Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 12

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 12
10 H V Ö T Hjörtur Guömundsson: Síðasti geisli dagsins er horfinn af þili mínu. Vafinn draugslegu húmi syrgi ég líf mitt og hrópa nafn þitt út í tilveruna. I fjarska eygi ég mynd þína og draumana dánu. Einhvers staðar milli draumsins og vökunnar eigra ég innan um rústir fallinna borga og tár forlaganna. Lífið er und- arlegt, en tilvera mín er sérkenni- legust. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir henni, en aldrei komizt að neinni niðurstöðu. Ég hef horft á hallir drauma minna falla, endalok lífsins. Ótti og myrkur hafa togazt um sálu mína. Það, sem mér var helgast, hrundi. Nafn þitt tilbið ég, og á göngu minni skynja ég návist þína. Eins og myrkur lífsins, sem umlykur mig, skynja ég þína ljósu lokka, er bylgj- ast niður á enni, augun bláu og dreymandi, sem.minna á sakleysi og fegurð lífsins. Litla stúlku, sem skil- ur ekki lygi, tortryggni og svik lífs- ins, saklausa eins og sakleysi barns- sálarinnar getur orðið fullkomnast. I einveru lífs míns, einhvers staðar milli draumsins og vökunnar, sé ég skugga þinn nálgast mig. Ég sé hann hægt og hljótt koma nær og nær. I fjarska heyri ég skóhljóð þitt, þetta létta og þýða fótatak, og ég hrópa nafn þitt út í ógnþrungið næturhúmið. Ennþá sé ég skuggann líða um þilið ofan við rúm mitt. Skuggann þinn. Hann veitir mér styrk í viðkvæmni Hjörtur Guðmundsson er fæddur og uppalinn í einni fegurstu sveit norðanlands. Lögheimili Lýtingsstaðir í Skagafirði. Lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks vorið 1949. Stund- aði síðan farkennslu, en dvelur í vetur við nám í Kennaraskóla íslands. Fæst við rit- störf, og hafa birzt eftir hann kvæði í Tím- anum og fleiri ritum. Hefur lagt stund á Esperantónám. einveru minnar, og aðeins hann gefur lífi mínu gildi. Skugginn þinn. x Lífið er skuggalegt, en eini ljósi depill þess er minningin um þig, sem er mín dýrasta eign og enginn megn- ar frá mér að taka. Nú er öll birta horfin úr huga mín- um og allar dýrlegar vonir dánar. I loftinu greini ég undarlega liti og blóðlitaða skugga, er leika eftir gólf- inu. Hjarta mitt skelfur. Ég hræðist eins og saklaust barn, en til hvers er að kvarta? Nú er síðasta stjarnan á himni horfin augum mínum, og ang- an mjaðarjurtarinnar frá lækjarbakk- Skugginn þinn

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.