Austri


Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 16

Austri - 16.12.1993, Blaðsíða 16
16 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1993. Minjasafnið Bustarfelli: Svipmyndir frá lifandi safnadegi Þann 4. september í haust var efnt til lifandi safnadags í Minjasafninu á Bustarfelli og er það í annað sinn sem slíkur dagur er haldinn. Félagskonur í kvenfélaginu Lindinni og aðrir velunnarar safnsins áttu sinn þátt í að gera daginn eftirminnilegan og brugðu sér í spor formœðra-og feðra og sýndu gömul vinnu- brögð. Eldur var á afli og eldsmiðir smíðuðu skeifur. I búrinu var strokkurinn skekinn og gestir fengu að bragða flatbrauð með nýju smjöri. I eldhúsi steiktu “griðkonur” lummur á hlóðum og frá baðstofu barst ilmur af nýmöluðu kaffi. Alls staðar um bœinn mátti sjáfólk að vinnu. Það var ofið, spunnið, prjónað og kembt. Þarfasti þjónnin var með í leiknum. Gestir fengu að sjá reiðkonu í söðli klœdda aðfyrri tíma hœtti og börnum og fullorðnum gafst kostur á að bregða sér á hestbak. Alls heimsóttu Bustarfell um 200 manns þessa dagstund. Margir reyndu hœfni sína í gömlum vinnubrögðum og var strokkurinn þar einna vin- sœlastur. Safnadagurinn hefur mœlst velfyrir og er fyrirhugað að hann verði árviss viðburður. BE/AÞ Myndir: Methúsalem Einarsson. Bærinn á Bustarfelli er með reisulegri torfbæjum á landinu, en hann er að stofni til frá því 177o. Búið var í bænum fram til 1966 og gerir það hann um margt sérstakan. þar er t.d. að finna öll byggingarefni íslenskrar byggingarsögu, steinsteypu, timbur, torf og grjót. Skyldi eitthvað vera aðfrétta núna?. Frið- jón Gunnlaugsson rifjar upp vinsœla dægradvöl úr sveitinni frá fyrri tíð. A safnadeginum voru sýnd gömul reiðtygi og reiðfatnaður. 1 söðlinum situr Anna Sig- urðardóttir, húsfreyja á Felli, Sigríður Sigþórsdóttir, heimasœta á Búastöðum stendur hjá. “Járnið skaltu hamra heitt”. Eldsmiðir við skeifusmíði. F.v. Sigurður Helgason, Hrappsstöðum og Gunnar Runólfs- 1 hlóðaeldshúsinu voru bakaðar lummur. Þórunn Egilsdóttir, húsfreyja á Hauksstöðum býður ungum gesti að bragða á góðgœtinu. Alltaf bœtir blessað tóbakið sjónina og skerpir hugsunina. Vilmundur Gíslason, sveitarstjóri, mundar tóbaksjárnið af “fagmennsku ’’. Tekið til höndunum við tóskapinn. Vil- hjálmur Sigfússon sýnir réttu handtökinn. Prestmaddaman á Hofi, Anna María Pálsdóttir, slœr vefinn aflist. Vefstóllinn er talinn verafrá 19. öld eða eldri. I baðstofu hellti Sigríður Bragadóttir, húsfreyja á Síreksstöðum upp á nýmalað kaffi. Hér þyggur Anna Sigurðardóttir 10 dropa í bollann.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.