Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 22

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 22
20 H V Ö T þessum gestum og gera þeim dvölina ódýra við þeirra hæfi. Hver sá þetta fyrst? Ekki hinir ráðandi menn né veitingamennirnir. Það voru sviss- nesku konurnar. „Zuricher Frauenver- ein“ hefur nú komið upp rúmlega 30 ódýrum gististöðum víðs vegar um landið, og er þar hvergi veitt áfengi. En aðsókn hefur verið mikil eins og sjá má á því, að í fyrrasumar voru tekjur þessara gististaða sem svara mundi 10 milljónum íslenzkra króna. Það er miklu skemmra síðan ferða- mannastraumur fór að beinast til Nor- egs, en samt héldu Norðmenn — og halda margir enn —— að ekki sé hægt að taka á móti ferðamönnum nema því aðeins að hafa dýr gistihús, þar sem áfengir drykkir sé á boðstólum. Þess vegna sagði kunnur norskur læknir í gamni: „Ferðamennirnir verða að fá öl og vín og brennivín til þess að þeir geti notið náttúrufeg- urðar Noregs“. Seinustu árin hafa Norðmenn þó rekið sig á það, að þetta er ekki ein- hlítt. I ferðamannastraumnum eru ekki eintómir stórjaxlar. Meginþorri allra ferðamanna er fátækt fólk, sem kemur til þess að sjá náttúrufegurð Noregs án þess að vera með áfengis- glýju í augum. Talið er að í Noregi sé nú 2000 gistihús og veitingahús. Af þeim eru um 300 eign bindindissamtaka, kristi- legra félaga, ungmennafélaga o. s. frv., og þar eru hvergi áfengisveitingar. Af opinberum skýrslum um ferða- mannastrauminn til Noregs sumarið 1951 má sjá, að þá hefur aldrei verið húsfyllir hjá hinum stóru gistihús- um, þar sem nóg áfengi var á boð- stólum. Rúmlega helmingur allra er- lendra ferðamanna sóttist eftir að fá inni á hinum ódýrari gististöðum og einkum þar sem vín var ekki veitt. Ungmennafélögin nota sjálf skála sína mjög mikið, en samt fór nú svo þetta sumar að rúmur helmingur af gestum þar var erlendir ferðamenn. — Hvað getum vér lært af þessu? segir Olav Horneland rektor í Osló í grein um móttökur ferðamanna í Noregi. Sýnir það ekki einmitt að stórkostleg breyting er að verða á ferðafólkinu? Þessar tölur sýna, að fjöldinn allur af þeim útlendingum, sem heimsækja oss, á fullt í fangi með að greiða ferðakostnaðinn og get- ur því ekki leyft sér neitt óhóf. Þetta verða þeir að hafa í huga, sem ætla að taka á móti ferðamönnum í fram- tíðinni. Þeir verða að skilja þá stað- reynd, að hin vínlausu gistihús hafa miklu hlutverki að gegna fyrir ferða- menn nú á dögum. Og þeir verða að taka tillit til þessa gagnvart öllum þorra hinna erlendu gesta. Af þessu mættum vér Islendingar skilja, að til þess að taka á móti aukn- um straum ferðamanna, verðum vér að koma upp fleiri ódýrum gististöð- um, en ekki mörgum vínveitingastöð- um.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.