Olympíublaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 15
Sveinn Björnsson og Bragi Kristjánsson á olympiufundinum í Los Angeles.
USC Olympíuþorpið er ákaflega vinalegt og á eftir að
verða það enn meir. Hér búa nú um 30 þúsund stúdentar.
Aðstaða er til æfinga fyrir frjálsar íþróttir, svo og sund en
æfingavöllinn á eftir að endurbæta og m.a. leggja á hann
nýtt gerviefni. Frá USC Olympíuþorpinu er mjögstutt t.d.
á aðalleikvanginn, en okkur fannst loftslagið vera mun
meira mengað en t.d. í UCLA Olympíuþorpinu. Umferð
um borgina var ekki sérstaklega mikil á þeim leiðum sem
við keyrðum, eða okkur fannst það að minnsta kosti ekki,
má e.t.v. þakka það því að það var sunnudagur.
Olympíuþorpin vinaleg
Síðan var ekið til Olympíuleikvangsins fyrir hjólreiðar og
var snæddur þar hádegisverður. Þetta er útileikvangur,
byggður fyrir tveimur árum og notaður allt árið um kring.
A þessum velli var okkur sýnd hjólreiðakeppni milli þeirra
manna, er munu æfa undir keppni fyrir USA á leikunum.
Þá var keppnisaðstaða fyrir lyftingar sýnd, í nýju íþrótta-
húsi, sem byggt var sem keppnishús í körfuknattleik og
tekur 4500 manns í sæti. Eftir er að byggja við það viðbygg-
ingu, en í henni eiga að vera ^á æíingavellir fyrir lyftingar
svo og til undirbúningskeppni. I þessari byggingu á einnig
að vera sérstakt herbergi fyrir „doping“ prufur sem hægt
verður að taka á staðnum.
Næst var UCLA Olympíuþorpið skoðað, þar eru nú 33
þúsund stúdentar og landsvæðið 375 ekrur. Þar virtist
loftslagið veramun betraeníUSC Olympíuþorpinu. Tvær
mjög stórar og góðar útisundlaugar og mikið landsvæði
umhverfis. Vallaraðstaða er mjög góð fyrir frjálsar íþróttir,
íþróttavöllur með níu brautum lögðum tartanefni og
áhorfendasvæði fyrir þúsundir manna.
Hluti af áhorfendasvæðinu, svo og svæðið þar um kring,
mun verða notað undir veitingaaðstöðu og verslunar-
miðstöðvar Olympíuþorpsins. Stórt og mikið svæði er
einnig fyrir ýmsar aðrar íþróttir, svo sem knattspyrnu.
Því miður var ekki hægt að skoða aðstöðu til gistingar, í
hvorugu Olympíuþorpinu, þar sem Olympíuþorpin vænt-
anlegu eru fullskipuð stúdentum á þessum árstíma, en hún
virðist vera mjög góð, að minnsta kosti ef dæma má eftir
myndabæklingi sem við fengum við komu okkar til Los
Angeles.
Síðan var okkur sýnd iþróttahöllin Pauley Pavilion, í
UCLA Olympíuþorpinu, þar sem fimleikar eiga að fara
fram á Olympíuleikunum, en hún er í eigu UCLA
háskólans. Þetta er stórglæsileg íþróttahöll sem tekur
11.200 manns í sæti, og er fyrst og fremst notuð fyrir körfu-
knattleik á þeim tíma sem háskólinn starfar.
Að lokum var farið í Universal kvikmyndaverið og okkur
sýnd kvikmynd sem gerð var um sögu Olympíuleikanna frá
upphafi, svo og um Los Angeles og kynningu á Olympíu-
leikunum þar.
Kostar 2500 dollara á mann
II. ANOK Olympíufundurinn var settur af formanni
ANOK 17. janúar 1983. Forseti IOC Juan Antonio
Samaranch ílutti stutta ræðu og yfirgafsíðan fundinn. 138
lönd voru mætt við setningu fundarins.
Lögð var fram skýrsla frá fundinum í Baden Baden. Búið
er að senda $5.000,00 til þjóðanna, sem lofað haíði verið á
sl. ári. Opnuð hefur verið skrifstofa ANOK í París, en þar
eru tveir starfsmenn starfandi. Síðan voru lagðir fram
reikningar ANOK frá sl. starfsári.