Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 14

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 14
12 h v ö t Helga Erla Hjartardóttir: FRÁ SJÖNARHÓLI KVENNASKÓLANEMA Ég vil leyfa mér að geta þess í upphafi, að skoðanir mínar í bindind- ismálum eru ekki ofstækiskenndar á neinn hátt. Ég er hvorki stúkusystir né í hópi þeirra, sem mæla með áfengi og tóbaki. Það skal að vísu viður- kennt, að neyzla áfengis og tóbaks eru að mörgu leyti vandamál. En það er ekki vandamál fyrir mig, nema ef til vill mjög óbeint. Ég drekk ekki, og ég reyki ekki, og á hinn bóginn hef ég ekki orðið að þola neina áreitni eða áhyggjur vegna þeirra, sem það gera. Líklega myndi ég ekki geta sagt þetta, ef ég væri gift, því að margar eiginkonur eiga um sárt að binda vegna drykkjuskapar, og mót- ast skoðanir þeirra af því. Sú er enda raunin, að áfengið á sér fleiri formæl- endur meðal karla en kvenna, og mun ég einkum hafa karlkynið í huga, er ég fjalla um þessi mál hér á eftir. Það er vissulega ráðgáta, hvers vegna menn leggja sér áfenga drykki til munns. Nú játa allir, að áfengi er eitur. Það skaðar líkamann, enda fara menn ekki varhluta af því, þeg- ar þeir vakna eftir ölæðiskvöld. En þó að náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Hjá sumum er vikan varla liðin, þegar þeir byrja að hella eitrinu ofan í sig á ný. Sál- könnuðir og læknar tala í þessu sam- bandi um skapgerðarveilur manna, efnaskort o. s. frv., en sjálfir segja drykkjumennirnir, að vínið sé hress- ing, sem lyftir þeim úr skuggum og hversdagsleika hins daglega strits upp í hásæti gleðinnar og bjartsýninnar. Þeir telja og, að vínið treysti vina- böndin, enda þótt þess séu fjölmörg dæmin, að ölvun valdi friðslitum. Vafalaust hafa báðir, fræðimennirn- ir og vínmennirnir, nokkuð til síns máls. Víst er um það, að vel get ég unnt mönnum að dreypa í áfengi og létta af sér áhyggjunum, ef hátterni þeirra þarf ekki að bitna á öðrum. En þarna er einmitt komið að megin- hlið málsins. Þeirri, sem gerir áfengið að almennu vandamáli. A ég auðvitað fyrst og fremst við það fjárhags- og friðartjón, sem heimilin bíða við áfengisneyzlu föðurins, jafnvel þó að í svokölluðu hófi sé. Þegar öllu er á botninn hvolft, er áfengi þó hlutur fyrir karlmenn að glíma við. Það er að vissu leyti lærdómsríkt að veita því athygli, að í viðureigninni við vínið gera menn ýmist að sigra eða falla. Bakkus er refsivandur guð. Þeir, sem gæta með- alhófs, fá að launum þá kátínu og vel- líðan, sem vínið getur veitt. Hinir, sem fara út fyrir takmörkin, sæta oft hinni bitrustu meðferð: fjártjóni, Helga Erla Hjartardóttir er fædd 2. jan. 1935. Lögheimili Álfa- traðir í Hörðudal í Dalasýslu. Stundar i vet- ur nám í 3. bekk Kvennaskólans í Reykja- vík.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.