Morgunblaðið - 27.04.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.04.2020, Qupperneq 32
Meðan á samkomubanninu stendur taka stjórnendur Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óp- erunnar höndum saman og bjóða upp á lifandi tón- listarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna. Í dag, mánudag, klukkan 11 flytja Nicola Lolli, konsert- meistari SÍ, og Mathias Halvorsen píanóleikari tónlist frá ólíkum öldum fyrir fiðlu og píanó. Á efnisskránni eru Sonatina í D-dúr, D 384, eftir Franz Schubert og Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal. Tónleik- unum er streymt á RÚV2 og heimasíðu Hörpu. Lolli og Halvorsen leika verk eftir Schubert og Jón Nordal í beinni MÁNUDAGUR 27. APRÍL 118. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson er orðinn leikmaður Nice í Frakklandi. Kemur hann til félagsins frá Haukum, þar sem hann hefur verið aðal- markvörður síðustu tvö tímabil. Grétar hefur alla tíð leikið með Haukum, fyrir utan lánsdvöl hjá Selfossi og ÍR. Grétar var fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Þá var hann aðalmarkvörður U18 landsliðsins sem vann brons á HM 2015. Grétar skrifaði undir tveggja ára samning við franska félagið. Í vetur hafnaði Nice í ní- unda sæti af fjórtán liðum í deildinni. »27 Grétar Ari gerði tveggja ára samn- ing við Nice í frönsku B-deildinni ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vestmannaeyjar hafa alltaf verið sveipaðar ævintýrablæ í mínum huga,“ segir Arndís Soffía Sigurð- ardóttir, nýr sýslumaður í Vest- mannaeyjum. „Af heimaslóðum mín- um í Fljótshlíðinni sést vel til Eyja sem á heitum sólardögum lyftast í tí- bránni örlítið upp á himininn. Ég hef því gjarnan séð til þessa staðar í hill- ingum og það í tvöfaldri merkingu orðanna.“ Lifnar yfir bænum Arndís Soffía kemur til starfa í Eyj- um á undarlegum tímum, en óvíða hefur áhrifa kórónuveirunnar gætt meira en þar. Margir hafa veikst af veirunni, hundruð voru sett í sóttkví og sett voru ströng skilyrði um mannamót og samkomubann, sem nú hefur reyndar verið slakað á til jafns við það sem almennt gerist. „Fyrstu vikurnar mínar hér afgreiddum við alla sem áttu erindi á sýsluskrifstofu í gegnum lúgu eða í gegnum tölvuna. Í takt við tilslakanir á hertu samkomu- banni í Eyjum opnuðum við afgreiðsl- una en gætum auðvitað að sóttvörnum og tveggja metra reglunni. Núna er svo heldur að lifna yfir bænum og ég hlakka til að vera þátttakandi í þessu samfélagi.“ Í stjórnsýslunni hefur eins og víða annars staðar verið settur mikill kraftur að undanförnu í eflingu raf- rænnar þjónustu sem Arndís Soffía segist fagna. „Rafræn stjórnsýsla skapar mörg ný tækifæri og er ef til vill eitt af því jákvæða sem við getum tekið frá þessum faraldri. Embættinu hefur nýlega verið falið sérverkefni á landsvísu. Það felur í sér rafræna yf- irferð á reglugerðasafni sem birt er í B-deild Stjórnartíðinda og er mikið að vöxtum. ,,Slíkt hefur staðið lengi til en nú verður hafist handa og reynsla síð- ustu vikna af fjarvinnslu sýnir okkur að þessu verkefni má vel sinna úti á landi. Þessu sérverkefni fylgir eitt stöðugildi og er starfið núna laust til umsóknar.“ Arndís Soffía var lögreglumaður í Reykjavík eftir útskrift úr Lögreglu- skóla ríkisins og lögregluvarðstjóri á Hvolsvelli fyrr á árum. Henni fannst starfið vera í senn skemmtilegt og krefjandi, en fann ekki framtíðina þar. Hún hóf því lögfræðinám sem hún lauk árið 2008 og starfaði lengi sem fulltrúi hjá sýslumanninum á Selfossi. Arndís Soffía var formaður starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál sem skilaði skýrslu til innanríkisráðherra 2013. Var sú vinna undanfari endur- upptöku málanna sem barist hafði verið fyrir lengi og hafa sakborningar nú verið sýknaðir í Hæstarétti. Í öllum málaflokkum „Ég byrjaði í þinglýsingum hjá sýslumanninum á Selfossi en átti eftir að vinna við alla málaflokka; nauðung- arsölur, sifjamál, dánarbú og svo framvegis,“ segir Arndís Soffía sem starfaði síðast sem staðgengill sýslu- manns á Suðurlandi. „Vissulega taka mörg þessara verkefna á, enda verið að sinna mjög persónulegum mál- efnum. En ef tekst að ljúka málum farsællega svo allir séu þokkalega sáttir er slíkt mjög ánægjulegt. Krefj- andi vinna heldur manni á tánum og vekur hjá manni áhuga og drift í að halda áfram og gera sífellt betur. Svo finnst mér lögfræðin alltaf jafn- áhugaverð; að glíma við röksemdir og að komast að niðurstöðu. Grunnurinn er þó alltaf mannlífið í sinni fjölbreyti- legustu mynd og hjá opinberu emb- ætti er þjónusta við fólk aðalatriðið.“ Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Sýslumaðurinn „Hjá opinberu embætti er þjónusta við fólk aðalatriðið,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir. Sá Eyjar í hillingum  Grunnurinn er „mannlífið í sinni fjölbreytilegustu mynd“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.