Austri


Austri - 16.12.1993, Page 29

Austri - 16.12.1993, Page 29
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 29 Land og saga Getraunin er fólgin í, að finna út ömefni eða bæjarnöfn 9 staða á Austurlandi. Lýst er í stuttu máli landfræðilegum aðstæðum og kom- ið inn á sögu viðkomandi staða. Þegar tekin er fyrsti stafurinn í hverju nafni eiga þeir í réttri röð að mynda nafn á 771 m háu fjalli sem frægt er fyrir steinaflóru sína. A tind þennan er stutt að ganga frá skarði, sem hæsti fjallvegur lands- ins liggur um. Lausnir þurfa að ber- ast til blaðsins fyrir 25. janúar n.k. Dregið verður úr réttum lausnum og bókaverðlaun veitt. Fyrrum býli í afskekktum há- lendisdal. Svæðið er nú friðlýst af Náttúruvemdarráði. Á síðustu öld var býli þetta þrisvar í ábúð, lengst á síðari hluta aldarinnar, eða frá 1883-1897. Veturinn 1848 braut snjóflóð niður bæinn og varð bónd- anum og tveimur börnum hans að fjörtjóni. Húsmóðirin og dóttir hjónanna björguðust og komust þær mæðgur við illan leik til byggða. Fallegur gróðurreitur sem markast að utanverðu af á sem fell- ur bæði á sýslu- og hreppamörkum. Gróðurreiturinn teygir sig upp með tilkomumiklu árgili og þar þykir trjátegundin Betula sérstaklega fal- leg. Reiturinn er í landi býlis sem frægt er úr fomum sögum og bar það upphaflega nafnið Lokhilla. Gamalt býli við sjó á norðan- verðu Austurlandi. Bærinn stóð á litlu nesi undir fjalli, sem ber nafn af víkinni neðan undir. I fjallinu ofan við víkina er mikið af libaríti og má þar m.a. annars finna baggalúta. Bærinn var ekki í alfara- leið og ef farin var landleiðin til næstu bæja var um fjallvegi að fara. I víkinni voru hinsvegar nátt- úrleg hafnarmannvirki og mun það hafa ráðið miklu um búsetu þar. Fjallaskarð á Suðausturlandi, fyrrum alfaraleið þeirra sem fóm fótgangandi í verslunarerindum. Austan undir skarðinu stóð fram undir síðustu aldamót fjölsóttur verslunarstaður. Skarðið er í fjalli sem gnæfir yfir vík sem við það er kennd. Þaðan voru fyrrum stundað- ir útróðrar og voru Norðlendingar þar fjölmennir fyrr á öldum. Dalur sem afmarkar norðurhlið megineldstöðvar. Um hann liggur þjóðvegur til fjölmenns byggðar- lags við sjávarsíðuna. Dalurinn er austastur þriggja dala sem skerast upp frá firði á norðanverðu Austur- landi. Þar er m.a. að finna ömefnið Blóðbrekkur sem vitnar um aldagamla harmsögu. Foss stutt frá þjóðvegi á miðaust- urlandi. I lýsingu er komist svo að orði að umgjörð hans minni mest á veglegt kirkjuorgel. Fossinn fellur fram í tveimur þrepum. Ofar í ánni er að finna annan mun þekktari foss sem fellur fram af heiðarbrún, undir fossúðanum gefur að líta set- lög sem lesa má úr jarðsögu fyrri tíma. Strýtulaga móbergshóll, staðsett- ur í gróðurvin á öræfum á norð- austurlandi. Nafn strýtunnar er að hluta til dregið af lagi hennar. Á sömu slóðum er melur þar sem lengi mátti sjá blásin hrossbein sem urðu skáldinu Jóni Stefánssyni efni í sögu. Jón fann ásamt fleirum kofarústir útilegumanna á þessum slóðum árið 1880 og er talið að þar hafi Eyvindur og Halla hafst við. Bærinn dregur nafn af landnáms- manni, sem kenndur var við þjóð sem annars kemur lítið við sögu landnáms Islands. Hann stendur við ósa fljóts og er talið að eftir því hafi fommenn siglt skipum sínum. Ekki langt frá bænum er að finna helli þar sem sagt er að vermenn Margrétar ríku hafi hafst við. Á sem kemur úr heiðarvatni. Um hana eru hreppamörk tveggja sveit- arfélaga. Áin er hluti af stærra vatnasvæði og stendur samnefndur bær skammt frá ósi hennar. Þekkt skáld fætt á 19 öld hefur í haglega gerðri vísu lýst glímu sinni við fljót þetta. AÞ Eldvarnarátak 1993 20 VERÐLAUN f BOÐI. ÖRYGGISHJÁLMUR FRÁ LEIKBÆ, BLIKKANDIENDUR- SKINSMERKI Á REIÐHJÓL OG REYKSKYNJARI OG SÉR- STAKT VIÐURKENNINGARSKJAL LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐSMANNA. Eldvarnargetraun barnsins! Vísbending við 1 spurningu. Neyðarsímanúmer. Á neyðarstund er mikilvægt að símanúmer neyðarþjónustu sé ein- falt og auðvelt að muna. Hvemig er neyðarsímsvömn nú háttað í land- inu. Núverandi kerfi er þannig að lögreglan hefur síma 0112 í Reykjavík, Seltjamamesi, Mos- fellsbæ og slökkviliðið og sjúkra- flutningar 11100 til vara 0122 al- mannavamir 22040 eða 11150. Vit- að er að í landinu eru tugir síma- númera, sumir segja jafnvel 170,? sem þjóna því hlutverki að vera neyðarnúmer. í brennandi húsnæði eða við önnur neyðartilvik, t.d.líkamsárás, er öruggara að hafa eitt númer, stutt og einfalt, sem auðvelt er að muna. HVAÐ SKAL GERA EF ELD- UR VERÐUR LAUS? VARIÐ ALLA VIÐ. ELDUR ER LAUS. SJÁIÐ UM AÐ ALLIR FARIÚT. HRINGIÐ f NEYÐARSÍMA- NÚMER SLÖKKVILIÐSINS. SEM ER 11222. Tilkynnið hvar er að brenna, tak- ið á móti slökkviliðinu er það kem- ur á staðinn og gefið nánari upplýs- ingar ef þær eru fyrir hendi. Á undanfömum ámm hafa augná- verkar af völdum flugelda orðið al- varlegri en áður. Algengast er mar á auga, yfirleitt með blæðingum inn í auganu. Oft er um varanlega skemmd að ræða með sjónskerð- ingu. Samfara þessu geta fylgt brot í andliti og í verstu tilfellum hefur þurft að fjarlægja augað. í rannsókn sem augnlæknamir Haraldur Sigurðsson, Guðmundur Viggósson og Friðbert Jónasson gerðu og birt var í Læknablaðinu desember-hefti 1991, kemur fram að algengasta orsök augnáverka um áramót voru flugeldar. Tívolíbomb- ur, blys og hvellhettur deildu öðru sæti. Flestir hinna slösuðu voru börn og unglingar. Flest slysanna urðu um áramótin 1987-1988 í kjölfar notkunar öfl- ugri skotelda, svokallaðra tívolí- bomba. Þá slösuðust fimm einstak- lingar alvarlega á auga, þar af þrír vegna tívolíbomba. Töluverðar um- ræður og blaðaskrif urðu þá um hættuna af notkun flugelda og í framhaldi af því voru tívolíbombur bannaðar. FORELDRAR !!! LÁTUM LÍTIL BÖRN ALDREI BERA ELD AÐ FLUGELDUM OG BLYSUM. Greinarhöfundar segja að lokum að aldrei verði og brýnt fyrir for- eldrum að fylgjast vel með börn- um, bæði þeim sem sjálf eru að verki og hinum sem nærstödd era þegar farið sé með flugelda, blys eða sprengjur. Má í því sambandi einnig benda á nokkrar grundvallarreglur sem hafa ber í huga við upphaf nýs árs. Fyrst er að nefna að aldrei skal haldið á blysum nema leiðbeining- ar gefi til kynna að það sé í lagi. Standið þá þannig að vindurinn sé í bakið og beinið blysinu frá ykkur. Gætið að því að enginn verði fyrir neistaflugi eða eldkúlum sem koma úr blysum og notið hanska. Þá skal minnt á að skjóta flugeldum jafnan úr stöðugri undirstöðu og víkja vel frá. Beygið ykkur ekki yfir skoteld sem þið ætlið að kveikja í verið til hliðar og víkið vel frá. Þegar búið er að brenna út gamla árið er sjálf- sagt að taka til og kasta í ruslið öll- um umbúðum og óbmnnum hlut- um. Geymið flugelda á ömggum stað og þar sem börn ná ekki til. Flugelda á ekki að geyma á milli ára. Ef ykkur tekst ekki að skjóta öllu upp um áramótin, ljúkið því þá á þrettándanum. SVÖR ÞURFA AÐ PÓST- LEGGJAST FYRIR MIÐ- NÆTTI 31.DESEMBER 1993. SENDIST TIL LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐSMANNA. PÓSTHÓLF 4023 124 REYKJAVÍK. SONY 29" stereo, text sjónvarp SONY geislaspilarar, ferðageislaspilarar SONY My first Sony kassettutæki fyrir börnin SONY vasadiskó m/útvarpi PANASONIC hljómtækjasamstæða PANASONIC örbylgjuofn PANASONIC ferðakasettutæki Hinar sívinsælu Segamegadrive leikjatölvur Leikir: Aladin, Indiana Jones o.fl. SAMSGNG 14" sjónvarp SAMSGNG 21" text sjónvarp Tölvuvörur frá EJS ACIDIO SONIC heyrnartól Allt fyrir gítarleikarann: neglur, strengir, ólar, snúrur. Mikið úrval tengja, allt fyrir loftnetsuppsetningar. Traust viðgerðaþjónusta á rafeindatækjum. „Aðeins það besta fyrir þig það vitum við“ Opið: mánud. - föstud. kl. 9-18, aðfangadag kl. 9-12, laugard. kl. 10-23. Selási 13, Egilsstöðum Sími12450 Myndsendir 12451 Notið slökkvitæki á staðnum til að hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkviliðið kemur. Ef tími leyfir, lokið hurðum og gluggum til að hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkviliðið hemur. FORELDRAR ATHUGIÐ. Skiljið lítil börn aldrei ein eftir. Setjið límmiða á símtækið á heimilinu með NEYÐARSÍMA- NÚMERI lögreglu og slökkviliðs. KENNIÐ BÖRNUM OG UNG- LINGUM HVERNIG OG HVENÆR Á AÐ HRINGJA í NEYÐARSÍMANÚMERIÐ 11222. Vísbending við ó.spurningu. Augnslys bama og unglinga um áramót. K MEINSF'ÉLAGSINS 19 9 3 T I I þetta sinn voru miðar sendir konum, á aldrinum 23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnum hina á góðan málstað og verðmæta vinninga. Greiða má í banka, sparisjóði eða póStafgreiðslu til hádegis á aðfangadag jóla. Vakin er athygli á því að hægt er að borga með greiðslukorti (Visa, Eurocard). Hringið þá í síma (91) 621414. . | Hver keyptur miði eflir sókn og vörrí gegn krabbameini!

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.