hjalla þegar þær
komu saman og mikið talað og
hlegið.
Þrátt fyrir að veikindi Kollu
síðustu ár ævi hennar hafi skert
lífsgæði hennar veitti samvera
hennar við sína nánustu henni
alltaf sömu ánægjuna og hún
hafði alltaf mikinn áhuga á að fá
fréttir af sínu fólki. Mér þykir
sérstaklega vænt um að hún hafi
náð að kynnast eins árs syni okk-
ar Björns, yngsta barnabarninu í
stórum hópi afkomenda hennar,
sem kom reglulega í heimsókn til
Kollu á hjúkrunarheimilið þar
sem hún bjó síðustu æviárin og
vakti alltaf jafnmikla lukku. Fal-
legt og náið samband Kollu við
börn sín veitti henni mikla hlýju
þessi erfiðu síðustu ár ævi hennar
og voru daglegar heimsóknir
þeirra til hennar það sem veitti
lífi hennar tilgang. Þetta varð
okkur öllum endanlega ljóst nú
síðustu vikur þegar Kolla mátti
ekki fá heimsóknir lengur vegna
heimsóknabannsins. Hennar
verður sárt saknað.
Þorbjörg Sveinsdóttir.
Elsku amma mín er látin. Hún
var yndisleg amma og ég finn
hvað ég á eftir að sakna hennar
mikið.
Amma Kolla var mikil fjöl-
skyldukona og ég er ótrúlega
heppin að hafa fengið svona lang-
an tíma með henni. Ég bjó með
foreldrum mínum í kjallaranum
hjá ömmu og afa þangað til ég var
sex ára og var samgangurinn
mikill. Sem barn þá eru flestar
minningar mínar tengdar ömmu
Kollu og afa Þorvaldi að ein-
hverju leyti. Að fá að hlaupa út í
Kjartansbúð og kaupa nammi og
PK-tyggjó, sem ég hélt reyndar
að héti eftir ömmu því það var
„K“ í heitinu, var alltaf gaman.
Að leika sér í stiganum var mjög
skemmtilegt. Ég áttaði mig
reyndar á því þegar ég varð eldri
að það var mjög glæfralegt.
Í mörg ár hittist öll fjölskyldan
í Efstasundinu nánast alla laug-
ardaga hjá ömmu og afa. Hefðin
var að fullorðna fólkið sat í eld-
húsinu og talaði saman meðan við
krakkarnir vorum í stofunni. Eft-
ir því sem við barnabörnin urðum
eldri fjölgaði í eldhúsinu og var
því bjargað með því að bæta við
fleiri stólum við eldhúsborðið.
Það var ekki fyrr en eldhúsið var
löngu sprungið utan af okkur að
við færðum okkur inn í borðstof-
una. Á borðið lagði amma fram
ekta Efstasundskaffi eins og við
kölluðum það og er það sú stund
sem ég sakna mest, Efstasunds-
hittingurinn, en hann verður
aldrei eins án ömmu Kollu.
Við fjölskyldan ferðuðumst
mikið með ömmu og afa, bæði
innan- og utanlands. Þegar ég var
níu ára fórum við og keyrðum um
Evrópu og er sú minning ómet-
anleg. Einnig fórum við í ófáar
ferðir um landið og var sú síðasta
ekki fyrir svo löngu.
Ég gæti rifjað upp fullt af góð-
um og yndislegum minningum
um ömmu og er ég þakklát fyrir
þær allar. Spilahittingur á laug-
ardegi, ferð í Kringluna eða
IKEA að kaupa ramma. Átta ára
að horfa á Chaplin-mynd, sem
mér finnst reyndar eins og hafi
verið í gær, ómetanlegur stuðn-
ingur í gegnum erfiða og góða
tíma og endalaus ást og um-
hyggja sem maður fann frá
ömmu, alltaf, alveg sama hvað.
Við það að skrifa þessa grein
finn ég hvað söknuðurinn er mik-
ill og einnig hvað ég hef verið lán-
söm að hafa hana svona lengi í lífi
mínu. Takk fyrir allt amma mín.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Jóhanna Kolbrún
Guðmundsdóttir.
Þarna er mamma, kallaði ég
upp þegar ég sá Soffíu frænku á
sviðinu í Þjóðleikhúsinu fyrir 58
árum. Vissi síðar að þarna var
Emelía Jónasdóttir að leika
Soffíu í Kardemommubænum.
Þetta var mín fyrsta ferð í leikhús
og með mínum fyrstu minning-
um. Ég var 4 ára og var þarna
með stóru systrum mínum, Kollu
og Lillu. Ég dvaldi hjá þeim og
fjölskyldu þeirra í litla gula hús-
inu í Efstasundi 37. Mamma var
að eignast sitt yngsta barn og
mér var komið þar fyrir í nokkra
daga. Í Efstasundinu héldu þær
systur upp á afmælið mitt og man
ég eftir flatkökum, prins og kók.
Man vel að ég saknaði mömmu og
þær systur og börn þeirra reyndu
að gera mér allt til hæfis þessa
daga. Kolbrún Sæunn (Kolla) var
hálfsystir mín, við vorum sam-
feðra. Hennar börn eru á líku
reki og ég. Kolla hefur nú kvatt
þennan heim og mig langar að
minnast hennar nokkrum orðum.
Kolla ólst upp í Efstasundi 37 og
bjó þar allan sinn búskap eða þar
til hún flutti á hjúkrunarheimilið
Skjól vegna veikinda. Hún var
næstelst í systkinahópnum. Al-
systkini hennar voru Valgerður,
Örn Steinar og Jóhann Axel. Þau
eru öll látin. Guðrún móðir þeirra
lést þegar Kolla var 15 ára að
læra fyrir landspróf. Varð hún að
gefa frekari skólagöngu upp á
bátinn til að hugsa um yngri
bræður sína. Hjá Kollu var alltaf
skjól. Í gleði og sorg var hún
kletturinn. Að koma í Efstasund
hér á árum áður til þeirra hjóna
Þorvaldar og Kollu var alltaf sér-
stök stemning. Allir velkomnir og
gleðin allsráðandi. Þorvaldur
maður Kollu var mikill músík-
maður og alltaf til í að spila á
harmonikku eða orgel. Söngur,
hlátur og svo notalegt andrúms-
loft var ríkjandi á heimilinu. Þar
sem Þorvaldur vann mikið í tón-
list og fór víða vegna hennar,
fylgdi Kolla honum oft í þeim
ferðalögum enda sjálf mikið fyrir
tónlist. Þegar Kolla fór að vinna
utan heimilis vann hún sem
læknaritari á Landakoti og síðar
Landspítala. Þar eignaðist hún
góða vinnufélaga og vináttu enda
var hún mjög skemmtileg og fé-
lagslynd. Kolla var mikil fjöl-
skyldumanneskja sem vakti yfir
sínum og fékk líka að launum
mikla umhyggju og ást frá fjöl-
skyldu sinni. Við hálfsystur Kollu
áttum því láni að fagna að eiga
skemmtilegar stundir með henni
í svokölluðum „frænkuhóp“
ásamt Gunnu og Fríðu, dætrum
Kollu og öðrum skemmtilegum
frænkum. Nú er komið að
kveðjustund. Efst í huga er þakk-
læti fyrir góðar minningar um
elskulega systur.
F.h. okkar systra, Sveinu,
Gunnu og Þórlaugar, sendi ég
innilegar samúðarkveðjur til
Steina, Gunnu, Fríðu og Bjössa
og fjölskyldna þeirra.
Guðmunda Steingrímsdóttir.
Eiginmaður minn,
HJÖRTUR GRÍMSSON,
Barrholti 21, Mosfellsbæ,
lést miðvikudaginn 22. apríl.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlaug Óskarsdóttir
Ástkær bróðir okkar, vinur og frændi,
ÁRNI SIGURÐSSON,
Sundabúð 3, Vopnafirði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. apríl.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin
fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
systkini hins látna
Hjartkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÁLFUR KETILSSON,
Brennigerði,
lést á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki
20. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey
fimmtudaginn 30. apríl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5 fyrir frábæra umönnun.
Margrét Stefánsdóttir
Stefán Álfsson Guðrún Jacqueline Hannesd.
Herdís Álfsdóttir Guðmundur Ásgrímsson
og afabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÚN SVANSDÓTTIR,
Skeiðsfossi, Fljótum,
lést á heimili sínu 8. apríl. Útför fór fram í
kyrrþey frá Barðskirkju í Fljótum.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Kristján Sigtryggsson
Sigtryggur Kristjánsson Katrín Sigmundsdóttir
Daníel Kristjánsson
barnabörn
Kærleiksrík eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN KRISTBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
Fróðengi 11, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
fimmtudaginn 16. apríl. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Sveinn Indriðason
Sigurður Rúnar Sigurjóns Gunnella Ólafsdóttir
Ástdís Sveinsdóttir Þorvaldur Víðir Þórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar og amma,
JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Blásölum 22,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum í Reykjavík laugardaginn 11. apríl.
Útförin fer fram mánudaginn 27. apríl í kyrrþey vegna aðstæðna
í samfélaginu.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Oddný Kristín Óttarsdóttir
Kjartan Sævar Óttarsson
Karen Birta Kjartansdóttir