Austri - 16.12.1993, Page 27
Egilsstöðum, jólin 1993.
AUSTRI
27
Ósímm öííum AustfLrcKngum,
féíagsmönnum og viðskiptavinum
gíeðiíecjra jóía ogfarsceidar d komandi ári.
Atvinnuþróunarfélag Austurlands
Atvinnuþróunarsjóöur Austurlands og
Ferðamálasamtök Austurlands.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
á Austurlandi sendir
Austfirðingum og Héraðsbúum
bestu jóla- og nýárskveðjur og
þakkar samstarf og samskipti á
árinu sem er að líða.
Stndum Austfirðmíjum okkar
bestujóía- oq nýárskveðjur.
Martvís hf.
HAMRABORG 5 • 200 KOPAVOGUR
SÍMAR: (91) 641545-641550
SÍMAFAX: (91)41651
Gunnar Hersveinn:
Sólmiðjukenning um
byggingu
Byggingin sem mig dreymir um er
lík sólstjörnu í miðju sólkerfi sem
allir aðrir himinhnettir snúast í kring-
um. Ég tel að hver borg, bær, þorp
og kaupstaður þurfi á slíkri byggingu
að halda. Byggingin væri ljósið í
bænum sem drægi fólk til sín og
veitti því andlega næringu. Hún væri
stór og fögur á að líta. Máluð öllum
regnbogans litum. Sumar byggingar
og hús hafa útlit sem segir: “Gangtu
framhjá. Ég hef engan áhuga á að fá
þig inn í mig’’. En þessu væri öfugt
farið með sólbygginguna. Hún segði:
"Komdu inn, vertu velkominn og
njóttu þess sem ég hef upp á að
bjóða”.
Ókostur flestallra bæja og kaup-
staða á Islandi, og eflaust í fleiri
löndum, er að þeir vaxa skipulags-
laust. Þeir eru óreiðan sjálf. Skipu-
lagið kemur iðulega of seint og í
smáskömmtum, og alltaf vantar aðal-
bygginguna. Einu sinni ríkti það við-
horf að kirkjubygging ætti að vera
hjarta hvers staðar. Hún var það, en
svo er ekki lengur. Glæsilegar versl-
unarhallir stungu hana í hjartastað.
En það er ekki mjög andlega þrosk-
andi að vera inni í verslunarbygg-
ingu, hvort sem hún heitir Kringlan
eða Kleinan, þó vínandi fáist keyptur
á báðum stöðum. Það vantar öðruvísi
byggingu.
I hverjum kaupstað eða bæ ætti að
vera sérhönnuð bygging sem getur
geymt: 1. Almenningsbókasafn og
þægilega lesstofu. 2. Héraðsskjala-
safn. 3. Minja- og fræðslusafn. 4.
Kvikmyndahús. 5. Kaffistofu. 6.
Listhús (gallerí). 7. Tónleikasal. 8.
Leikhús. 9. Matsölustað. Þetta hús
væri miðjan sem íbúarnir myndu
snúast í kringum. Það væri lifandi og
sístarfandi. Fólk streymdi inn í það
til að lesa, skoða, leita, spjalla yfir
kaffibolla, horfa á leikrit, hlusta á
skáldskap, sjá kvikmynd, fræðast og
nærast. Það væri menningarmiðstöð í
víðtækri merkingu þess hugtaks. Við
þurfum nauðsynlega á svona bygg-
ingu að halda. Rómverjar höfðu
hringleikahús, við þurfum fjöllista-
hús.
Hvernig á góður bær að vera?
Mælikvarðinn sem notaður er til að
svara þessari spumingu mælir vellíð-
an íbúanna. Hann á að vera þannig
skipulagður, frá svæði til svæðis,
götu til götu, húsi til húss, að fólkinu
geti liðið sem best. Umhverfi fólks í
þéttbýli þyrfti því að vera hugsað frá
upphafi til enda með tilliti til þess að
það rækti með sér félagsskap en
glápi t.d. ekki viðstöðulaust á sjón-
varp. Imyndum okkur að við hefðum
tækifæri til að hverfa 50 ár aftur í
tímann, og fengjum það hlutverk að
skipuleggja t.d. Egilsstaði frá grunni
sem 1500 manna bæ. Hvernig mynd-
um við gera það? Ég er viss um að
margir gætu komið með góðar tillög-
ur. Hvernig ætli draumabærinn liti
út?
Ég veit hvernig ég myndi gera
þetta. Gera hring, kveikja eld inni í
honum miðjum og reisa byggingu.
Hún yrði hjarta bæjarins og aðal-
æðar hans myndu liggja að henni og
frá. Fólk myndi streyma gegnum
hjartað dag hvern, og það dæla and-
legri næringu. Hjarta bæjarins pump-
ar og mætti ekki stöðvast. Ef það
hætti að slá, hætti fólkið að lifa.
Þessi miðjubygging myndi senda
geisla sína út um allan bæinn og lýsa
hann upp. Það væri alltaf eitthvað
um að vera. Sumir kæmu þangað til
að njóta, aðrir til að skapa. Þannig
ættu bæir að vera. Ibúar kaupstaða í
Austurlandsfjórðungi ættu nú þegar
að taka frá svæði og merkja það
sinni miðjubyggingu. Hana vantar
tilfinnanlega. Byggjum sprelllifandi
hús sem segir JA en ekki NEl.
Ég legg til að öll börn á Austur-
landi verði látin leysa eftirfarandi
verkefni á næstu skólaönn: “Þið eig-
ið að skipuleggja og teikna upp
mynd af draumabænum/kaupstaðn-
um ykkar.” Foreldrar geta nú þegar
lagt þetta verkefni fyrir. Svo geta
þeir einnig farið að láta sig dreyma.
Það besta við lífið er að stundum
verður draumur að veruleika, teikn-
ing að húsi og hverfi. Hvers vegna
ætti þá draumabær ekki að geta orðið
að steinhörðum bæ með lifandi
miðju?
Við erum öll börn og þess vegna
þurfum við alltaf á því að halda sem
börn þurfa á að halda; bókum, bíó,
leik, teikningu, sköpun, tónlist, leik-
list, myndlist, sögum og andlegri og
líkamlegri næringu. Miðjan í hverj-
um bæ ætti að vera eins og miðjan í
hverjum manni: Skapandi bam.
Þykkir og þunnir sokkor úr ull,
bómull, íslenskri ull, ongóroull, o.fl.
í þrottón ór hofo flestor sunnlenskor verslonir
selt sokkono fró Víkurprjóni hf., og flestir
íslendingor þekkjo þó of eigin roun.
Pegsur, þgkkor og þunnor, húfur,
vettlingor, treflor, sjónvorpsskór, nserföt, ollt úr íslenskri ull.
Sérstoklego hlýleg og góð jólogjöf til erlendro vino og kunningjo.
VIKUR P
PRJÓN /
Smiðjuvegi 15, 870 Vík,
Sími 98-71250.