Morgunblaðið - 27.04.2020, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2020
27. apríl 1973
Morgunblaðið greinir frá því að
Ólafur H. Jónsson úr Val hafi
verið besti leik-
maður Íslands-
móts karla í
handbolta og orð-
ið efstur í ein-
kunnagjöf blaðs-
ins um veturinn.
Þá fær Einar
Magnússon úr Víkingi verðlaun
frá Morgunblaðinu fyrir að
skora fyrstur leikmanna 100
mörk á Íslandsmóti eftir að far-
ið var að spila í Laugardalshöll.
27. apríl 1976
Morgunblaðið greinir frá því að
fjórir leikmenn hafi fengið
rauða spjaldið í leikjum helg-
arinnar í vormótunum í fótbolt-
anum. Þetta eru KR-ingarnir
Guðjón Hilmarsson og Halldór
Björnsson, Keflvíkingurinn
Einar Gunnarsson og FH-
ingurinn Leifur Helgason.
27. apríl 1983
Arnór Guðjohnsen landsliðs-
maður í knattspyrnu skrifar
undir samning
við belgíska
stórliðið And-
erlecht til
tveggja ára.
Hann er að ljúka
sínu fimmta
tímabili með
Lokeren í sömu deild og var
samkvæmt samningi heimilt að
fara frá félaginu.
27. apríl 1989
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik sigrar Dani, 90:76, á
Norðurlandamótinu sem haldið
er í Keflavík. Liðið hafði tapað
naumlega fyrir Finnum í fyrsta
leik. Teitur Örlygsson skorar
20 stig, Guðni Guðnason 17 og
Jón Kr. Gíslason 16.
27. apríl 1995
Ísland sigrar Pólland, 23:21, á
alþjóðlegu handknattleiksmóti
karla sem fram fer í Kaup-
mannahöfn. Gústaf Bjarnason
skorar sex mörk, Sigurður
Sveinsson fimm og Valdimar
Grímsson fimm. Ísland fær fjög-
ur stig í þremur leikjum, jafn-
mörg og Danir og Svíar, en
hafnar í þriðja sæti á marka-
tölu. Norðurlandaþjóðirnar
voru allar á leið á HM á Íslandi í
maí.
27. apríl 2002
Ólafur Stefánsson og þjálfarinn
Alfreð Gíslason eru Evr-
ópumeistarar í handknattleik
með þýska liðinu Magdeburg
eftir sigur á Veszprém frá Ung-
verjalandi, 30:25, í síðari úr-
slitaleik liðanna á heimavelli.
Ungverjarnir höfðu unnið þann
fyrri, 23:21, en Magdeburg er
með þessu fyrsta þýska liðið í
19 ár til að verða Evrópumeist-
ari. Ólafur er besti leikmaður
vallarins í leiknum og skorar
sjö mörk ásamt því að eiga sjö
stoðsendingar og krækja í tvö
vítaköst.
27. apríl 2012
„Þetta var virkilega skemmti-
legt og sigur okkar var mjög
öruggur í þessu einvígi. Liðinu
hefur gengið allt í haginn og við
erum einfald-
lega með lang-
besta liðið,“ seg-
ir Helena
Sverrisdóttir við
Morgunblaðið
eftir að hún
vinnur meist-
aratitilinn í körfubolta í Slóvak-
íu með liði sínu Good Angels
Kosice, á fyrsta tímabili sínu í
atvinnumennsku.
Á ÞESSUM DEGI
FRJÁLSAR
Kristófer Kristjánsson kristoferk-
@mbl.is
„Þetta er einn af þessum hlutum
sem maður hefur ekki stjórn á, en að
sjálfsögðu er þetta gríðarlega
svekkjandi,“ voru fyrstu orð spjót-
kastarans Ásdísar Hjálmsdóttur
Annerud þegar Morgunblaðið náði
tali af henni um helgina eftir að orðið
var ljóst að hún hefur keppt á sínu
síðasta stórmóti í frjálsíþróttum.
Ásdís, sem verður 35 ára á árinu,
hafði fyrir nokkru ákveðið að 2020
yrði hennar síðasta keppnisár og
ætlaði hún að ljúka glæstum tuttugu
ára frjálsíþróttaferli með því að
komast á Ólympíuleikana í Tókýó í
sumar og keppa síðan á Evrópu-
meistaramótinu í París. Nú eru bæði
mótin úr sögunni, Ólympíuleikunum
hefur verið frestað til næsta árs og
EM aflýst endanlega. Ásdís vandar
ekki Alþjóðafrjálsíþróttasamband-
inu kveðjurnar og segir nýtt fyrir-
komulag fyrir Ólympíuleikana á
næsta ári ekki til þess fallið að
freista hennar til að framlengja fer-
ilinn.
„Það er hrikalega lélegt hvernig
hefur verið tekið á þessu máli öllu
saman. Frjálsíþróttasambandið var
að gefa út nýjar reglur varðandi lág-
markið og hvernig maður tryggir sig
inn á leikana. Þar eru þeir að
þrengja gluggann alveg svakalega
fyrir spjótkastara. Þeir lokuðu
glugganum núna í apríl og ætla ekki
að opna hann aftur fyrr en í desem-
ber, sem er í raun fáránleg tímasetn-
ing. Það eru engin mót í desember
og allt sem gerist núna í sumar og
fram að því telst bara ekki með. Það
er algjörlega út í hött.
Það sem hefði verið verst fyrir
mig er að þeir opna tímabilið aftur í
desember og loka því svo í maí.
Tímabilið átti að vera til loka júní,
sem er í raun samt frekar stutt. Yf-
irleitt er það bara opið þangað til
það eru þrjár vikur í leikana. En
þarna breyta þeir þessu, alveg eins
og kerfinu til að tryggja sig inn. Nú
þarf maður að safna stigum, það er
ekki bara nóg að kasta einu sinni yfir
lágmark því að lágmarkið hefur ver-
ið sett svo fáránlega hátt að aðeins
örfáir ná því.“
Erfitt fyrir eldri íþróttamenn
Þetta þýðir að margir íþrótta-
menn þurfa að ná ótrúlegum árangri
á stuttum tíma til að vinna sér inn
þátttökurétt á leikunum en um hálf-
gert hraðmót verður að ræða á
næsta ári. Ásdís telur að ekki sé ver-
ið að hugsa um hag íþróttafólks með
þessu fyrirkomulagi og að álagið á
þeim sem eiga eftir að tryggja sér
sæti á Ólympíuleikunum verði mikið.
„Svo taka þeir meðaltalið af fimm
bestu mótunum þínum. Að við eigum
að ná fimm góðum mótum fyrir lok
maí, þegar fyrstu mótin eru yfirleitt
að byrja stuttu áður. Við erum að
tala um að í 5-6 vikur þarftu að
keppa í hverri einustu viku og alltaf
eiga gott mót. Öll mótin sem gefa
virkilega góð stig eru yfirleitt í júní,
þetta verður bara algjör martröð og
mikið stress að ætla að reyna að
komast inn á næsta ári. Þeir eru
gjörsamlega að skíta yfir alla
íþróttamenn sem eru ekki nú þegar
komnir inn.
Það er ekki freistandi fyrir mig að
ætla að taka heilt ár í viðbót, eiga á
hættu að lenda í meiðslum og fara í
gegnum þetta andlega og líkamlega
álag. Þeir eru ekki að freista mín að
taka annað ár,“ bætti Ásdís við og
viðurkennir að staðan sé erfið, enda
draumur margra íþróttamanna sem
eru komnir á efri ár að geta lokið
ferlinum á Ólympíuleikum.
„Við erum með efnilega og unga
krakka sem eru að reyna að komast
inn á Ólympíuleika. Eitt ár í viðbót
gefur þeim heilt ár til að æfa, verða
betri og auka sínar líkur á að komast
inn. Það er nú alltaf þannig að eins
manns dauði er annars brauð.
Ástandið hjá fólki er auðvitað mis-
jafnt, fyrir eldri íþróttamenn er
þetta rosalega erfitt. Það vilja alltaf
margir enda ferilinn á Ólympíu-
leikum og stefna á það. Sumir geta
auðvitað tekið eitt ár í viðbót, það er
misjafnt hvar fólk er statt í lífinu, en
það er bara því miður ekki þannig
hjá mér.“
Líkaminn er orðinn þreyttur
Þá er þetta sérstaklega mikið áfall
fyrir Ásdísi enda hefur hún aldrei
verið í betra formi. Það er hins vegar
ekki auðvelt að vera íþróttamaður á
hæsta stigi og ekki auðveldlega að
því hlaupið að ætla að taka heilt ár í
viðbót. „Ég var í æfingabúðum úti í
Suður-Afríku núna í byrjun mars,
áður en kórónukrísan fór af stað og
allt fór í vaskinn hreinlega. Þar var
ég stöðugt að bæta mig og átti mitt
lengsta kast á ferlinum,“ sagði Ásdís
sem hefur átt Íslandsmetið í grein-
inni frá árinu 2005 og bætt það fjór-
um sinnum síðan.
„Auðvitað hefði verið gaman að
hætta með stórmóti og það var sjokk
að heyra með EM. Ég er aðeins að
lenda með það núna en ég vil gera
þetta á mínum forsendum. Þegar
fólk segir að ég eigi bara að taka eitt
ár í viðbót; það ætti að prófa að
fylgja mér á æfingum í viku. Þá
myndi það ekki spyrja af hverju ég
ætli ekki að taka 63 slíkar í viðbót.
Þetta starf tekur 24 tíma á sólar-
hring og stjórnar gjörsamlega öllu í
lífinu hjá manni. Það er ekki hlaupið
að því að taka bara heilt ár í viðbót.“
Þetta er nítjánda tímabilið mitt í
röð, þar sem ég er alveg á fullu. Lík-
ami minn er bara orðinn þreyttur,
ég finn fyrir því, þarf lengri tíma til
að jafna mig og það er bara kominn
tími á að gefa honum frí.“
Endar ferilinn eins
og hann byrjaði
Þó óvissan sé áfram mikil og ljóst
að ekkert verður úr stórmótum árs-
ins er Ásdís ekki hætt alveg strax.
Hún reiknar enn með að keppa á
smærri mótum í ár og dreymir um
að bæta Íslandsmetið einu sinni til
viðbótar, í fimmta sinn, áður en hún
hættir endanlega.
„Það er enn þá mikil óvissa með
hvaða mót verða og ég hef enga hug-
mynd um hvað verður um þessi al-
þjóðlegu mót. En við munum alla-
vega hafa lítil innanhússmót, þar
sem maður fær að keppa og árang-
urinn gildir. Það verða kannski eng-
ir áhorfendur og ekki sama stemn-
ingin en það var nákvæmlega þannig
sem ég byrjaði ferilinn. Það var á
pínulitlum mótum í Laugardalnum
eða inni í Hafnarfirði þar sem maður
hafði bara gaman og reyndi að kasta
langt. Það má kannski segja að ég sé
komin fullan hring og endi núna fer-
ilinn eins og ég byrjaði hann.
Ég veit að ég er í formi til að bæta
mig, ég er með það í mér. Ég veit að
ég get kastað langt, annars myndi
ég bara segja þetta gott. Úr því sem
komið er væri draumurinn að bæta
Íslandsmetið og það væri bara síð-
asta kastið á ferlinum, ég get ekki
beðið um mikið betri endi en það.“
Ásdís Hjálms-
dóttir Annerud
hefur keppt á sínu
síðasta stórmóti
Ljósmynd/GSSE
Eins manns dauði
er annars brauð
Spjótkastari Ásdís Hjálmsdóttir hefur
verið framarlega í flokki spjótkastara
um árabil. Hún hefur átt Íslandsmet í
greininni frá árinu 2005.
Handknattleiksdeild Hauka til-
kynnti í gær að Gunnar Gunnarsson
hafi verið ráðinn þjálfari meist-
araflokks kvenna hjá félaginu.
Gunnar gerði þriggja ára samning
og tekur hann við liðinu af Árna
Stefáni Guðjónssyni. Gunnar þjálf-
aði síðast karlalið Víkings í 1. deild-
inni og þá hefur hann einnig þjálfað
Selfoss, Hauka, Elverum og Dram-
men í Noregi. Þá þjálfaði hann
kvennalið Gróttu/KR á sínum tíma.
Haukar voru í fimmta sæti úr-
valsdeildarinnar þegar tímabilinu
var aflýst vegna kórónuveirunnar.
Gunnar tekur við
kvennaliði Hauka
Reyndur Gunnar Gunnarsson stýrði
síðast liði Víkinga í 1. deildinni.
Morgunblaðið/Eggert
Hörður Björgvin Magnússon, lands-
liðsmaður Íslands í knattspyrnu og
leikmaður CSKA Moskvu í rúss-
nesku úrvalsdeildinni, styrkti upp-
eldisfélag sitt Fram um 81.100
krónur á dögunum í gegnum
áheitaleik á Facebook. „Fram hefur
gefið mér mikið persónulega, þar
sem ég eignaðist vini og minningar
sem ég mun ekki gleyma. Núna er
erfiður tími fyrir íþróttafélög og ég
vona að þið getið hjálpað mér að
safna eilitlum pening fyrir félagið
mitt,“ skrifaði Hörður Björgvin á
Facebook. sport@mbl.is
Veglegur styrkur til
uppeldisfélagsins
CSKA Moskva
Traustur Hörður Björgvin Magn-
ússon rétti fram hjálparhönd.