Austri - 16.12.1993, Side 20
20
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1993.
kvaðst á morgun skyldu hafa svar
á reiðum höndum handa keisaran-
um. Oðar en lýsti af degi vakti hún
föður sinn og fékk honum pund af
togtásu: “Skaltu”, segir hún, “færa
þetta keisaranum með þeim um-
mælum, að ég sjái mér ekki til
neins að fara að ausa upp sjóinn,
fyrr en hann hafi stíflað allar fljóð-
gáttir og lækjarósa með toglagðin-
um þeim arna”.
Djákninn flutti keisaranum svar
dóttur sinnar. Hann furðaði mjög á
viturleik meyjarinnar, en kvaðst þó
ætla að leggja fyrir hana eina þraut
enn; fengi hún leyst hana, mundi
hann gjöra hana að drottningu
sinni. “Héma er leirkrús, sem botn-
inn er brotinn úr. Færðu hana dótt-
ur þinni og segðu, að ég biðji hana
að sauma svo botninn í aftur, að
hvergi sjáist saumur né nálarfar”.
Djákninn bar sig næsta aumlega
er hann kom heim aftur; kvaðst
ekki skilja, hvernig í ósköpunum
keisarinn gæti ætlast til að leyst
yrði úr annari eins fjarstæðu. En
dóttir hans lést ekki mundu verða
ráðþrota; honum væri óhætt að
taka á sig náðir þess vegna.
Snemma að morgni vakti hún hann
og bað hann færa keisaranum aftur
leirkrúsina sína. “Skilaðu til hans
frá mér”, sagði hún, “að það sé sið-
ur skósmiða að sauma ranghverfu
en ekki rétthverfu megin; hann
verði því að snúa um krúsinni áður
en ég geti saumað í hana botninn”.
Þegar keisarinn heyrði þessi
andsvör meyjarinnar, dáðist hann
mjög að viturleik hennar og ein-
setti sér þegar að ganga að eiga
hana. Hann langaði þó til að leggja
fyrir hana eina þraut enn. Gerði
hann henni því orð, að koma á
fund sinn næsta dag; skyldi hún
hvorki koma gangandi, akandi né
ríðandi, hvorki vera klædd né ó-
Brandarar
Lilja er 7 ára og pabbi hennar er
rithöfundur. Nýlega fór fram milli
þeirra eftirfarandi samtal:
-Pabbi hvað ertu að gera þegar þú
situr allan daginn við ritvélina
þína?
-Ég er að skrifa bók.
-En hvað það er heimskulegt þeg-
ar alls staðar er hægt að fá keyptar
bækur, sagði þá Lilja litla.
Pétur fór inn í matvörubúð og bað
um eina pylsu. Afgreiðslumaður-
inn vafði hana inn í venjulegar
umbúðir. En þegar Pétur hafði
tekið við henni sagði hann:
-Ég sé að þú hefur þarna ljómandi
fallegan ost. Ég held ég vilji hann
heldur.
-Ég skal skipta, ekkert mál, sagði
afgreiðslumaðurinn og fékk hon-
um síðan ostinn. Pétur þakkaði
fyrir og gekk áleiðis til dyra.
-Heyrðu góði! kallaði afgreiðslu-
maðurinn. Ætlarðu ekki að borga?
-Borga! Fyrir hvað á ég að borga?
-Nú, auðvitað ostinn.
-Ostinn! Ég fékk hann í staðinn
fyrir pylsuna,
-En þú greiddir ekki pylsuna?
-Pylsuna! Nei auðvitað ekki. Ég
skilaði henni aftur.
Ofurstinn: Er nr. 22 ánægður með
matinn?
Númer 22: Já,herra Ofursti.
Ofursti:Er réttlætis gætt við út-
hlutun matarins? Fær nokkur
minni bita en aðrir?
Númer 22: Nei, herra Ofursti. Við
fáum allir litlu bitana.
klædd, fara götuna og ekki fara
götuna, og loks skyldi hún færa sér
gjöf, er engin gjöf væri.
Veslings djákninn hafði gjört
sér vísa von um að verða tengda-
faðir keisarans úr því fyrri þrautin
var svo vel af hendi leyst. Nú þótt-
ist hann því illa svikinn, enda þótt
hann þyrði ekki að láta á því bera,
og þjarkaði hann heim á leið í
þungu skapi. Sagði hann við dóttur
sína, að nú væri víst útséð um að
hún kæmist í drottningarsessinn,
því að svona afkáralegum kröfum
væri engum lifandi manni unnt að
fullnægja. En hún bað hann ekki
bera neinn kvíðboga fyrir því;
hann skyldi fara að hátta og láta
sig um að ráða fram úr þessu vand-
kvæði. Morguninn eftir var hún
snemma á fótum og bjóst til ferða.
Fyrst fór hún úr öllum fötunum og
óf um sig þéttriðnu neti, tók síðan
tvær býflugur úr býflugnabúrinu
og lét þær í litlar öskjur; að því
búnu gekk hún til geitahúss föður
síns, lagði band við eina geitina,
sté öðrum fæti á hrygg henni og
hoppaði hinum á veginum. Þannig
hélt hún leiðar sinnar, uns hún kom
að höll keisarans. Þar var keisarinn
fyrir með alla hirð sína og fagnaði
henni með mestu virktum. Hún
gekk einarðlega fyrir hann og rétti
honum öskjumar; kvað þar í gjöf
sína. Keisarinn forvitnaðist þegar í
öskjurnar, en óðar en hann lauk
upp lokinu, flugu býflugurnar
burtu. Varð hann þá frá sér numinn
af undrun og mælti: “Vissulega
áttu skilið að ég gjöri þig að
drottningu minni, því að jafnvitra
konu hefi ég aldrei fyrir hitt. En
því verðurðu að lofa mér að blanda
þér aldrei í stjórnarstörf mín, held-
ur gæta þíns verkahrings eins og
ég mun gæta míns”. Mærin lofaði
þessu. Gjörði þá keisarinn brúð-
kaup til hennar með mesta veg og
viðhöfn.
Leið svo fram um hríð, að keis-
ari taldi sig gæfusamastan allra
giftra manna. Þá var það einn dag,
að tveir menn komu til hallarinnar
og ætluðu að leggja mál sitt undir
úrskurð keisarans. Þeir höfðu orðið
samferða til kaupstefnu í borginni;
ók annar með kúm fyrir vagni sín-
um, en hinn með tveim hryssum,
og fylgdi folald annari hryssunni.
A leiðinni gistu þeir báðir á sama
stað; en er þeir vitjuðu eykja sinna
að morgni, lá folaldið hjá kúnum.
Þóttist þá sá, er kýrnar átti, eiga
þetta folald, en hinn, er með hryss-
umar fór, fullyrti að það væri fol-
aldið sitt. Voru þeir lengi að þrátta
um þetta, en loks urðu þeir ásáttir
um að bera það undir keisarann.
En nú vildi svo til, að keisarinn var
ekki heima, er þeir komu til hallar-
innar, og lét því drottning þá bera
upp fyrir sér deiluefni sitt. þegar
þeir höfðu lokið frásögn sinni, rak
drottning upp skellihlátur og
mælti: “Verið óhræddir, keisarinn
mun eflaust skera úr deilu ykkar
þegar hann kemur heim; hann er
sem stendur úti á skógi að skjóta
þorska!” Mennimir skildu ekkert í
orðum og atferli drottningar, og
spurði kúaeigandinn, hvort hennar
hátign þóknaðist að gera gys að
þeim.
“Sussu, nei! En fyrst þú heldur
að kýmar þínar geti átt folöld, þá
áttu líklega hægt með að trúa því,
að maðurinn minn sé að skjóta
þorska úti á skógi!” Maðurinn
skammaðist sín, játaði að hann
hefði á röngu að standa og snaut-
aði burt.
En er keisarinn kom heim og
varð þess vísari, að drottning hefði
skorið úr máli að sér forspurðum,
varð hann fokvondur og skipaði
henni að verða burt úr höll sinni
hið bráðasta; hún hefði rofið heit
sitt og gæti því ekki verið sín kona
lengur.
“Þessu hafði ég búist við”, ans-
aði drottning, “og mun ég þegar á
morgun hverfa heim aftur til for-
eldra minna. En þess vildi ég biðja
yður, herra, að þér leyfðuð mér að
hafa það heim með mér, sem mér
þykir vænst um”.
Keisarinn ieyfði henni það. Um
kvöldið tók hún nokkrar svefnjurtir
og blandaði í drykk keisarans.
Rann þá á hann þungur svefnhöfgi.
Lét hún nú þjóna sína búa um hann
í vagni, er var til taks í hallargarð-
inum, og ók svo með hann heim til
foreldra sinna.
Morguninn eftir er keisarinn
vaknaði, varð hann næsta forviða;
hann sá að hann var kominn í fá-
tæklega baðstofu og stóð kona hans
við rúmstokkinn. “Hver hefur flutt
mig hingað?” spurði hann byrstur.
“Það hef ég gert”, svaraði hún.
“Hvernig gastu dirfst þess? Eða
hefur þér ekki skilist að ég vil ekk-
ert hafa með þig framar?”
“Jú, herra. En þér leyfðuð mér
að hafa burt með mér það sem mér
þætti vænst um, og það hef ég gert.
Þér vitið að ég ann yður fremur
öllu öðru á jarðríki”.
Þegar keisarinn heyrði þessi orð
konu sinnar, faðmaði hann hana
innilega að sér. Oku þau síðan
bæði saman aftur til hallarinnar.
Og eftir það lifðu þau lengi í ást-
ríku hjónabandi, þar til dauðinn
gerði enda á sælu þeirra.
J OLAFÖNDUR
SNJÓKARL
í snjókarlinn þarf: rauðan breiðan borða ca. 50 cm. langan. Einnig þarf filt, hvítt,
svart og rautt á litinn. Og að sjálfsögðu lím og skæri.
Hattur
Trefill
í hattinn notum við svart filt.
í sjálfan snjókarlinn notum
við hvítt filt.
í trefilinn þarf rautt filt.