Íslenzka vikan á Norðurlandi - 03.04.1932, Blaðsíða 11
fSLENZKA VIKAN, Akureyri
11
Bygg'l u m
stór og lítil hús
úr steini og timbri, sömuleiðis gjörum við
uppdrætti og kostnaðaráætlanir af húsum,
höfum margra ára æfingu, öll vinna og efni
FYRSTA FLOKKS.
jón Guðmundsson, Einar /óhannsson.
Akureyri.
Þórður Thorarensen,
gullsmiður. Aðalstræti 13. Akureyri.
Allskonar gull- og siifursmíðavör-
ur tilheyrandi íslenzka búningnum.
TRÚLOFUNARHRINGAR.
Málningavinna og veggföðrun.
Gleymið ekki að fagþekking er undirstaðan undir góðri og um
Ieið ódýrri vinnu, trygging fyrir góðu efni og endingu, og skil-
yrði fyrir ánægju yðar að unnu verki.
Semjið við undirritaðan um það, sem þér þurfið að Iáta vinna.
Sími 68. Posthólf 143. Virðingarfyllst.
Vigfús Þ. Jónsson,
málarameistari.
jón j. Jónatansson
Olerárgötu 3. Akureyri.
IVinn flest járnsmíði til skipa 8
og lands. Skeifur af öílum 1
gerðum. Bakka á ljáblöð úr B
stáli. Grindur yfir leiði í ramma.
Járnhöft á hesta. Heygrímur á sauðfé o. fl.
Ýmsar framkvœmdir á
Akureyri vegna
„Islenzku vikunnaru.
Iðnaðarmannafélag og Verzlun-
armannafélag Akureyrar hafa
tekið saman höndum um að gang-
ast íyrir framkvæmdum hér á
Akureyri viðvíkjandi »íslenzku
vikunni«, og voru kosnar til þess
5 manna nefndir úr hvoru félagi.
Hafa nefndirnar unnið að málinu
á ýmsan hátt. Meðal annars hafa
þær útvegað ýmsum iðnaðar- og
handverksmönnum sýningar-
glugga hjá verzlunum í bænum,
en taka úr gluggunum útlendan
varning yfir »vikuna«. Hafa allir
verið mjög fúsir til þessa og mun
hver búðargluggi í bænum verða
fullskipaður íslenzkri framleiðslu
alla vikuna. Nefndir þessar hafa
einnig komið af stað og séð um
útkomu þessa blaðs, annast aug-
lýsingar í búðargluggum og á göt-
um bæjarins og verið til hvatn-
inga og leiðbeininga um málið.
Þá hefir nefndin starfað að því,
að fyrsti dagur vikunnar, sunnu-
dagurinn 3. apríl, yrði dálítið frá-
brugðinn öðrum sunnudögum. Að
morgni dagsins bera skátar þetta
blað út um bæinn og verður það
einnig sent út um land, sem fylgi-
blað allra vikublaðanna, sem út
koma hér á Akureyri. Fyrri hluta
dagsins selja ungar stúlkur merki
»íslenzku vikunnar«. Verður á-
góðanum af sölunni varið til þess
að standast ýmsan óumflýjanleg-
an kostnað við »vikuna«. Sjálf-
sagt bera allir bæjarbúar þetta
merki þennan dag og næstu daga.
Á þrem stöðum í bænum verða
settir úti-hátalarar: Við Kaup-
vangstorg, hús Ólafs Ágústssonar
og verzlunarhús Höepfners. Geta
menn þar hlýtt á ræðu forsætis-
ráðherra kl. 10,45 og messugerð í
dómkirkjunni.
Kl. 2,30 safnast verzlunarmenn
og iðnaðarmenn saman við hús
sín á Oddeyri og ganga undir fán-
um sínum og með Lúðrasveitina
Heklu í broddi fylkingar, til Sam-
komuhúss bæjarins. Kl. 3 hefst
þar samkoma. Söngflokkurinn
Geysir syngur: »ó, Guð vora
lands«. Davíð Stefánsson skáld
flytur ræðu. Jóhann Frímann
kennari flytur erindi um íslenzk-
an iðnað. Otto Tulinius konsúll,
flytur erindi um verzlun með ís-
lenzka framleiðslu, Sig. Ein. Hlíð-
ar dýralæknir erindi um íslenzk-
ar fæðutegundir. Þar á eftir
verða sýndar skuggamyndir af
ýmsum iðnfyrirtækjum í bænum
og skýrðar af Sveinbirni Jónssyni
byggingameistara. Að síðustu
leikur lúðrasveitin »Hekla«.
Að samkomu þessari verður ó-
keypis aðgangur, en ætlazt er til
að allir, sem þangað koma, beri
merki »íslenzku vikunnar«.
Bæjarstjórnin hefir góðfúslega
lánað samkomuhúsið endurgjalds-
laust.
f Menntaskólanum verða sam-
komur og ræðuhöld 6 daga »vik-
unnar«, kl. 8 að kvöldi. Eru allir
velkomnir þangað meðan húsrúm
leyfir.
Sunnudagskvöld talar Sigurður
Guðmundsson skólameistari um
»íslenzku vikuna« og Dr. Kristinn
Guðmundsson flytur erindi um
stefnur til eflingar þjóðlegri
framleiðslu.
Mánudagskv.: Steindór Stein-
dórsson: Um grasnytjar til mann-
eldis.
Þriðjudagskv.: Steingr. Matthí-
asson: Mataræði íslendinga.
Miðvikudagskv.: ólafur Jóns-
son: Um grasrækt.
Fimmtudagskv.: Jónas Þór:
Um ullariðnað.
Föstudagskv.: Sveinbjörn Jóns-
son: Um húsagerð.
Barnaskóli Akureyrar hefir
hugsað sér að haga sinni starf-
semi vegna vikunnar þannig:
Einn dagur verður algerlega
helgaður íslenzkum efnum. Þá
flytja kennarar 10—15 mín. er-
indi um ræktun, siglingar, móður-
málið, föt og fæði, iðnað, ríkið og
fánann o. fl. Síðan skrifa börnin
ritgerðir um þessi efni. Þá verð-
ur á hverjum morgni »vikunnar«
eitthvað sagt af kennurum og
öðrum, um íslenzka framleiðslu,
andlega og efnislega og sungin
ættjarðarljóð.
Loks mun skólinn fara einn
dag vikunnar í skrúðgöngu um
bæinn, undir íslenzkum fánum og
með áletruð spjöld og merki er
börnin hafa sjálf búið til.
Virðast allir hér á Akureyri
hafa tekið höndum saman, til að
gera áhrif »íslenzku vikunnar«
sem sterkust og víðtækust. Mun
það gleðja alla sanna íslendinga
og verða þjóðinni til ómetanlegs
gagns.
Sveinbjöm Jónsson.
o------
Annast allskonar
málun,
bæði utan húss og innan.
t
itaá
Styðjið nú íslenzkan iðnað.
Eg hefi afar fjölbreytt úrv al af allskonar
sælgætisvörum, hreinlætisvorum, drvkkjarvörum o. m. tl.
VBRÐIÐ AÐ ÖL-IiU SAMKEPNISFÆRT.
GUÐBJÖRN BJÖRNSSON.
JÓN ÞÓR.
PQKABUXUR
(Plus Fours).
Ódýrastar hjá
Sæmundi klæðskera.
* SMÍÐA *
eftir innsendum teikningum og máli
allskonar glugga úr járni.
Einnig þakglugga á bárujárnsþök. Ennfremur eftir pöntunum:
Grindur yfir leiði, stigahandrið og hliðgrindur.
Par að auki allskonar járnsmíði.
fárnsmíðaverkstœði Steindórs jóhannessonar.
Sími 152, Akureyri, Pósthólf 12,
Vinnustofa
Eypórs Tómassonar
Strandg. 3 (Gamla*Bio) Akureyri
Annast hverskonar verkstæðis-
vinnu sem er. Líkkistur smíð-
aðar með litlum fyrirvara.
Séð um húsabyggingar.
Góð vinna! Gott verð!
Barnaleikföng
af fjölbreyttum, smekklegum
gerðum smíða eg eftir pöntun-
um. Sýnishorn ávalt fyrirliggj-
andi, Kaupmenn og kaupfélög,
biðjið um sýnishorn og verðskrá*
Skarphéðinn Ásgeirsson
Oddeyrargötu 36, Akureyri.