Austri


Austri - 16.12.1993, Síða 9

Austri - 16.12.1993, Síða 9
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 9 Guðrún Sveinsdóttir: olastemning í fjöllunum í þessu spjalli mun ég láta hug- ann reika til æskuáranna heima á Borgarfirði eystra. Ég ætla gera grein fyrir því hvernig ég sá og skynjaði jólin og komu þeirra í landslaginu. - Og svo ætla ég að segja frá sögunum hennar ömmu. Hún amma gat sagt þannig frá æskuminningum sínum að nánast sjálfkrafa öðlaðist áheyrandinn hlutdeild í þeim heimi sem hún var að lýsa. Minnist ég þess hversu notalegt það var að koma inn til hennar í rökkrinu og heyra af henni þegar hún var lítil stelpa í Breiðu- vík í lok síðustu aldar. Hvannstóð, bærinn þar sem ég er fædd og uppalin, er innsti bærinn á Borgarfirði. Hann er í raun stað- settur í fjöllunum eða við rætur þeirra á þrjá vegu af fjórum. Að utan girti Hvolshóll fyrir útsýnið til Agústa Högnadóttir nírœð situr á rúm- stokknum með langömmubarn. þorpsins, Bakkagerðis. Þarna inn á milli fjallanna ætla ég að staðsetja mig núna og skynja með gleraug- um bamsins komu jólanna fyrir einungis 25 árum. Á þessum tíma var almennt ekki farið að skreyta hús að utan með jólaljósum og í huganum sé ég að- eins eitt eða tvö hús á Bakkagerði sem báru slfkt skraut eða punt eins og pabbi kallaði það. Uppsett jóla- tré voru engin og enn síður sáust þar jólasveinar á vappi með nammi í poka til að minna okkur á kaup- gleði þá er nú tilheyrir jólunum. Og þá var heldur ekki hægt að fara í Kringluna eða í Kleinuna til að sjá jólasveininn og tengjast honum í gegnum sælgætismola eða kara- mellu. Eitt það fyrsta sem minnti mig á að jólin væru í nánd var það sem ég sá í landslaginu eða fjallahringn- um. Þegar fyrst gerði föl á haustin eða snemma vetrar mátti greina klettabelti sem í huga barnsins markaði skýrar útlínur jólatrés. Já þarna var jólatréð í Miðfjallinu. Það var svo gaman að sjá það svona skýrt. Næsta fjall í fjallahringnum er Nónfjall eða Hvannstóðstindur sem oft er svo nefndur í daglegu tali. Á sama tíma og jólatréð var sett upp í Miðfjallinu skýrðust línur krossins í Nónfjallinu. Var eins og fjallið öðlaðist við það vissan helgiblæ og varð tilkomumeira að sjá og nutu Bakkgerðingar jafnvel góðs af. En hvar voru þá fylgifiskar jól- Guðrún Sveinsdóttir. anna Grýla og fjölskylda hennar? Á þessa fjölskyldu trúðum við statt og stöðugt. Hún bjó í Tindfellinu norður og upp af bænum. Hjóna- kornin, Grýla og Leppalúði, sáust svo greinilega og jólasveinarnir voru nokkuð lágvaxnari á bak við. í raun voru þetta tvær nokkuð gild- vaxnar og áberandi klettastrýtur sem voru fulltrúar gömlu hjónanna og minni tindar í bakgrunninum voru strákarnir þeirra. Ekki minnist ég þess að okkur systkinunum hafi beinlínis staðið ógn af tindum þessum,Grýlu og Leppalúða, enda voru þau alltaf kyrr á sínum stað. Það var nóg að kíkja fyrir fjóshorn- ið til að fá það staðfest, þar gnæfðu þau í fjarlægð. Hitt var svo annað mál að minni tindunum (jólasvein- unum) fækkaði stöðugt eftir komu Stekkjastaurs. Við systkinin töldum jólasveinana niður með hliðsjón af jólasveinabók Jóhannesar úr Kötl- um og fækkaði þá tindunum í réttu hlutfalli. Ekki rekur mig minni til að jólasveinarnir hafi neitt verið að þröngva sér upp á okkur með því að gefa okkur í skóinn og við vænt- um þess heldur ekki. Segir mér svo Jólatréð ífjallinu. Mynd: Pétur. hugur um að þessir jólasveinar hafi ekki gegnt störfum fyrir kaupsýslu- menn. Frá mínu ungdæmi hafa bú- og atvinnuhættir breyst ótrúlega mik- ið. Það er eins og störf jólasvein- anna hafi ekki farið varhluta af því. Virðast þeir flestir vera famir að starfa sem einhvers konar sölu- menn því þeir ætla sjálfsagt allir að græða. Miðað við stefnu ríkis- stjórnarinnar nú á síðustu og .... tímum þá kæmi mér ekki á óvart þó að reynt verði að flæma þá burt frá núverandi heimkynnum sínum og þeim boðið að búa í einhverri glerhöll í Reykjavík eða jafnvel að flytja til Evrópulandanna. Nú á dögum fá flest eða öll börn í skóinn og trúa að þar hafi jóla- sveinninn verið að verki. I einni bekkjardeild spurði kennarinn nemendur hvort þeir fengju ekki í skóinn. Hendur allra nemenda komu á loft nema eins. Er kennar- inn spurði nemandann af hverju hann fengi ekkert í skóinn þá svar- aði nemandinn fremur glaðhlakka- legur að mamma og pabbi trúi nefnilega á jólasveininn. - Ég hugsa að svo hafi þó ekki verið um mína foreldra. Þrátt fyrir návist Grýlu og niðja hennar þá vorum við systkinin býsna örugg og fækkun jólasvein- anna í Tindfellinu sagði okkur fyrst og fremst til um fjölda daga til hinnar sönnu jólahátíðar. Þó var ég aldrei alveg örugg um kindurnar í fjárhúsinu fyrir honum Stekkja- staur. Eftir því sem lífárunum fjölgaði hjá okkur systkinunum fór efinn um tilvist fjölskyldunnar í Tindfell- inu að gera vart við sig. Á þeim tíma minnist ég þess að nágranni okkar kom í heimsókn. Hann talaði mjög hratt og áttum við í mestu erfiðleikum með að ná því sem hann sagði. Eitthvað var hann þó að tala um ferð upp í Tindfjall og angandi tröllalykt. Við yngstu systkinin gripum þetta náttúrulega á lofti enda hefur þeim orðum væntanlega verið vísað til okkar. Þama var búið að bjarga barna- trúnni fram yfir ein jól í viðbót. Var það mjög ljúft. Dagamir fyrir jólin voru oft lengi að líða. Þá var kjörið að stytta tímann með því að fara inn í her- bergi til ömmu og hlusta á sögumar hennar. Var oft þröngt á rúm- stokknum hjá henni. Amma, Ágústa Högnadóttir, var fædd 1884 og ólst að mestu leyti upp í Breiðuvík við Borgarfjörð. Þar var sögusvið sagnanna. Við báðum hana um að segja okkur sömu sögurnar aftur og aftur. Það var eins og þær fengju aukið gildi og yrðu skýrari í huganum við hvert sinn. Núna finnst mér einna líkast því að ég hafi tekið mér far með ömmu til hins eiginlega sögu- tíma og staðar. Lýsingarnar hennar á umhverfinu, atvinnuháttum, heimilislífi og húsakynnum urðu svo raunverulegar. Þó voru lýsing- arnar á húsakynnunum mest fram- andi. Þai'na bjuggu þrjár fjölskyld- ur og voru bæjarhúsin í þyrpingu. Allt þetta fékk einhverja mynd í huganum. Húsaþyrpingin, sundin á milli bæjanna, skemman, baðstof- an, baðstofulífið og bæjargöngin voru alltaf sérlega spennandi. Einu sinni þegar amma átti leið fram bæjargöngin var för hennar skyndilega stöðvuð. Á móti henni stóð kona er hún bar ekki kennsl á. Var kona þessi bláklædd og breiddi út faðminn þannig að hún lokaði göngunum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að fangið var fagurlega skreytt gulli og gersemum. Naut Tindfell. Mynd: Pétur. amma sýnarinnar þar til konan hvarf skyndilega. Gerði amma sér grein fyrir að þessi kona var úr öðr- um heimi komin. Athyglisvert er að konan var blá- klædd en sjáendur sjá huldukonur jafnan bláklæddar. Sennilega hefur amma fundið eða skynjað þann kraft eða það seiðmagn sem borg- firsk fjöll eru sögð búa yfir. Átti amma eftir að sjá fleiri kon- ur úr öðrum heimi er báru þeirra einkenni. Einhverju sinni átti heim- ilisfólkið í Breiðuvík von á hús- freyjunni frá Brúnavxk. Sér amma konu koma ríðandi heim bæjartrað- irnar og fylgist með henni þar til hún fer í hvarf frá bænum. Stekkur þá amma til húsa og segir tíðindin. Kona þessi kom aldrei fram en hús- freyjan í Brúnavík kom tveimur dögum síðar. En seinna áttaði amma sig á því að söðull konunnar Krossinn yfir Hvannstóði. Mynd: Pétur. var öfugu megin á hestinum miðað við það sem tíðkaðist hjá konum almennt. Enn kemur þessi saga heim og saman við álfatrúna. Þar segir einmitt að söðull álfkvenna sé á vinstri hlið hestsins. Ekki fór þessi saga þó alveg rétt inn í koll hins unga hlustanda er sat á rúmstokk ömmu sinnar. Hélt hann að söðull væri hið sama og hnakkur. í hans huga sat konan því klofvega á hestinum og vísaði and- lit hennar í sömu átt og afturhluti hestsins. í Breiðuvík er grængolandi og djúp tjörn nefnd Nykurtjörn. Lýs- ingin á henni er enn ljóslifandi. Á melnum ofan við Nykurtjörnina var fiskhjallurinn hans Högna langafa. Bratt er af melnum og niður að Nykurtjöminni. Þar var sagður búa nykur og hræddust börnin í Breiðu- vík hann. Áður fyrr voru sögur af þessu tagi sagðar börnum sem víti til varnaðar. Þessar sagnir hafa mikið gildi fyrir mig nú á seinni árum. Því meira sem við vitum um umhverfi okkar, því tengdari erum við því. Sögurnar hennar ömmu hafa auð- veldað mér að lifa mig inn í gamla tímann og tengjast fortíðinni. Ég held að svona fræðsla sé börnum allra tíma nauðsynleg. Þá eru sög- urnar af huldukonunum í Breiðuvík mér afar kærkomnar því ég hef ekki séð á prenti álfasögur þaðan. Nema sýslumaðurinn er sagður búa í Sólarfjallinu sem er í Litlu-Vík handan Breiðuvíkurárinnar. Þannig að það er ekki ólfklegt að slíkar verur hafi verið þar á sveimi. Ekki veit ég af hverju aðdráttar- afl Tindfellsins stafaði. Ein skýr- ingin er sú að frumburður foreldra minna hafi skemmt sér við að segja yngri systkinum sínum framandi sögur. Önnur skýring er sú að “raunverulegt” líf búi í Tindfjallinu og það hafi dregið okkur til sín. Það er þó sama hver skýringin er, Tindfellið býr ennþá til sérstaka stemningu í skammdeginu. s.úx ósí^ar viðsíqptavinum sínum og Slustfirðingum öííum gteðiíegrajóía og farsœídar d fomandi ári með þöfffyrir viðslfptin á árinu sem er að ííða.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.