Austri


Austri - 16.12.1993, Side 17

Austri - 16.12.1993, Side 17
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 17 Flugfélag Austurlands: Sjúkra- og Neyðarflug fyrir Austfirðinga allan sólarhringinn leiguflug er nú að breytast. Fyrir nokkrum árum voru fyrirtæki og viðgerðarmenn að taka leiguflug hér á staðnum þegar verið var að gera við báta og annað því um líkt. Það voru kannski 1 og 2 og upp í 3 menn sem voru að skjótast á milli staða. Þessir menn nota bílinn miklu meira í dag. Aftur á móti eru áhafnir á skipum famar að nýta sér þessi minni flugfélög. Þá er nokkuð um leiguflug til Færeyja svo og að ná í varahluti til Noregs. Sem dæmi var einu sinni Jóhannes Jóhannesson flugmaður hjá félaginu en hefur verið í ársleyfi. Nokkrum dögum seinna fór ég með Sveini í sjúkraflug til Homa- fjarðar en það þurfti nauðsynlega að flytja sjúkan mann undir læknis- hendur í Reykjavík. Ekki var alveg ljóst hvort við gætum lent á Homa- firði, þegar við fórum frá Egils- stöðum, sökum lélegs skyggnis en það opnaðist rétt áður en við kom- um til Homafjarðar. Á leiðinni suður óskaði læknirinn um borð í flugvélinni eftir því að hjartabíll yrði til staðar á flugvellinum í Reykjavík. Ferðin suður gekk vel og lent á áætluðum tíma. Við þurft- um að bíða í rúmlega þrjú korter í Reykjavík eftir lækninum, en hann fylgdi sjúklingnum á sjúkrahúsið. Síðan var flogið á Hornafjörð með lækninn og komið til Egilsstaða seinna um daginn. Venjuleg lendingarljós era á vellinum á Egilsstöðum, Höfn og Vopnafirði. Neyðarljós til sjúkra- flugs em á flugvellinum á Norð- firði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Fá- skrúðsfirði, Bakkafirði og Borgar- firði. Ég spurði Gústaf hvernig heild- arflugtíminn hjá F.A. skiptist ? Hann sagði að heildarflugtími fé- Var félagið stofnað í upphafi af öryggissjónarmiðum. Það vantaði flugvél staðsetta á Austurlandi til að sinna sjúkraflugi og til að rjúfa einangrun dreifbýlisstaða s.s. Borg- arfjarðar. Þangað var lokað land- leiðina mikinn hluta af vetrinum og var þetta aðal samgönguleiðin fyrstu árin sem Flugfélag Austur- lands starfaði. Menn sögðu að flug- ið hefði alveg rofið einangrun stað- arins. Það voru mjög miklir flutn- ingar þangað. Þá var ennfremur flogið á Seyðisfjörð og Breiðdals- vík og fleiri staði þar sem flugvellir vom. Félagið var með eina litla Cessnu 180 og var alltaf flogið sjónflug. í dag er þetta breytt, það eru komin betri tæki, vélar, fleiri vitar og betri flugvellir. í dag er félagið með tvær flug- vélar, 7 og 9 manna. Húsnæði félagsins Flugfélag Austurlands á flug- skýlið, þar sem báðar vélamar em geymdar, þegar ekki er verið að nota þær. Síðastliðin tvö ár hefur allt viðgerðareftirlit farið fram í skýlinu sem er upphitað og rúm- gott. Flugvirkjar Flugf. Austur- lands, þeir Þorkell Þorkelsson og Rögnvaldur Jónsson, sjá um allt viðhald á vélum félagsins. Hvaða hugmynd hefur þú haft um sjúkraflug hér á Austurlandi? Því er ef til vill svo farið með flesta að hafa litlar hugmynd um það. Þannig var það með mig. Ég hafði því samband við Gústaf Guð- mundsson, framkvæmdastjóra Flug- félags Austurlands og bað um að fá að fara með í nokkrar ferðir með flugmönnum félagsins gagngert til að kynnast þessu starfi af eigin raun. En Flugfélag Austurlands sinnir sjúkraflugi fyrir okkur Aust- Við vorum komnir aftur til Egils- staða um þrjú leytið um nóttina. Eftir að búið var að gera vélina klára fyrir næsta flug var hún sett inn í flugskýlið aftur. Það átti eftir að koma í ljós að á meðan við vorum í þessu sjúkra- flugi, var hinn flugmaður félagsins, Sveinn Einarsson, kallaður út í sjúkraflug til Neskaupstaðar til að sækja sjúkling sem nauðsynlega þurfti að flytja suður til Reykjavíkur. Auk þeirra Gústafs og Sveins er Gústaf Guðmundsson, að setja eldsneyti á flugvélina fyrir brottför. firðinga á hvaða tíma sólarhrings sem er. Var samið um að ég yrði látinn vita þegar farið yrði næst í sjúkra- flug. Farið í sjúkraflug Nú, svo eitt kvöldið um hálf tólf hringir síminn og mér tilkynnt um sjúkraflug; að ég verði að vera kominn út á flugvöll sem fyrst. Ég var mættur út á flugvöll 5 mínútum síðar, en þá var Gústaf að draga flugvélina út úr flugskýli félagsins þar sem báðar vélar félagsins era geymdar þegar þær eru ekki í notk- un. Tæpum hálftíma síðar,sökum hálku á Fjarðarheiði kom sjúkra- bíllinn frá Seyðisfirði á flugvöllinn en nauðsynlega þurfti að flytja þungaða konu suður til Reykjavík- ur á sjúkrahús. Með í för var eigin- maður konunnar og læknir. Eftir að búið var að koma konunni fyrir í vélinni á svokölluðu “flugstelli”, var lagt af stað. Á leiðinni suður sat læknirinn hjá sjúklingnum og fylgdist með líðan hennar allan tímann. Stundum er bæði læknir og hjúkrunarkona með ef um alvarleg tilfelli er að ræða. Flugið suður gekk vel og var lent í Reykjavík klukkustund síðar. Þar beið sjúkrabfll eftir sjúklingnum. Eftir að búið var að setja eldsneyti á vélina var lagt af stað aftur aust- ur. Sœbjörn Eggertsson, starfsmaður, er hér að draga flugvélamar út úr flugskýlinu, en það er oft mikið að gera hjá honum við að gera vélarnar klárar. farið til Noregs til að sækja minnkalæður til undaneldis hér á landi. Kosturinn við litlar vélar í leigu-flugi er að þegar farþega- fjöldinn er kannski kominn upp í 10-12 manns borgar það sig fyrir útgerðarfélög að nýta sér þessa þjónustu bæði hvað varðar sætanýt- ingu og verð. Við emm frekar illa settir hvað varðar stærð eins og er, því við erum með svo fá sæti (9) í vél. Þegar hópurinn er kominn kannski í 12 manns þurfum við að senda tvær vélar og getum því ekki boðið eins lágt verð á sæti eins og ef við væmm með eina 19 sæta flugvél. En við teljum okkur vera samkeppnisfæra í verði fyrir 15-16 manna hóp. Þetta er líka að breyt- ast svona hjá hinum félögunum. Það sem við þurfum em fjölbreytt- ari vélar, bæði litlar og stórar. Þeg- ar Smuguveiðamar stóðu sem hæst, var töluvert að gerast í leiguflugi til Noregs”. Flugkennsla Þið hafið verið með flugkennslu? “Það hefur lítið verið að gera í flugkennslu í ár en í fyrra var mikið að gera, þetta kemur í bylgjum, kunningjar taka sig gjarnan til og fara að læra að fljúga”. Flugöryggi Eru þessar vélar sem taka 7-12 manns í sæti ekki eins öruggar og stærri flugvélar? “Fólk heldur að þessar vélar séu ekki eins ömggur og stærri vélamar en þær eru jafn ömggar og stund- um öruggari. Ef eitthvað kemur upp á, er hægt að lenda þeim nán- ast hvar sem er. Stærri vélarnar eru kannski með fullkomnari tæki, og meira tölvuvæddar. Með tilkomu GPS staðsetningatæka og loran hefur allt flug gjörbreyst. Staðsetn- ingin er mjög nákvæm”. Greiðsluerfíðleikar Gústaf sagði að á tímabili hefðu fólksfluttningar minnkað á milli staða í fjórðungnum, sérstaklega eftir að félagið átti í greiðsluerfið- leikum á síðasta ári. “Það héldu allir að félagið væri að hætta og við það drógst farþegaflugið saman, bæði í áætlunar- og leiguflugi. Það er alltaf mjög neikvætt að fara út í svona aðgerðir. En sem betur fer hefur það lagast.” sagði Gústaf að lokum. Eftir þessa reynslu geri ég mér grein fyrir því þýðingarmikla starfi sem flugmenn flugfélagsins inna af höndum bæði í sjúkraflugi og áætl- unarferðum sem ég fór í. Marinó Marinósson Sveinn Einarsson, flugmaður, er inni í vélinni og er að handlanga frakt til Péturs Hjaltasonar, flugvallarstjóra á Borgatfirði, og Jón Helgason , starfsmaður hjá Flugmálastjórn, fylgist með. Fólksflutningar Flogið er í áætlun á Vopnafjörð * Borgarfjörð * Breiðdalsvík * Höfn og Reykjavík. Tvisvar í viku er flogið til Homafjarðar og Reykja- víkur. Flogið er með lækni til Borgar- fjarðar einu sinni í viku og sóttur aftur samdægurs. Mjólkurvörar eru ennfremur fluttar þangað með flugi. Sjúkrabúnaður sem er sérhannaðurfyrirflugvélar F.A. Leiguflug Hefur leiguflug aukist á þessu ári? “Leiguflug hefur aukist frá því í fyrra sem var frekar lélegt ár. En “Flugstellið” sem Rauði Kross Islands afhenti félaginu sl. sumar, er mjög létt álgrind sem fest er við sætafestingar í gólfi flugvéla. Hún er hönnuð af Kristjáni Ámasyni, flugvéla- verkfræðingi að framkvæði RKI. Því fylgir skápur sem í er hjartarafsjá og hjartastuðtæki; súrefnisskömmtunartæki, önd- unarvél og sogtæki. lagsins skiptist aðallega á milli far- þegaflugs, sjúkraflugs og leigu- flugs. Rúmlega 30% af fluginu er vegna sjúkraflugs. Um 120-160 sjúkraflug eru floginn á hverju ári. Svo það ítrekar nauðsyn þess að hafa flugvélar staðsettar hér á Aust- urlandi. Alltaf er ein flugvél höfð til taks í sjúkraflug á hvaða tíma sólarhrings sem er og er einn flug- maður ávallt á sjúkravakt allan sól- arhringinn. Til marks um öryggið hafa flugvélar staðsettar á Egils- stöðum möguleika að fara í loftið þó ekki sé alltaf hægt að lenda á vellinum sökum lélegs skyggnis, s.s. í þoku eða snjókomu. Svo spar- ast dýrmætur tími sem fer í að fljúga austur á öðrum vélum úr Reykjavík. “Við eram lang fljótastir á alla staði hér innan fjórðungs, t.d. erum við ekki nema 1/2 tíma á Horna- fjörð frá Egilsstöðum, en flugvél úr Reykjavík er lágmark klukkutíma að fara frá Reykjavík til Homa- fjarðar. Það fer eftir því lrka, hvað menn eru fljótir í útkallið. Oft eru báðar vélarnar í sjúkra- flugi í einu; stundum 6-9 flug í sömu viku, þess á milli kannski 3 flug í mánuði” sagði Gústaf. “Oft getur verið erfitt að fljúga sjúkraflug um miðja nótt í svartasta skammdeginu. Þá þarf kannski að fljúga á staði þar sem erfitt getur verið að lenda vegna lélegrar lýs- ingar”. Alltaf er höfð vakt í flugtum- inum og hjá slökkviliðinu á flugvellinum á Egilsstöðum á meðan flogið er sjúkraflug á kvöldin og á nóttunni. Upphaf Flugfélag Austurlands var stofn- að árið 1972.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.