Austri - 16.12.1993, Qupperneq 35
Egilsstöðum, jólin 1993.
AUSTRI
35
Kaupfélag
Austur-
Skaftfellinga
ósfcar féCagsmönnum og öðrum viðskip tamönnum
gleðiíegrajóta og farscztdar á kgmandi ári með þöfcJd
fyrir viðsCjptin og samvinnuna
á árinu sem er að tíða.
Umsjón : Sigurður O. Pálsson:
/
I hendingum
í síðasta þætti vék ég nokkrum orðum að kveðskap Freysteins Gunnarssonar
og birti fáeinar vísur eftir hann.
Einhvern veginn finnst mér, úr því ég fór á annað borð að minnast á þennan
gamla skólastjóra minn og kennara, að ég geti ekki skilist við hann án þess að
láta hans ögn meira getið í þessum dálkum.
Þessi maður var meira en skólastjóri, kennari og skáld. Ætli þeir séu ekki fáir,
sem við eigum meira að þakka fyrir að snúa erlendum ritum á fagurtæra íslensku,
ekki síst því lesmáli sem landsmenn hafa lengi kynnst, og kynnast enn, á
bernsku- og unglingsárum? Eg tel að þessi þáttur hans í íslenskri málrækt verði
seint fullmetinn.
Það eru hrein undur hverju þessi hægláti og ljúfi maður, sem aldrei virtist vera
að flýta sér, kom í verk í frístundum sínum.
Við það að líta í skrá yfir þýðingar Freysteins Gunnarssonar setur svima að
smávirkum manni og að telja þær upp myndi margsprengja rými þessa þáttar. Get
ég þó ekki stillt mig um að nefna nokkur dæmi: Nonnabækur í 12 bindum, bæk-
urnar um Önnu Fíu, Pollýönnu, Siggu Viggu, Jóabækurnar, auk fjölda bóka fyrir
fólk á öllum aldri. Hann tók saman Dansk-íslenska orðabók, mikið eljuverk,
samdi Ritreglur, Agrip af setningafræði og greinarmerkjafræði, Stafsetningar-
orðabók; sá um útgáfur merkra rita.
Víkjum að kveðskap Freysteins á nýjan leik.
Hann samdi fjölda sönglagatexta af sömu smekkvísi og annað sem hann ritaði,
en mig grunar að þeir hafi ekki allir komið til skila í bókum hans. Ég er ekki viss
um að allir þeir sem syngja þessi vinsælu ljóð, muni einatt eftir hvem þau eru.
Þessum manni var einkar lagið að hafa hljótt um nafn sitt. Má ég nefna nokkur
þessara Ijóða? Fyrstu ljóðlínu, eða upphaf hennar, set ég sums staðar innan sviga
til glöggvunar þeim sem ekki átta sig á nafninu, auk þess sem ég lauma að örfá-
um skýringum.
RÖKKUR-RÓ. (í kvöld, þegar ysinn er úti). / LITLI VIN. Þýðing úr ensku. /
KVÖLDLJÓÐ V. (Nú hallar degi svo hægt og rótt). Þetta er fimmta erindi í
flokki sjálfstæðra kvöldljóða, þýtt úr dönsku. KÁTIR SÖNGVASVEINAR. (Við
göngum út í laufgan lund,) þýtt úr sænsku. /SYNGDU, MEÐAN SÓLIN SKÍN. /
VÉR GÖNGUM. (Vér göngum svo léttir í lundu,) úr Alt Heidelberg. /ÖKU-
LJÓÐ. (Áfram veginn...). / ÞEGAR SÓL VERMIR JÖRÐ. / VOR í DAL. (Þó að
æði ógn og hríðir,).
Margt fleira mætti upp telja, en hér skal staðar numið. Hitt vita allir, sem
sungið hafa ljóð Freysteins Gunnarssonar, að þau falla einkar ljúflega að lögum
þeim sem þau eru kveðin við.
Nú talar höfundur sínu máli:
GLERBROT
Eg fann það um síðir, að gæfan er gler,
svo grátlega brothætt hún reyndist mér,
því æskan er léttstíg og leikur sér
að ljómandi gullinu fríða.
En glerið er brothætt, og grjótið er víða.
Mér gersemin dýra var gefin í hönd,
í gáskanum héldu mér engin bönd;
ég lék mér á æskunnar ljómandi strönd,
sá leikur varð gullinu' að meini.
Ég braut það í ógáti’ á örlagasteini.
Nú skil ég það fyrst, hvað ég skemmti mér við,
er skemmt hef ég dýrasta leikfangið.
Nú sit ég í rökkrinu’ og rísla mér við
að raða brotunum saman.
Ég særi mig á þeim. - En samt er það gaman.
EYJAN BLÁA III
Mannsbarnið fætt til þjáningar og þrauta
þreyir í von um líf í æðra heimi,
skoðar í draumsýn dásemd vetrarbraut,
dagbjarta veröld fjærst í stjörnugeimi.
Hvort mun ei draumur hjartans ná að rætast
handan við stríð, er endar jarðlífs saga,
aðskildir vinir aftur fá að mætast,
yndis að njóta fagurglaða daga?
Hraðar en ljósið hugur mannsins líður
hafinn til flugs um óravíddir geimsins
duftinu frá í himinveldið háa,
þangað sem angan Edenslundar bíður
utan við rúm og tíma jarðarheimsins,
þar sem í ljóma blikar Eyjan bláa.
AÐFANGADAGSKVÖLD
I skyndi skuggarnir eyðast
fyrir skínandi miðsvetrar sól.
Rökkrið hverfur og ljósa ljóminn
lýsir “heims um ból”.
Frá skuggum sorgar og synda
leitar sárþjáður mannanna her
til þess ljóssins, sem skærast ljómar,
loks er nóttin þver.
Ur myrkrum mannkynið hrópar
yfir málmskæran klukknanna nið.
Eins og grátandi barn það biður,
biður guð um frið.
I skæru jólanna skini
eftir skammdegis stríðviðrin hörð
góður, alvaldur guð á hæðum
gefi frið á jörð.
Með bestu jólakveðjum,
S.Ó.P.