Olympíublaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 7

Olympíublaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 7
OLYMPÍUNEFND (SLANDS 7 Q8P íslensku keppendurnir á Vetrar-olympíuleikunum í Cortina á Ítalíu 1956, ásamt þjálfara og fararstjóm. íþessum hóp varfyrsta konan sem keppti fyrir Island á vetrarleikum, Jakobína Jakobsdóttir. Árið 1964 fóru níundu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Innsbruck, Austurríki. Fararstjórn: Benedikt G. Wáge, fulltrúi í CIO, Birgir Kjaran, form. ÓI, fararstjóri, Einar B. Pálsson, flokksstjóri, Valdimar Ornólfsson, þjálfari. Keppendur: Birgir Guðlaugsson, 30 km og 15 km skíðaganga, Þórhallur Sveinsson, 30 km og 15 km skíðaganga, Arni Sigurðsson, stórsvig og svig, Jóhann Vilbergsson, stórsvig og svig, Kristinn Benediktsson stórsvig og svig. Arið 1968 fóru tíundu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Grenoble í Frakklandi. Fararstjórn: Benedikt G. Wáge, fulltrúi CIO, Birgir Kjaran, form. Óí, fararstjóri, Gísli B. Kristjánsson, ílokksstjóri, Magnús Guðmundsson, þjálfari. Keppendur: Björn Olsen, stórsvig og svig, Kristinn Benediktsson, stór- svig og svig, Reynir Brynjólfsson, stórsvig og svig, Ivar Sigmundsson, stórsvig og svig. Árið 1972 fóru elleftu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Sapporo í Japan. Islendingar tóku ekki þátt í þeim leikum. Árið 1976 fóru tólftu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Innsbruck, Austurríki. Fararstjóri: Hákon Ólafsson. Keppendur: Jórunn Viggósdóttir, svig og stórsvig, Árni Óðinsson, stórsvig, Haukur Jóhannsson, svig og stórsvig, Sigurður Jónsson, svig og stórsvig, Tómas Leifsson, svig og stórsvig, Steinunn Sæmundsdóttir, svig og stórsvig, Halldór Matthíasson, 15 km og50 kin ganga. Trausti Sveinsson, 15 km ganga. Árið 1980 fóru þrettándu Vetrar-olympíuleikarnir fram í Lake Placid í Bandaríkjunum. Fararstjórn: Sæmundur Óskarsson, aðalfararstjóri, Haukur Viktorsson, aðstoðarfararstjóri. Keppendur: Björn Olgeirsson, stórsvig og svig, Sigurður Jónsson, stórsvig og svig, Steinunn Sæmundsdóttir, stórsvig og svig, Haukur Sigurðsson, 15 km og 30 km ganga, Ingólfur Jónsson, 15 km og 30 km ganga, Þröstur Jóhannesson, 15 km og 30 km ganga. fíenedikt G. (I áge var fararstjóri íslenska olympíuliðsins á sex fyrstu vetrarleikunum sem þaðtók þátt í. Hann var einnigfararstjóri og fulltrúi CIO ájimm sumarleikum sem Island sendi keppendur á.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.