Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 23

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 23
H V ö T 21 Frá 21. þingi S. B. S. 21. þing Sambands bindindisfélaga í skólum var haldið í Kennaraskólan- um dagana 22. og 23. nóv. 1952. Þing- ið sátu 55 fulltrúar frá 11 skólum af 15, sem í sambandinu eru. Fráfar- andi form. Óli Kr. Jónsson setti þing- ið með stuttri ræðu. Þingforsetar voru skipaðir Valdimar Örnólfsson og Jóhann Ragnarsson, en þingritarar Helgi Seljan og Sigurður Sverrisson. Skýrsla sambandsstjórnar var lögð fram. Samb. gekkst fyrir allvíðtækri bindindisfræðslu í skólum 1. febr. og handknattleiksmóti 19.—22. marz. Samb. fékk einnar klst. dagskrá í kvölddagskrá Ríkisútvarpsins 1. febr. Þá hélt það skemmtun að Röðli 1. febr. og kynningarkvöld í Gagnfræða- skóla Austurbæjar 22. marz. Sam- bandið gaf út blaðið Hvöt í félagi við f.F.R.N. (íþróttabandalag framhalds- skóla í Reykjavík og nágrenni). Fjár- hagur Samb. var með betra móti, enda fékk það 15 þús. króna ríkisstyrk. Þingið fjallaði um ýmis mál varð- andi starfsemi S. B. S. Urðu umræð- ur miklar og oft fjörugar. Nú komu í fyrsta sinn til fram- kvæmda hin nýju lög samb. um tó- baksbindindi. M. a. ályktana samþykkti þingið eftirfarandi: 1) 21. þing S. B. S. mótmælir frumv. því til áfengislaga er nú liggur fyrir Alþingi. Vísar þingið til mót- mæla Stórstúku íslands og tekur undir þau í einu og öllu. 2) 21. þing S. B. S. telur brýna nauð- syn á öflugri baráttu gegn reyking- um og annarri tóbaksnautn. Heitir þingið á íslenzka æskumenn að efla samtök um tóbaksbindindi. Einkum er skorað á ungmenna- og íþróttafélög að taka einbeitta afstöðu gegn tóbakinu. 3) 21. þing S. B. S. heitir á alla kenn- ara í landinu að styðja bindindis- starfið í skólum með ráðum og dáð. Telur þingið þá eigi minnst um vert, að kennararnir séu sjálf- ir bindindismenn á vín og tóbak og nemendum sínum þannig til fyrirmyndar. 4) 21. þing S. B. S. færir fræðslu- málastjóra þakkir fyrir áhuga og velvild, er hann hefur jafnan sýnt sambandinu. 5) 21. þing S. B. S. væntir þess, að styrkur sá, sem veittur hefur verið S. B. S. undanfarin ár, haldist óbreyttur. Leyfir þingið sér í þessu sam- bandi að benda á það mikla gagn, sem S. B. S. vinnur með útbreiðslu bindindis meðal æskufólks. Stjórn S. B. S. skipa nú: Form.: Helgi Seljan, Kennaraskól- anum. Varaform.: Árni Stefánsson, Menntaskólanum og meðstjórnendur: Árni G. Finnsson, Verzlunarskólanum, Bryndís Þorleifsdóttir, Kvennaskólan- um, Einar Þór Þorsteinsson, Háskól- anum. Eftirlitsmaður samb.: Þorvarð- ur örnólfsson, kennari. Varastjórn:

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.