Austri


Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 7

Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 7 Systkinin Sandra Ósk og Gunnar Sigurður. Myndin er tekin í byrjun júní, daginn eftir komu Gunnars til landsins. A Indlandi voru börnunum gefin nöfnin Amutekka og Amubhav. Slöngutemjarar verða ekki daglega á vegi Egilsstaðabúa. Magnús festir einn áfilmu. legu, eins stendur félagið fyrir jóla- trésskemmtun. Svo eru auðvitað haldnir fundir sem við getum ekki sótt vegna fjarlægðar. Við sem fór- um saman í fyrri ferðina til Ind- lands höfum alltaf reglulega sam- band, en ein hjón í hópnum voru líka með okkur í seinni ferðinni”. Magnús: “Ég verð að segja að mér finnst að í þessu þjóðfélagi okkar sé farið með ættleiðingar eins og feimnismál. Ég les t.d. mikið norsk blöð, og í þeim er mikið um grein- ar, bæði um ættleiðingu og viðtöl við fólk sem hefur ættleitt böm, en hér er eins og megi ekki nefna þessi mál. Ég held að margt fólk sem hefur áhuga á ættleiðingu viti varla hvert það á að snúa sér og vil benda því á að hafa samband við félagið Islenska ættleiðingu. Félag- ið bendir þá gjarnan á einhverja til ráðgjafar sem búnir eru að ganga í gegnum þetta allt. Við höfðum á sínum tíma, eftir ráðleggingu frá félaginu, samband við fólk á Sel- fossi sem hjálpaði okkur heilmikið og erum auðvitað sjálf tilbúin að aðstoða fólk ef það vill leita til okkar”. Er fylgst með bömunum eftir að þau koma til landsins? Svanfríð- ur:” Já við þurfum að senda reglu- lega skýrslu og myndir til forstöðu- konu barnaheimilisins í Kalkútta á Indlandi í fimm ár, þar af fyrstu tvö árin á þriggja mánaða fresti. Við skýrslugerðina hefur Guðgeir Ingvars- son, félagsmálastjóri verið okkur mjög hjálplegur og hefur raunar aðstoðað okkur mikið í þessu öllu saman. Chandana, forstöðukona barnaheimilisins fylgist mjög vel með börnunum og hefur meira að segja komið hingað til Islands nokkrum sinnum og kynnt sér að- stæður og er mjög ánægð með að ættleiða börn hingað. Við vorum svo heppin að hitta hana einu sinni þegar hún var hér á ferð. Það var mjög eftirminnilegt, því hún er mjög sérstök kona”. Nú er Sandra orðin 5 ára, hafið þið sagt henni frá hvaðan hún er upprunnin? Magnús: Já við höfum sýnt henni myndir og hún veit að hún er fædd í Kalkútta. Þegar við segjum henni frá Indlandi leggjum við mesta áherslu á að segja henni frá því jákvæða, en tölum minna um fátæktina og eymdina sem hluti landsmanna býr við. I Indlandi er mjög forn og merkileg menning og við leggjum áherslu á að fræða börnin um uppruna sinn á þann hátt að þau verði stolt af honum. AÞ Verslunarmannafélag Austurlands sendir félagsmönnum sínum og öðrum Austfirðingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarf liðins árs. I Ósíqim öttum viðskiptavinum okkar og starfsfóttq gCeðiCegrajóCa og farsceCcCar á íqpmanctt ári. ‘Þökjjum ánægjuCeg viðskipti á árinu sem er að Cíða. L Landsbanki Islands Útibúin á Austurlandi jóí! ‘Þötfffiim starfsfóífj tiísjós ofl íands góða samvinnu á árinu sem er að ííða. Skinney hf. Steinunn SF 10, Freyr SF 20, Skinney SF 30 Höfn, Hornafirði Sendum viðskiptavinum okkar og starfsfólki bestu óskir um gleðileg jól ogfarsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Hraðfrystihús Eskifjarðar Eskifirði V

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.