Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 20

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 20
18 H V Ö T Árni Óla: Ferðamenn og vínveitingar Síðan dómsmálaráðherra afnám, góðu heilli, undanþágur til vínveitinga og tók jafnframt vínveitingaleyfið af Hótel Borg frá áramótum, hefur mik- ið verið rætt um vínveitingar í blöð- um og á mannfundum. Hafa þar mjög haft sig í frammi þeir, sem helzt vilja að öll vínveitingahús fái vínveitinga- leyfi, meðal annars vegna þess, að það muni auka straum ferðamanna hing- að til Islands, en aftur á móti muni hann alveg stöðvast, ef ferðamenn- irnir geti ekki fengið vín alls staðar. Þessi röksemdafærsla er í sjálfu sér afkáraleg, og móðgandi fyrir ferða- menn. Þeim eru með þessu gerðar getsakir og óvirt sú þekkingarþrá, sem knýr menn til að ferðast land úr landi, til þess að kynnast þessari merkilegu jörð, sem vér byggjum. Hér er einnig verið að niðra hinni sönnu ferðamenningu. Þegar menn taka ákvörðun um eitthvert ferðalag, þá eru þeir ekki að velta vöngum yfir því hvað þeir fái að eta og drekka á leiðinni. Það er aukaatriði, sem eng- inn sannur ferðamaður gefur hinn rninnsta gaum, nema því aðeins að hann verði að nesta sig sjálfur. En hann athugar vandlega hvaða gagn hann geti haft af ferðinni, hvers þekk- ingarauka hann muni geta aflað sér og hverjar horfur eru á því, að margt nýtt og merkilegt muni fyrir augu bera. Hingað koma ferðamenn vegna þess að þeir hafa heyrt að Island sé merki- legt land. Þeir koma hingað til þess / að kynnast stórbrotnu landslagi, foss- um og fjöllum, jöklum með eld í barmi, hraunum og hverum og heit- um laugum. Þeir koma til að kynn- ast hinni dásamlegu náttúrufegurð náttleysunnar, þegar landið er í hin- um glæsilegustu litklæðum og loftið er eins og gull og eldur. Þeir koma til að kynnast lifnaðarháttum lítillar þjóðar, sem megnað hefur að vernda menningu sína við hin erfiðustu lífs- kjör. Þetta erindi eiga ferðamenn hingað og það er skylda okkar að stuðla að því, að þeir hafi sem mest gagn af komunni. En ráðið til þess er ekki að hampa framan í þá ,,Svartadauða“. Áfengi og ferðamenning á ekki sam- an. Þetta verður þeim mun ljósara eftir því sem samgöngur aukast og ferðamönnum fjölgar. Þeir, sem tönnlast á áfengi fyrir ferðamenn, hafa alls ekki gert sér ljóst, hver reginmunur hefur orðið á ferðalögum á þessari öld. Á árunum fyrir styrjaldirnar ferð- uðust ekki aðrir en auðmenn. Nú ferð- ast allir. Og langsamlega mestur hluti þeirra, sem nú fylla skip og flugvélar á sumrin, er fátækt fólk, sem hefur lagt hart að sér og sparað til þess

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.