Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 18

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 18
16 H V Ö T Þórarinn Árnason, Menntaskólanum: Brot úp ferðasögu Selsferð fer í hönd. Sjötti bekkur, eða a. m. k. kjarn- inn(!) úr sjötta bekk Menntaskólans í Reykjavík, hefur safnazt saman við austurdyr skólans og hefur lagt til hliðar svefnpoka sína og nestisskrín- ur, þeir sem þá hafa þær með sér, og bíða þess að geta komið þessum hlutum í örugga geymslu langferða- bílanna, sem eiga að skila þessu fríða liði heilu og höldnu á áfangastað. Loksins er því stússi lokið, og ,,út- lagarnir“ koma sér fyrir í ,,skipum“ þjóðveganna, eins notalega og þeim er unnt. Æðsti valdsmaður skólans kemur og kynnir sér, hvort allir fara, sem hafa skrásett sig til fararinnar. Þar með er öllum undirbúningi lokið, og hópurinn leggur af stað í fylgd tveggja kennara í tveimur álitlegum bifreið- um. Fyrr en varir er komið út fyrir bæ- inn, og það, sem eftir er leiðarinnar, mætir auganu landslag, sem flestum er svo alkunnugt, að það væri að- eins til leiðinda að fara að lýsa því hér. Við horfum ekki heldur mikið á umhverfið, þar sem enn er skamm- degi. Auðvitað reyna menn á allar lundir að stytta stundirnar, meðan á ferðinni stendur. Sumir reyna að spjalla eða syngja saman, aðrir dunda við að lesa skáldsögur, vandaðar eða lélegar, tímarit eða blöð. Þeir, sem eru svo heppnir að sitja sérstaklega rúmt, reyna jafnvel að spila á spil. Við leggjum nokkra lykkju á leið okkar til að skoða Sogsvirkjunina nýju og finnst mikið til þess mann- virkis koma. Síðan er aftur haldið af stað og komið í selið á áttunda tímanum. Við berum inn föggur okk- ar og komum þeim til bráðabirgða fyrir á gangi inn af dyrunum. Þá er næst að snæða. Nefnd nem- enda sjálfra hefur séð fyrir matvæl- um, en hver einstakur getur drýgt hjá sér með eigin nesti, ef hann vill. Ekki líður á löngu frá kvöldverði, þar til hafizt er handa um skemmti- atriði. Þau eru með hinu ólíkasta sniði, leikþáttur, upplestrar, söngur o. fl. og verður því ekki lýst nánar hér. Þess skal aðeins getið, að þau fá góð- ar undirtektir. Síðan er dans stiginn fram eftir nóttu, og er þátttaka í honum almenn. Þrír ágætir bekkjarbræður gegna störfum hljóðfæraleikara og þykir fara það vel úr hendi. Lítils háttar lát verður á dansi, er menn fá sér kvöld- hressingu, en síðan heldur gleðskap- urinn áfram. Það er orðið í meira lagi áliðið, þegar við loksins göngum til hvílu. Karlmennirnir sofa á gólfi niðri í svefnpokum. Aðeins betur er búið að kvenfólkinu uppi á lofti. Deginum eftir er varið til ýmissa

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.