Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 8

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 8
6 H V Ö T Skáldskapur -.11~|- - frædsla - _Ll_ íslenzk tunga Ritstjórn Hvatar sneri sér til þriggja þjóðkunnra manna, þeirra Rannveigar Þorsteinsdóttur alþingismanns, sr. Em- ils Björnssonar og Gunnars M. Magn- úss rithöfundar og lagði fyrir þá þrjár eftirfarandi spurningar: ( 1. Hver teljið þér einkenni nútíma íslenzks skáldskapar? 2. Teljið þér, að taka beri upp aukna bindindisfræðslu í skólum? 3. Alítið þér, að seta herliðsins muni hafa áhrif á íslenzka tungu? Þremenningarnir urðu góðfúslega við beiðninni, og færir ritstjórn Hvat- ar þeim beztu þakkir fyrir. Fyrst gefum við Rannveigu Þor- steinsdóttur alþingismanni orðið: 1. Ég vil helzt segja sem minnst fræðilega um skáldskap. Ég veit um skáldskap, eins og ég t. d. veit um málverk eða hljómlist, hvenær mér þykir eitthvað fallegt, en ég kann ekki að skilgreina það nánar. Hitt veit ég, að svonefndur atómskáldskapur er nýtt fyrirbrigði í íslenzkum skáldskap, en ég er svo gamaldags, að ég á erfitt með að telja slíkt til skáldskapar. 2. Það er skoðun mín, að ef við ætlum að efla bindindi og hófsemi í meðferð áfengra drykkja, þá verði það m. a. að gerast með fræðslu, því að það er nauðsynlegt, að þjóðin fái þann þroska, að hún skilji, að ofnautn áfengra drykkja er óskynsamleg og óholl. Af þessum sökum tel ég bindindis- fræðslu höfuðskilyrði í baráttunni gegn áfengisbölinu, og slík fræðsla á fyrst og fremst að fara fram í skól- um landsins, bæði vegna þess að þar eru möguleikarnir beztir til þess að koma slíkri fræðslu að, og vegna þess, að það er hættulegast af öllu, ef ungl- ingarnir verða áfengisbölinu að bráð. Jafnframt er með bindindisfræðslu í skólum sérstaklega hægt að ná til margra, sem í framtíðinni hafa að- stöðu til að móta viðhorf þjóðarinnar til bindindismála. Ég svara því spurningunni hiklaust játandi. 3. Seta herliðsins í landinu er mikið vandamál fyrir íslenzku þjóðina, en vandamál steðja að á öllum tímum, og skiptir þá oft mestu, hvernig á þeim er tekið af þjóðinni sjálfri. Það er að miklu leyti á okkar valdi, hvort við látum utan að komandi áhrif skaða íslenzka tungu, sbr. dönskuna, eða það dansk-íslenzka hrognamál, sem eitt sinn var mál fjölda Reyk- víkinga. En áhrif þau, sem við verð- um fyrir nú frá umheiminum, eru margvísleg og seta herliðsins, hvað það snertir, aðeins einn liðurinn í þeim

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.