Olympíublaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 9
OLYMPlUNEFND ISLANDS
9
Q9P
Fulltrúar á fundi olympíunefndar Norðurlandanna sem haldinn var hér í sumar, heimsótti forseta Islands Vigdísi Finnbogadóttur að
Bessastöðum. Hér má sjá hluta af fulltrúunum ásamt forseta Alþjóða olympíunefndarinnar Juan Antonio Samaranch frá Spáni.
Góðir gestir í heimsókn
Á undanförnum árum hefur norræna samstarfið aukist
mjög mikið á íþróttasviðinu. Nú halda olympíunefndir
Norðurlanda þing árlega, til skiptis í löndunum, þar sem
fulltrúar nefndanna koma saman, svo og fulltrúar land-
anna í Alþjóða olympíunefndinni. Einn slíkur fundur var
haldinn hér sl. sumar, og var það í annað sinn sem slíkur
fundur er haldinn hér á landi.
I tilefni fundarins sýndi forseti Alþjóða olympíunefnd-
arinnar, hr. Juan Antonio Samaranch, okkur þann heiður
að koma hingað og setja Norðurlandaþingið. Er það í fyrsta
skipti sem forseti AON kemur til Islands. Sérstök dagskrá
var gerð fyrir hann, m.a. heimsótti hann menntamálaráð-
herra, Ragnhildi Helgadóttur, og ræddi við forsætisráð-
herra, Steingrím Hermannsson, í hádegisverði er hann hélt
í ráðherra bústaðnum, honum til heiðurs ogöðrumerlend-
um gestum. Farið var með hann til Þingvalla og söfn
skoðuð. Þá var efnt til blaðamannafundarmeð honum, þar
sem hin margbrotnu olympíumál voru rædd.
Eftirtaldir aðilar hafa styrkt útgáfu Olympíublaðsins
Albert Guðmundsson, heildverslun
Björgvin Schram, heildverslun
Gunnar Eggertsson hf.
Henson, sportfatnaður
íspan hf.
Nathan & Olsen
Samvinnuferðir - Landsýn
Scana, fataverksmiðja
Sjóvátryggingarfélag íslands hf.
Sveinn Egilsson hf.
Teiknistofan hf. Ármúla 6
Um leið og Olympíunefnd Islands þakkar ofan- stofnunum og öðrum fyrirtækjum, sem styrkt hafa
greindum fyrirtækjum fyrir skilning og velvilja í starfsemi nefndarinnar á olympíuári með einum
garð íslenskra íþróttamanna, þakkar hún einnig eða öðrum hætti.