Austri - 16.12.1993, Síða 14
14
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
Vilhjálmur Hjálmarsson:
Akbraut lögtekin á
Austurlandi
Aldarminning
Nú er öld liðin síðan ákveðið var
með lögum frá Alþingi að gera ak-
færan veg á Austurlandi, “flutn-
ingabraut”, “frá Búðareyri við
Reyðarfjörð um Fagradal til Lagar-
fljóts” eins og segir í vegalögum.
Þar segir einnig að “svo skal vegi
gjöra á flutningabrautum að vel séu
akfærir hlöðnum vögnum á sumr-
um.” Þau vegalög sem hér er vís-
að til vom samþykkt á Alþingi í
ágúst 1893 og staðfest af konungi
13. apríl 1894.
Skeið ætti að banna
I árdaga akvegagerðar á landi hér
bar umræðan mark síns tíma rétt
eins og nú. Haustið 1899 ræddi rit-
stjóri Bjarka á Seyðisfirði við Pál
Jónsson vegfræðing, meðal annars
um gerð akvega.
Og Páll segir:
“Eg miða áætlunina við góðan
púkkveg sem kallaður er, hann er
lang kostnaðarminnstur að viðhaldi
til, en á honum er sá galli að ég hef
tekið eftir því að skeiðhestar spilla
honum ákaflega og gera hann næst-
um ófæran kerrum.”
“Því þá skeiðhestar?” spyr rit-
stjóri og vegfræðingur svarar:
“Það er af því að þeir róta til
smágrjótinu með fótaburðinum.
Brokk og stökk sakar hann ekkert í
samanburði við skeið. Það hef ég
séð bæði hér og í Noregi. Skeið
ætti með öllu að banna á púkkveg-
um.”
Frá Fagradal.
Páll Jónsson vegfræðingur var
hinn merkasti maður og óeigin-
gjam með afbrigðum. Atti hann
margt handtakið við vegabætur á
Austurlandi og víðar.
Séra Magnús
I Endurminningum séra Magnús-
ar Bl. Jónssonar í Vallanesi er kafli
sem nefnist Akvegur yfir Fagradal
1893. Hefst hann á þessum orðum:
“Næst túnasléttun voru aðdrátta-
bætur mitt aðaláhugamál á þessum
tíma. Og ég treysti mér eiginlega
ekki til að gera mun á óbeit minni á
túnþýfinu og klakkaflutningi yfir
heiðamar.”
Séra Magnús vígðist prestur til
Hallormsstaðar- og Þingmúla-
prestakalls 1891 og fór að Valla-
nesi árið eftir. Því nefni ég hann til
sögu að áhugi hans fyrir “aðdrátta-
bótum” var svo sterkur að þegar á
öðmm vetri eystra tókst hann ferð á
hendur út á Héraðssanda að skoða
landtökuskilyrði við Lagarfljótsós,
en leist ekki á. Og um vorið reið
hann niður á Reyðarfjörð til þess
eins að líta á vegstæði á Fagradal.
Seinna þetta sama vor flutti hann
síðan, á þingmálafundi á Höfða á
Völlum, tillögu um að skora á
þingmenn Sunnmýlinga “að koma
því fram á þingi þá um sumarið að
lögtekinn væri akvegur yfir Fagra-
dal milli Egilsstaða og Reyðar-
fjarðar.” - Og það var gert.
I frásögn séra Magnúsar kemur
fram að hann telur sig hafa “fund-
ið” Fagradal sem ákjósanlega leið
til hafnar. Og það ætla ég að hvorki
hann né þorri manna á Héraði hafi
vitað betur. A.m.k. mótmælti eng-
inn þegar hann hélt því sama fram í
báðum Seyðisfjarðarblöðunum
1901. Skrif hans sættu þó andmæl-
um að öðru leyti.
Dalbúi skrifar
Hér var ekki allt sem sýndist. í
3. árgangi Austra hins fyrsta 1886
Austramynd: MM.
hafði birst grein um akbraut fyrir
hestvagna milli Héraðs og fjarða.
Er þar eindregið mælt með Fagra-
dal sem sé auður þegar ekki sjái í
dökkan díl á hærri fjallvegum.
Höfundur, sem nefnir sig “Dal-
búa”, fjallar ítarlega um það sem
nú mundi kallað arðsemi vegarins
og mælir með athugun vegfróðs
manns.
S.E. sem líklega er Sigurður Ein-
arsson amtsráðsmaður og sýslu-
nefndarmaður á Hafursá, andmælir
Fagradal og mælir með vegi yfir
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Vestdalsheiði sem styttstu leið í
kaupstaðinn á Seyðisfirði. - Skrif
beggja eru næsta yfirveguð og kurt-
eisleg.
Austri hætti brátt að koma út og
er engu líkara en þessar merku
greinar hafi fallið í gleymsku. Hef
ég til dæmis hvergi séð að þeim
vikið í austfirskum blöðum. Ak-
vegagerð á Austurlandi var þá enn
líkt og fjarlægur draumur og skrif
um hana höfðuðu ekki til fólks.
Auk þess voru hugir manna um
skeið mjög bundnir við vöruflutn-
inga á Héraðsflóa, um Lagar-
fljótsós og jafnvel höfn til hliðar
við Héraðssanda.
Landshöfðingi guðfaðir
Fagradalsbraut komst inn á vega-
lög með býsna sérstæðum hætti og
hlutur austfirskra þingmanna var
ekki upp á marga fiska. Hvergi hef
ég séð um þetta rætt í þeim heim-
ildum sem ég hef flett. En gangur
málsins á Alþingi var í sem fæstum
orðum þessi.
Sumarið 1891 flutti Jens Pálsson,
þingmaður Mýramanna, frumvarp
um strandferðir og vegi. Voru þess-
ir efnisþættir aðskildir og kosin
fimm manna “vegamálsnefnd”. I
henni sátu m.a. flutningsmaður og
Þorvaður Kjerúlf læknir, þingmað-
ur Norður-Múlasýslu. Þessi nefnd
lagði til að lögákveðnar yrðu átta
“aðalflutningabrautir” í þremur
landsfjórðungum. Nokkru seinna
flutti hún einnig tillögu um þá ní-
undu á Austurlandi, Fagradals-
braut.
Hvernig skyldi nú hafa staðið á
því? Höfðu kannski þingmenn
Múlasýslna, auk Þorvarðar læknis
Jón Jónsson frá Sleðbrjót, séra Sig-
urður Gunnarsson og séra Lárus
Halldórsson, beitt sér fyrir því ?
Svarið er nei - og rúmlega það eins
og Steindór á Dalhúsum hafði að
orðtaki.
Við 2. umræðu í Neðri deild tóku
nokkrir þingmenn til máls. Þeirra á
meðal var Magnús Stephensen
landshöfðingi. Virðist hann hafa
verið fremur andvígur frumvarpinu
sem gerði ráð fyrir auknum út-
gjöldum úr landssjóði. Og hann
sagði:
“... enda vorkenni ég ekki héruð-
unum að borga það sjálfum og ætla
að það sé ekki ofætlun fyrir þau,
t.d. Skagafjörð og Eyjafjörð. En
þegar þessi héruð eru tekin með,
því er þá Austurlandi sleppt?
Hvers vegna er t.d. ekki eins nauð-
synlegt að hafa aðalflutningabraut
frá Seyðisfirði upp á Héraðið eins
og af Akureyri fram Eyjafjörð?”
Flutningsmaður frumvarpsins,
Jens Pálsson, sem einnig var fram-
sögumaður vegmálsnefndar, tók
undir þetta nema kýs Fagradal:
“Eg skal sömuleiðis játa það, að
ég er á sömu skoðun og hæstv.
landsh. um að full þörf sé á að hafa
aðalflutningabraut upp í Fljótsdals-
hérað. Ef ég gæti fengið menn til
að sameina sig með mér, þá skal ég
bæta því inn í til 3. umræðu. Eg vil
láta þessa flutningabraut liggja frá
Búðareyri við Reyðarfjörð upp
Fagradal og að Egilsstöðum á Völl-
um.”
Vatnaleiðin
Og Jens Pálsson greinir frá því
skilmerkilega hvers vegna Fagri-
dalur var ekki tekinn með í upp-
talninguna strax:
“Að nefndin ekki setti þessa að-
alflutningabraut kom til af því, að
kunnugur þingmaður hélt fastlega
fram við nefndina því áliti sínu, að
Lagarfljótsós mundi að gagni koma
sem höfn og þá yrði aðalflutninga-
leiðin upp með og upp eftir Lagar-
fljóti, og mundi því mega sleppa
aðalflutningabraut úr fjörðum upp
á Hérað.
Einn þingmaður af Austurlandi,
Jón Jónsson, tók til máls við þessa
umræðu. Hann segir nauðsynlegt
að fá akbraut til Héraðs ef sjóflutn-
ingar takist ekki, en “flestir ef ei
allir þar eystra eru sannfærðir um
að uppsigling í Lagarfljótsós megi
takast ef gufubátur sé þar til, og að
þá muni komast á gufubátsferðir
eftir öllu Lagarfljóti og þá yrði
brautin yfir Fagradal óþörf.”
Jón Jónsson segir einnig að ef
það mistakist “að Lagarfljót verði
flutningavegur Héraðsbúa, þá muni
þeir leggja allan hug á að akbraut-
arvegur komist á yfir Fagradal.”
Þessi tilfærðu ummæli þing-
mannanna eru eftirtektarverð. Þau
lýsa sterkri trú manna á siglingar
um Lagarfljót - sem presturinn í
Vallanesi taldi fásinnu. Og að Jón
Jónsson hefur talið Fagradal ein-
boðið vegstæði ef til kæmi. Hinn
þingmaður Norðmýlinga, Þorvarð-
ur Kjerúlf, virðist hafa verið sama
sinnis, því hann var í vegmáls-
nefndinni sem flutti breytingartil-
löguna um Dalinn.
Vegalagafrumvarpið náði ekki
samþykki Alþingis 1891. Það var
endurflutt á næsta þingi 1893 og
afgreitt sem lög eins og fyrr getur.
í Endurminningum sínum hrósar
séra Magnús þingmönnum Sunn-
mýlinga fyrir að fá Fagradalsbraut-
ina lögtekna. En ekki verður séð að
þeir hafi þurft mikið fyrir því að
hafa; Er mér nær að halda að Aust-
firðingum hafi aldrei verið sagt frá
þeirri atburðarás sem átti sér stað á
Alþingi þegar Fagradalsbraut var
tekin upp í frumvarp til nýrra vega-
laga, fyrr en nú. En minna hlýt ég
á, að Alþingistíðindi sýna stundum
aðeins það sem upp úr stendur af
ísjakanum.
Austfirðingar létu sér í fyrstu
hægt um að ganga eftir fjárfram-
lögum til akbrautar um Fagradal.
Svo virðist sem sýslunefnd Suður-
Múlasýslu hafi riðið á vaðið 1899
með áskorun til landshöfðingja. A-
réttaði nefndin umsókn sína næstu
tvö vor. Og sumarið 1901 er í
fyrsta sinn veitt fé á fjárlögum til
fyrstu akbrautar á Austurlandi, til
Fagradalsbrautar.
Skiptar skoðanir
Undanfarna áratugi hafði verið
reynt að halda fjölförnustu reiðleið-
um landsins sæmilega greiðfærum.
Þetta hefur vitanlega gengið mis-
jafnlega. Um það vitnar samþykkt
á þingmálafundi sem þingmenn
Norðmýlinga boðuðu til á Rangá í
júní 1899. Hún hljóðar svo:
“Fundurinn leggur það til að
þingið að svo stöddu hverfi frá því
að leggja fé til akbrauta, en leggi
þeim mun meira fé til að gera vegi
landsins greiðfæra og brúa stórárnar.”
Ekki hef ég rekist á fleiri álykt-
anir í þessa veru. En enda þótt
Fagradalsbrautin færi fremur hljóð-
lega inn í vegalagafrumvarpið
1891, þá upphófust nú allhressileg-
ar deilur um vegarstæðið, hvort
fara skyldi með akveginn um
Fjarðarheiði eða Fagradal.
Ýmislegt athygli vert kom fram í
þeim umræðum og einnig kátlegt.
En ágreiningurinn var ekki óeðli-
legur. Aðalkaupstaður Austurlands
var á Seyðisfirði og þar verslaði
þorri bænda á Héraði. Þangað var
styst að fara og verkfróðir menn
töldu mögulegt að leggja akveg yfir
Vestdalsheiði eða Fjarðarheiði,
sem einkum var í umræðunni þegar
hér ver komið sögu. Á hinn bóginn
var svo 270 metra hæðarmunur
Fagradal í vil og Dalurinn þar að
auki jafnlendur og fremur brattalít-
ið upp á hann beggja megin. Og
vitanlega voru menn ekki sammála
um hvort vægi þyngra þegar velja
skyldi akvegi stað, nálægð við
kaupstað á Seyðisfirði eða heppi-
legt landslag á Fagradal.
Um þessar mundir komu út tvö
blöð á Seyðisfirði, Austri (annar)
og Bjarki. Skafti Jósepsson stýrði
Austra og Þorsteinn Gíslason varð
ritstjóri Bjarka með Þorsteini Er-
lingssyni laust fyrir aldamót.
Austri var hlynntur Fagradal en
Bjarki Fjarðarheiði. Bæði blöðin
birtu greinar frá báðum málspört-
um.
Auk greina í blöðunum skiptust
deiluaðilar á fundasamþykktum.
Þannig ályktuðu Norðmýlingar í
júní 1901 á þingmálafundi á Foss-
völlum:
“...Verði lögð akbraut milli Hér-
aðs og fjarða þá álítur fundurinn
nauðsynlegt að hún verði lögð yfir
Fjarðarheiði til þess að hún komi
Héraðinu að notum...”.
Sunnmýlingar samþykktu um
J5:—.——22^----—~-----2——
Gamla brúiti yfir Geithúsaá. Mynd: MM.
sama leyti á Höfða á Völlum,
einnig á þingmálafundi:
“Fundurinn skorar fastlega á Al-
þingi að veita fé til akbrautar yfir
Fagradal, ella alls eigi hér eystra.”