Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 24

Hvöt - 01.03.1953, Blaðsíða 24
22 H V Ö T Erla: Glugginn minn snýr- til fjallanna. Mér verður litið á gráa dalalæðuna þoka sér hægt í mjóu belti út hlíð- arnar, þær bera liti hins líðandi sum- ars. Niður árinnar heyrist í fjarlægð, djúpur, óendanlegur og ákveðinn. Skýjabólstrarnir taka á sig furðumynd- ir á björtum himninum, en hópur helsingja flýgur í odda til suðurs. Söngur þeirra er angurvær eins og kveðjulag. Eigi að síður er þetta sum- ardagur, sá síðasti í röðinni í þetta sinn, að því er mér finnst. Ferð minni er heitið að heiman til skólans. Eftir tvo tíma legg ég af stað. í morgun þurfti ég enga vekjara- klukku. Glaðvakandi settist ég við gluggann og horfði á lóurnar hópa sig á túninu. Flöktandi vængjatak þeirra og einmanalegt kvak rýfur morgunkyrrðina. En einnig það hverf- ur inn í þys dagsins. Morgunninn líður. Ég kveð pabba og mömmu, — skæli ekki, því að ég er orðin of stór. — Og áður en ég veit af, er ég skorðuð aftan á vöru- bíl með föggur mínar kringum mig, og bíllinn heldur af stað áleiðis til þjóðvegarins. Við sitjum á töskum okkar við örlygur Hálfdánarson, Samvinnuskól- anum, Jakobína Axelsdóttir, Kvenna- skólanum, Guðjón E. Jónsson, Kenn- araskólanum. Helgi Seljan. vegamótin og bíðum. Eftir skamma stund þýtur langferðabíll vestur hæð- ina, hann stanzar, og við gerumst far- þegar meðal fólks, sem horfir bros- andi fram á veginn og á fá ár að baki. Það er æska Reykjavíkur, smá- vaxið fólk, með ljósa kolla, sólbrennd andlit og sigg í lófum, hlæjandi, trall- andi, hrópandi, syngjandi æska, sem í sumar sótti kýr og elti kálfa uppi í sveit. Og áfram höldum við. Bílar æða framhjá og þyrla mekki ryks upp úr skráfþurrum veginum. Skyndimyndum bregður fyrir bílrúðuna. Skógarkjarrið meðfram veginum bærist fyrir gol- unni. Heildarsvipur þess er fölgulur, og sölnuð blöðin fjúka til líkt og fis. I fjallskriðu stutt frá standa nokkrar kindur og narta þúfnakolla, sem standa upp úr gráum sandi. Þær líta ekki upp, er bíllinn fer framhjá. Hug- ur þeirra er ekki bundinn við hraða eða hávaða þessa ferlíkis. Ef til vill hugsa þær um daga sumarsins, er þær áttu í kyrrð öræfanna. Bæir með rauðum þökum og hvitar hliðar eru með stuttu bili á leið okkar. Upp úr strompum þeirra stígur blágrár reyk- ur, er líður síðan út í himinhvolfið. Stórt hús með nafni sínu stórum stöf- um á fremstu hlið stendur við veginn, þar stanzar bíllinn stutta stund, og aftur er haldið áfram. Degi er tekið að halla. Rauðgullinn bjarmi sólarinnar speglast í sléttum firðinum. Septemberrökkrið verður

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.