Austri - 16.12.1993, Síða 8
8
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Þórhallur Pálsson:
Að verja
Jakobsfífil
Nú þegar dagarnir styttast og
mjöllin þekur jörð hérna hjá mér í
útlandinu hvarflar hugurinn heim
til íslands. Ekki endilega til ís-
lenskrar nóvember - stemningar
með umhleypingum í veðurfarinu,
mannlífinu og pólitíkinni. Ég lifi
heldur á minningunni um sumarið
og þessar fjórar vikur sem ég
dvaldi heima í sumar.
Og þvílíkt sumar! Ekki er hægt
að segja að ferðafólkið hafi notið
veðurblíðu á Austurlandi í júlí
þetta árið. Svo mikill stöðugleiki í
veðurfari er sjaldgæfur á okkar
góða landi að ekki fáist einn sæmi-
legur dagur í heilan mánuð. Engu
að síður var gott að koma heim og
finna ilm og hljóm þess lands sem
á mig.
Svo margt nýstárlegt sem ber
fyrir augu! Og alltaf er verið að
byggja. Vegirnir batna, nýr flug-
völlur stendur tilbúinn og fólk
heldur áfram að byggja og fjár-
festa. Það var heldur ekki að sjá
nein fátæktarmerki á bílaflotanum.
Þórhallur Pálsson.
menningin, eins og ég þekkti hana
frá afa mínum, sem stakk haga-
lagðinum sem hann rakst á í vas-
ann. Ekki til að hirða ullina, heldur
vegna þess að það á ekki að láta ó-
þarfadót liggja á víðavangi. í því
felst ekki nein smámunasemi til að
geðjast öðrum, heldur sú sjálfs-
virðing að særa ekki sitt eigið auga
með ósóma. Margt fólk á slíka
Útsýni til Tindafjallajökuls.
Veltan heldur áfram. Þjónustan
batnar, allavega á Egilsstöðum,
sem er að verða meiri og meiri
verslunarbær. Nýjar búðir og fleiri
búðir. Stöðugt fleiri sækja sitt lifi-
brauð í að selja öðrum eitthvað, og
sækja það fast. Svo er komin
Kringla og áfengisverslun og
margt, margt fleira. Þessi nýju hús
eru snyrtileg og vönduð, og þó þau
fljúgist svolítið á, svona útlitslega
séð, þá er það ekki meira en ís-
lensk byggingamenning hefur mátt
þola hingað til.
Þeim mun erfiðara er að horfa
upp á útimarkaðafarganið, sem nú
virðist hafa flotið yfir öll velsæm-
ismörk. Nú er þessi furðulegi ó-
sómi beggja vegna aðalgötu bæjar-
ins, þetta óskiljanlega samsafn
skúra, tjalda, skærlitaðra plast-
belgja, borða og bekkja. Ut úr
gömlum vörugámi berast af mikl-
um styrk glamurtónar nýjustu út-
varpsstöðvarinnar, og í hröktum
pappakassa liggja hnípin og visin
kálhöfuð í norðankalsanum. Það
er engu líkara tilsýndar en að það
hafi farist flugvél á Fagradalsbraut-
inni, eða eitthvað annað skelfilegt
skeð. Hvað á allt þetta að þýða ?
Nógu slæmt var það áður, en mesta
furðu vekur að samtök bænda skuli
standa fyrir síðustu viðbótinni í
þessu uppátæki. Hvar er nú bænda-
sem allar ferðaskrifstofur vilja svo
gjarnan gera að féþúfu. Og þar
með er sú atvinnugrein orðin rétt
eins og fiskveiðarnar: Sóknin má
ekki verða of mikil, ef halda á því
stigi hæfilegrar rányrkju að ekki
saki síðar.
Þó er það þannig, meðal annars í
því landi sem ég gisti nú, að ferða-
þjónusta er eina atvinnugreinin
sem vex að mannafla. Og vaxtar-
broddurinn er ekki sá hluti starf-
seminnar sem byggist á landtraðki.
Allra mest vex ferðaþjónusta
byggð á menningarstarfsemi. Ef til
vill mun koma fram á sjónarsviðið
ný kynslóð Islendinga sem byggir
jöklafræðisafn og rann-sóknastofn-
un í jökulhlaupafræðum í Skafta-
felli, þar sem fólk getur komið og
séð undrin öll sem búa í þessu
landslagi: Skynjað stór jökulhlaup
og umbrot undir ísnum. Séð líkan
af landinu undir jökli. Slegist í för
með smalanum frá Skaftafelli á
leið heim af Möðrudalsfjöllum, eða
skessunni í Skaftafellsfjöllunum
sem Þorsteinn tól glennti sig í spor-
in eftir, með frægum afleiðingum.
Eða sundriðið vötnin með Þórbergi
vatnadaginn mikla. Það eru áhrifa-
miklar upplifanir, og ef litið er til
útlendra ferðamanna þá skynja þeir
kraftinn í slíkum hlutum. Hins veg-
I Morsárdal.
ar er þeim mörgum hverjum ís-
lenskur torfærutúrismi næsta óskilj-
anleg ósvinna. Þegar ég fór af landi
brott eftir allt of stuttan stans
heyrði ég þess getið að haldin væri
heræfing á Islandi. Stórar heyrúll-
ur væru fluttar inn á örfoka hálend-
ið til að andæfa uppblæstri. Uti hjá
Stokksnesi var saman komið eitt
þyrluhlass af rosknum heimavarn-
armönnum úr einhverri pennsyl-
vaníunni í Ameríku, til að verja eða
Mynd: Þórhallur Pálsson.
verjast. Þá laust þessari bjánalegu
hugsun niður í mig: Skyldu þessir
rosknu heiðursmenn frá fjarlægu
stórveldi, með fésið málað grænt,
norpandi úti á sandinum við
Stokksnes, geta varið einn lítinn
jakobsfífil? Hver getur annars
varið allar Eyrarósirnar okkar ?
Hvernig er yfirleitt hægt að verja
íslenska eyðisanda fyrir traðki allra
þeirra manna sem ekki skynja og
elska þetta land ?
Mynd: Þórhallur Pálsson.
smekkvísi til í orðfæri sínu, sem
betur fer.
Það má velta því annars fyrir sér
hvers vegna póstkort sem seld eru
á Islandi sýna nær alltaf bara ó-
byggðir eða þá fugla og blóm.
Næstum aldrei byggt umhverfi,
nema þá séð úr mörg þúsund feta
hæð!
Reyndar fór ég suður eftir
tveggja vikna dvöl á Egilsstöðum,
og naut sólar og útivistar sunnan
jökla. Þar um slóðir hafði þetta ó-
venjulega veðurlag haft þurrka í för
með sér, svo að moldin rauk.
Eyrarósin þekur breiðan aur
Morsárdals að sumri og gerir þenn-
an ótrúlega dal ótrúlegri en orð fá
lýst. Skrautplantan sem finnst víst
ekki annars staðar í Evrópu, en er
þekkt fyrir vestan okkur, eins og
straumöndin og himbriminn í
fuglalífinu. Þvílík óhemju auðæfi
sem þetta land á í fegurð!
Þegar ég gekk áleiðis inn í Kjós-
arbotn fór ég að velta því fyrir mér
hvílík forréttindi það eru að geta
verið þarna í friði og ró, geta geng-
ið lengi, lengi og bara andað að
mér öllum þessum ósnertanleika.
Túrismi er annars merkileg skepna.
Því fleiri sem finna upp á því að
labba inn íslenska morsárdali og
setja þar hver sitt litla spor, þeim
mun minna verður úr töfrunum,
Sendum öllum viðskiptavinum okkar
og starfsfólki
bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Kaupfélag Vopnfirðinga
Mjólkursamlag Vopnfirðinga
Sláturfélag Vopnfirðinga
Vopnafirði