Austri - 16.12.1993, Síða 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi.
Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaöir,
pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson.
Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir.
Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum.
Austri kemur út á fimmtudögum.
Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga.
Efni skal skila á diskum eða vélrituðu.
Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
A
jólaföstu
Nú nálgast jólahátíðin og undirbúningur fyrir þessa
mestu hátíð ársins stendur sem hæst. Margir hugsa til
bernsku sinnar á jólum, og börnin upplifa þessa hátíð
af þeirri einlægni sem þeim er lagin.
Hver fjölskylda skapar sér sína siði og hefðir á jól-
um, og margir eru íhaldssamir á breytingar.
Þó hefur í þessu efni orðið bylting eins og í svo
mörgu öðru, og teknir hafa verið upp á síðari árum
jólasiðir sem nú þykja ómissandi og tilheyra neyslu-
þjóðfélaginu. Það þykir enginn maður með mönnum
nú nema fara í jólahlaðborð, og neyta jólaglöggs á
vinnustað. Þetta var ekki fyrir hendi til skamms tíma.
Einn siður sem nú hefur rutt sér til rúms er ánægju-
legur og fylgir kirkjulegu starfi, en það eru aðventu-
samkomur sem haldnar eru í fjölmörgum kirkjum.
Tónlist og kórsöngur skipar veglegan sess í þessum
samkomum og börn taka virkan þátt í mörgum þeirra.
Þetta er ánægjulegur og gefandi siður ekki síst fyrir þá
sem taka þátt í undirbúningnum. Þetta er einn af já-
kvæðustu þáttum í starfi kirkjunnar og góð viðbót við
jólaundirbúninginn.
Það fylgir nútímamanninum að níðast á verðmætum
og bæði huglægum og áþreyfanlegum. Sá siður er
hvimleiður að ofnota hina fallegu jólasálma sem eru
tengdir jólahátíðinni sjálfri í hugum margra, og spila
þá í verslunum í ys, þys og erli, jafnvel í byrjun desem-
ber. Leiðarahöfundur heyrði fyrri hluta desember þá
perlu “Heims um ból” í hljómflutningstækjum í stærstu
verslunarmiðstöð landsins og undirleikurinn var ys og
erill fólks í jólainnkaupum. Lofið að minnsta kosti
þessum fallega og helga sálmi að vera í friði þangað til
á jólahátíðinni sjálfri. Þetta er hógvær krafa.
Við reynum eftir föngum að vanda til jólablaðs
Austra og vonum að sem flestir finni þar eitthvað til
þess að líta í yfir jólahátíðina. Starfslið blaðsins hefur
sem endranær unnið vel, en slíkt blað kostar mörg
handtök.
Lesendum Austra og landsmönnum öllum eru færðar
bestu óskir um gleðileg jól og frið og farsæld. J.K.
Jólablað 1993
38. árgangur, 46. tölublað.
Verð kr. 300.- í lausasölu.
Forsíðumyndin að þessu sinni, ,,Reyðarfjörður“, erfengin að láni
hjá Sigrúnu Guðnadóttur á Egilsstöðum. Myndin, sem er eftir
Marinó Má Marinósson, blaðamann Austra, er unnin með air
brush.
Myndin á baksíðu er afSnœfelli, tekin afÞráni Skarphéðinssyni.
Nœsta tölublað kemur út strax eftir áramótin. Aramótakveðjur og
annað efni í það blað þarf að hafa borist eigi síðar en 29. des-
ember nk.
Egilsstaðakirkja
Aðfangadagur 24. des.
Aftansöngur kl. 18.
Miðnæturmessa kl. 23.
Gamlársdagur 31. des.
Aftansöngur kl. 18.
Bakkagerðiskirkja
Borgarfirði
Annar í jólum 26. des.
Hátíðarmessa kl. 14.
Vallaneskirkj a
Jóladagur 25. des.
Hátíðarmessa kl. 14.
A LANDINU BLAA - Smásögur og þættir - Urval
Afmælisbók Jónasar Árnasonar
Fáir íslenskir höfundar hafa notið meiri vinsælda en Jónas
Árnason. í tilefni af sjötugsafmæli Jónasar kemur nú út úrval af
smásögum og þáttum hans. Honum hefur tekist að draga upp
svipmyndir sem seint gleymast. Hlý kímni hans er grátbrosleg,
oftar í ætt við gáska og kæti en kaldhæðni. Skemmtileg bók sem
margir munu fagna. Ólafur Haukur Árnason bjó bókina til
prentunar og ritar formála um höfundinn og skáldskap hans.
Verð: 3.420,- HÖRPUÚTGÁFAN
STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES
SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVÍK
HÁLSÚR & VASAÚR
Medic Alert
GEFÐU LÍFINU GILDI
Lionsklúbburinn Múli
Tvær ferðir íviku!
Brottför úr Reykjavík:
þriðjudaga og föstudaga.
Afgreiðsla á Landflutningum.
Sími 91-685400.
Bílasímar:
KT-232 sími 985-27231
U-236 sími 985-27236
U-2236 sími 985-21193
SVAVAR & K0LBRÚN
sími 97-11953/sími 97-11193
700 Egilsstöðum
Erum klárir í
þorrablótin!
Sanngjarnt verð
miðað við gæði!!
Upplýsingar í síma 97-11130,
Valgeir, e.kl. 18:00.
Ný bók frá Hörpuútgáfunni
Gullhjartað
Gullhjartað er eftir danska rit-
höfundinn Erling Poulsen. Þetta
er 18. bókin í bókaflokknum “-
Rauðu ástarsögumar”. Sagan er
af ungri stúlku og unnusta henn-
ar sem var gítarleikari í frægri
popphljómsveit. Á bókarkápu
segir m.a.: “Hún stirðnaði upp
ERUNQ POULSEN
- SVISSNESK GÆÐAVARA -
SÍMI 97-12020 / 1J.606 FAX 97-12021
LAGARAS 8 - POSTHOLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR
Birta Einarsdóttir úrsmiður - Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur
og fann að einhver horfði á hana
stingandi augnráði. Magnþrota,
lamandi tilfinning lagðist yfir
hana. Skyndilega heyrði hún að
garðstofudymar voru opnaðar.
Einhver hafði brotist inn í húsið.
Hún sneri sér við rak upp skelf-
ingaróp.. “Enn einu sinni skrifar
Erling Poulsen hörkuspennandi
ástarsögu um ungt fólk og mál-
efni sem mikið hafa verið í um-
ræðu hér á landi.
Þýðandi er Skúli Jensson.
Prentvinnsla og bókband er unn-
ið í Odda hf.