Olympíublaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 4
4
OLYMPÍUNEFND ÍSLANDS
Q9P
í sambandi við þing JVorrœnu olympíunefndarinnar sl. sumar komforseti alþjóða olympíunefndarinnar, Juan Antonio Samaranch í heim-
sókn hingað til Islands. Þá sœmdi hann Gísla Halldórsson forseta íslensku olympíunefndarinnar silfurorðu IOC, en það er ein af ceðstu
orðum hennar. Er þessi mynd tekin við þá athöfn.
Saga olympíunefndar
Hér verður á eftir rakin í mjög stuttu máli saga Olympíu-
nefndar Islands.
Fyrsta Olympíunefnd íslands var skipuð 13. okt. 1921 til
þess að undirbúa þátttöku íslendinga í Olympíuleikunum í
París 1924, en ekki varð af þátttöku vegna fjárskorts.
Eigi var hugað að þátttöku íslendinga í Olympíuleikun-
um í Amsterdam 1928 eða Olympíuleikunum í Los Angeles
1932. Féll því niður að skipa Olympíunefnd þessi ár.
16. apríl 1934 var skipuð Olympíunefnd til að undirbúa
og sjá um þátttöku íslendinga í Olympíuleikum í Berlín
1936, en þangað sendu íslendingar allmarga þátttakendur.
Næst er skipuð Olympíunefnd 17. apríl 1946 til þess að
undirbúa þátttöku Islendinga í Olympíuleikunum í Lond-
on 1948 og hefur Olympíunefnd verið síðan skipuð
reglulega á íjögurra ára fresti. Árið 1957 samþykkti
Sambandsstjórn Iþróttasambands íslands reglugerð um
Olympíunefndina, sem hún hefur síðan starfað eftir. Þessa
reglugerð staðfesti Alþjóða olympíunefndin 2. des. 1957.
Breytingar voru gerðar á reglugerðinni 1970 ogaftur 1974
og hvorttveggja staðfest af Alþjóðaolympíunefndinni 1974.
Svo sem áður er sagt er Olympíunefndin skipuð 4. hvert
ár, og núverandi Olympíunefnd var skipuð 23. apríl 1977.
I nefndinni eru 21 meðlimur, þar af er forseti íþrótta-
sambandsins sjálíkjörinn, auk þess velur íþróttasambandið
þrjá fulltrúa, menntamálaráðherra tilnefnir einn fulltrúa,
og fráfarandi olympíunefnd velur þrjá, svo og hvert sér-
samband, sem hefur olympíuíþrótt á stefnuskrá sinni velur
einn fulltrúa, og fráfarandi Olympíunefnd velur þrjá, svo
og hvert sérsamband sem hefur Olympíuíþrótt á stefnuskrá
sinni velur einn fulltrúa.
Olympíunefndin velur sér fimm manna framkvæmda-
nefnd sem nú skipa:
Gísli Halldórsson, formaður
Sveinn Björnsson, varaformaður
Bragi Kristjánsson, ritari
Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri
Orn Eiðsson, fundarritari.
Olympíunefndin hefur aðsetur í húsnæði íþróttasam-
bandsins, hún hefur alltaf verið í mjög nánu sambandi við
íþróttasambandið, og í núverandi og fráfarandi Olympíu-
nefnd eða frá árinu 1973 hefurforseti Iþróttasambandsins,
Gísli Halldórsson, einnig verið formaðurOlympíunefndar-
innar og varaforseti íþróttasambandsins, Sveinn Björnsson,
einnig verið varaformaður Olympíunefndarinnar.