Olympíublaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 14

Olympíublaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 14
14 OLYMPÍUNEFND ÍSLANDS OLYMPÍUFUNDURINN I LOS ANGELES Olympíufundur var haldinn í Los Angeles í Banda- ríkjunum dagana 14. til 21. janúar 1983. Fundþennan sóttu fyrir hönd Islands þeir Sveinn Björnsson og Bragi Kristjánsson. Þeir sóttu þar marga fundi og ræddu við fjölmarga aðila um margvísleg efni er varða bæði Sum- ar- og Vetrar-olympíuleikana 1984. Einnig skoðuðuþeir íþróttamannvirki svo og gististaði í Los Angeles. Var þessi ferð í alla staði mjög vel heppnuð. Eftir heimkomuna gáfu þeir mjög ítarlega skýrslu um ferðina. Er skýrsla þessifróðleg lesning og því tókum við okkur það bessaleyfi að taka úr henni nokkra punkta, en skýrsla þessi var upp á 10 vélrituð blöð: Mannvirkin skoðuð Laugardaginn 15. janúar áttum við fund með fulltrúum stjórnar Olympíuþorpanna, þeim Lee D. Aurich og Charles M. Russell. Rætt var um væntanlega dvöl íslensku þátttakendanna í Olympíuþorpi, en þá var ekki ákveðið hvort hópurinn yrði á svæði UCLA (University of California Los Angeles) eða USC (University of Southern California). Farið var yfir áætlun um fjölda þátttakenda og dvalar- tíma. Ennfremur komu þeir með margar spurningar til við- bótar við spurningalista sem Island hefur þegar svarað. Við spurðum þá m.a. um dvalarkostnað í Olympíuþorpinu og sögðu þeir að unnið væri að því að hann verði $35,00 á dag, ef Olympíunefnd viðkomandi lands tilkynnir endanlega heildarþátttöku fyrir 1. mars 1983 og greiðir helming fyrir- fram fyrir 1. apríl 1984 og tryggir vegna skemmda $100,00 á mann fyrir 1. júní 1984. Farið var í skoðunarferð um íþróttamannvirkin í Los Angeles. Aðalleikvangurinn The Los Angeles Memorial Coliseum, þar sem setning og lokahátíð Olympíuleikanna 1984 á að fara fram, var byggður fyrir Olympíuleikana 1932 og tekur um 100 þúsund manns. A þeim íþróttaleik- vangi á einnig að fara fram frjálsíþróttakeppni Olympíu- leikanna 1984. Eins og völlurinn lítur út í dag, er ekki hægt að segja, að hann sé beint glæsilegur, og engan veginn hægt að líkja honum t.d. við aðalleikvanginn í Montreal né í Moskvu, enda vantar mikið á að svo sé. Þetta stendur þó allt til bóta, eins og þeir tjáðu okkur. Síðan var skoðað íþróttamannvirkið The Los Angeles Memorial Sports Arena, þar sem hnefaleikarnir munu fara fram, íþróttamannvirki byggt árið 1939 og tekur 16.200 manns í sæti, en íþróttamannvirki þetta stendur við hlið- ina á aðalleikvanginum. Daglega er það notað fyrir hnefaleika, körfuknattleik, íshokkí og sýningar. Næst var USC Olympíuþorpið skoðað. Verið er að byggja Olympíusundlaugina, sem á að kosta 4 milljónir dollara, en sundlaugin stendur á umráðasvæði USC, milli Olympíuleikvangsins og Olympíuþorpsins. Selning olympíuleikana í Moskvu 1980 var rnikilskrautsýning, sern erfitt verður að slá út. Bandaríkjamenn œtla se'r pó að gera betur en Sovétmenn hvað þetta varðar á leikunurn í Lo.s Angeles.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.