Austri


Austri - 16.12.1993, Síða 37

Austri - 16.12.1993, Síða 37
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 37 Endurmat a Flj ótsdals virkj un ,,Miðlunarlón á Eyjabökkum mun valda meiri umhverfísspjöllum hér á landi, en nokkrar aðrar orkuframkvæmdir hingað til. Það er með ólíkindum hversu litla umfjöllun Fljóts- dalsvirkjun og miðlunarlón á Eyjabökkum fengu á sínum tíma.“ A síðasta náttúruverndarþingi, sem haldið var í Reykjavík dag- ana 29.-30. okt. sl. var eftirfar- andi tillaga samþykkt: Náttúruverndarþing felur Nátt- úruverndarráði að taka til gagn- gerðrar endurskoðunar umsögn ráðsins frá 1981, um áformaða virkjun Jökulsár í Fljótsdal og endurmeta áhrif miðlunarlóns á Eyjabökkum. Greinargerð með tillögunni „Eyjabakkar við rætur Snæfells em víðáttumikið votlendi (í 650 m h. y.s.), með flóum, mýmm og ara- grúa tjarna. Einnig er þar fjölbreytt þurrlendi og vel grónir jökulhrauk- ar. Eina hliðstæða svæðið á landinu er Þjórsárver. Fyrirhugað miðlunarlón á Eyja- bökkum verður a.m.k. 43 km2, þar af fara 17 km2 votlendis undir vatn. Auk þess að eyða grónu og til- komumiklu landi, mun Eyjabakka- lón skerða þýðingarmikið búsvæði heiðagæsarinnar. Allt að 13 þúsund fuglar hafa fellt þar flugfjaðrir á síðari árum, og er það stærsti hópur slíkra fugla sem þekktur er í heim- inum. Eyjabakkar hafa því ótvírætt náttúruverndargildi skv. Ramsar- sáttmálanum um verndun votlend- is, og eykur það enn frekar skyldur okkar að vernda þessa fögm og gróskumiklu hálendisvin. Miðlunarlón á Eyjabökkum hef- ur verið talið forsenda Fljótsdals- virkjunar. Gögn í vörslu náttúm- vemdarráðs sýna að litlar umræður fóm fram um náttúruvemdargildi Eyjabakka, jafnt innan ráðsins, sem í nefndum á vegum þess, þegar fjallað var um Fljótsdalsvirkjun 1980. Rökstuðningur Náttúruvemdar- ráðs fyrir jákvæðri umsögn um Fljótsdalsvirkjun í mars 1981, var fyrst og fremst sá, að tekist hefði samkomulag um friðun Þjórsár- vera. Taldi ráðið því ekki ástæðu til að leggjast gegn því að Eyjabökk- um yrði fórnað vegna raforkufram- leiðslu. Hér er orðum ekki einungis beint til Náttúruverndarráðs, heldur til allra þeirra sem láta sig náttúru- vemd einhverju skipta. Nauðsynlegt er að Náttúruvemd- arráð endurmeti reglulega náttúm- vemdargildi svæða sem eru í hættu vegna framkvæmda. Eins þurfa umsagnir og leyfi ráðsins fyrir framkvæmdum að vera tímabund- in, þar sem viðhorf manna til um- hverfis og framkvæmda taka stöð- ugum breytingum, m.a. vegna auk- innar þekkingar á náttúrufari við- komandi svæða. Þá hafa tækni- framfarir breytt forsendum margra virkjana. í ljósi þessa er lagt til, að Nátt- úruvemdarráð endurskoði 12 ára gamla umsögn sína um Fljótsdals- virkjun frá granni, og kannað verði í þaula hvort hægt sé að virkja Jök- ulsá í Fljótsdal án þess að eyði- leggja Eyjabakka. Þetta þarf að gera í tengslum við umhverfismat á öðmm fyrirhuguðum virkjunum á hálendinu. Fulltrúar eftirfarandi félaga og samtaka stóðu að flutningi tillög- unnar: Félag íslenskra náttúrufrœðinga, Félag landvarða, Félag leiðsögu- manna, Fuglaverndarfélag Islands, Hið íslenska náttúrufrœðifélag, Landssamband hestamanna, Land- vernd, Líjfrœðifélagið, Náttúru- verndarsamtök Austurlands (NAUST), Sjálfboðaliðasamtök um náttúru- vernd, Vísindafélag Islendinga og Umhverfismálanefnd Egilsstaða. “ Tillagan var samþykkt á þinginu með 26 atkvæðum gegn 4. Umfjöllun náttúruverndaraðilja Tillagan var borin fram af Fugla- vemdarfélagi Islands. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, stjómar- maður í félaginu, hefur tekið saman skýrslu er nefnist “Eyjabakkar, um- fjöllun Náttúruverndarráðs á Fljótsdalsvirkjun, umsagnir nátt- úrufrœðinga o.fl. Þessi skýrsla er mjög fróðleg lesning. Þar kemur ótvírætt fram, að það hefur nánast verið þegjandi samkomulag allra aðilja, að láta sem Eyjabakkar væm ekki til, eða skiptu engu máli fyrir náttúra landsins. Eftir að Náttúruverndarráð gaf sína alræmdu umsögn, og fórnaði Eyjabökkum fyrir friðlýsingu Þjórsárvera, 26. mars 1981, hafa víst flestir áhugamenn um náttúru- vemd talið að Eyjabakkamálið væri tapað og þýðingarlaust að ræða það frekar, enda virkjun árinnar jafnan á næsta leyti. Þetta er þó að sjálfsögðu mikill misskilningur. Það sannaðist m.a. í Laxárdeilunni kringum 1970, að hægt er að hnekkja ákvörðunum opinberra stjórnvalda eða nefnda, ef andstaða er nógu mikil heima fyrir. Það sem skipt hefur sköpum í þessu máli er eflaust, að engin samstaða hefur myndast um vernd- un Eyjabakka hér eystra. Þvert á móti hafa Austfirðingar sameinast um að krefjast stórvirkjunar í Jök- ulsá í Fljótsdal, án tillits til um- hverfisspjalla. Það gerir gæfumun- inn á þeim og Þingeyingum. Afgreiðsla Náttúruverndarráðs í skýrslu Kristins Hauks segir m.a. um afgreiðslu Náttúruvemdar- ráðs á Fljótsdalsvirkjun: „Umsögn Náttúruverndarráðs um Fljótsdalsvirkjun í mars 1981, getur tæpast talist sjálfstætt mat á náttúruvemdargildi Eyjabakka. Þar er aðallega fjallað um sögu rann- sókna, taldar eru upp rannsókna- skýrslur og rakin augljós áhrif Fljótsdalsvirkjunar. Drepið er laus- lega á náttúruverndargildi Eyja- bakka, en það er að mestu leyti orðrétt upp úr skýrslu Amþórs Garðarssonar um Vatnavemd frá árinu 1978. Sú skýrsla kom út áður en niðurstöður náttúruvemdarkönn- unar á Snæfellssvæðinu lágu fyrir.” I umsögn Náttúruverndarráðs stendur þetta um Eyjabakka: „Eyjabakkar eru gróskumikið flæðiland í fögru umhverfi. Á há- lendinu eru fá gróðurlendi á borð við þá. Fyrst og fremst em það Þjórsárver við Hofsjökul, Hvítár- nes, og örfáir staðir á Möðmdalsör- æfum. Allir þessir staðir eru hentugir fyrir miðlunarlón vegna virkjana, en jafnframt er náttúru- vemdargildi þeirra mikið. Náttúruverndarráð telur ekki annað koma til mála, en þyrma ein- hverju þessara svæða, og því þarf að líta á þau í samhengi, þegar á- formað er að taka eitthvert þeirra undir miðlunarlón. Þjórsárver hafa tvímælalaust mest verndargildi þeirra allra, og við friðlýsingu þeirra telur ráðið verjanlegt að samþykkja miðlunar- lón á einhverju hinna, því tæpast er þess að vænta, að hægt verði að halda í þau öll til lengdar, vegna mikilvægis þeirra fyrir raforku- vinnslu í landinu... Enda þótt mikill sjónarsviftir yrði að hinu víðfeðma gróðurlendi Eyjabakkasvæðisins, færi það undir vatn, og þrátt fyrir að forðast beri að eyða þannig grónu landi, sé þess nokkur kostur, þá vill Náttúm- verndarráð fyrir sitt leyti ekki leggjast gegn Fljótsdalsvirkjun, telji orkuyfirvöld hana nauðsyn- lega. Sú afstaða mótast m.a af því, að samkomulag hefur tekist um varan- lega verndun Þjórsárvera, sem frá sjónarmiði náttúruverndar, og samkvœmt niðurstöðum rannsókna á báðum þessum svœðurn eru talin enn mikilvœgari hálendisvin, ” (let- urbr. höf.).“ Við hverju er hægt að búast, þeg- ar hinn opinberi málsvari náttúru- verndar í landinu, fremur slík hrossakaup og lýsir yfir svo ein- faldri uppgjöf fyrir fram? Afgreiðsla Náttúruverndarráðs á Fljótsdalsvirkjun minnir á annað mál suður í Palestínu forðum, þeg- ar Pílatus landsstjóri Rómverja lét gyðinga kjósa sér útlausn eins fanga í tilefni af Páskahátíðinni forðum daga og þeir kusu Barnabas sem alkunnugt er, en fórnuðu Kristi. Þessi afstaða ráðsins er ítrekuð í umsögn þess frá 7. febrúar 1991, til Landsvirkjunar, þrátt fyrir breytta hönnun og að ýmsu leyti breyttar forsendur virkjunarinnar, en þar segir um Eyjabakka: ,,Það er skilningur Náttúru- verndarráðs, að jákvceð umsögn ráðsins (bréf. dags. 31. mars 1981) varðandi eldri hugmyndir um virkj- un, standi enn, þar með talið að leggja Eyjabakka undir vatn. ” I þessari síðustu umsögn kemur fram vilji ráðsins til að friðlýsa Snæfell og Vesturöræfi, eins og til að fá einhverja uppbót fyrir Eyja- bakka. I lillögu ráðsins um þessa friðlýsingu, frá 21. júní 1993, er gert ráð fyrir að mörk þess miðist við áætluð miðlunarlón á Eyja- bökkum og Hálsi við Jökulsá á Dal. Nánar um Eyjabakkasvæðið og lífríki þess Sköpun þess landslags, sem nú getur að líta við norðausturbrún Vatnajökuls, hófst á ísöld fyrir um 700 þúsund árum, þegar eldvirkni tók sig upp þar að nýju eftir meira en milljón ára hlé. Leiddi hún til myndunar Snæfells og móbergs- hnjúkanna umhverfis það. Ekki er vitað um eldgos í Snæfelli síðustu 10 þúsund árin, en þar sem megin- eldstöðvar geta verið virkar í meira en milljón ár, og tugir árþúsunda liðið á milli gosa, er ekki hægt að afgreiða Snæfell sem útkulnað eld- fjall (Sbr. t.d. Heimaey). Líklegt er talið, að í Eyjabakka- lægðinni hafi verið jökullón í lok Isaldar, er síðan hafi fyllst upp með framburði. Eyjasléttan liggur í um 650 m hæð yfir sjávarmáli. Eyjabakkajökull hefur hlaupið fram a.m.k. þrisvar á þessari öld, en ystu menjar um framskrið hans eru voldugir jökulgarðar frá 1890. Innan þeirra er stórt lón, sem heiðagæsir í sárum kunna vel að meta, en sumarið 1992 sást þar stærsti heiðagæsahópur, sem sést hefur á Islandi, eða um 5 þúsund fuglar. Heiðagæs og álft eru þeir fuglar sem mest ber á á Eyjabökkum. Af álftum eru um 30 varppör, og um 40 af heiðagæs. Svæðið er ekki sér- lega þýðingarmikið fyrir varp heiðagæsa, en aftur á móti mjög mikilvægt fyrir heiðagæsir í sárum, því þar er nú hvert sumar stærsti hópur þeirra í heiminum. Árið 1991 vom rúmlega 13 þúsund fugl- ar þar, og 1992 um 9 þúsund. Það er um helmingur allra geldra heiða- gæsa í landinu, og um 10-15 % alla geldfugla í íslensk-grænlenska stofninum, eða um 7 % af heildar- stofninum. Samkvæmt Ramsarsáttmálanum, sem íslendingar hafa undirritað, og skilgreiningu Alþjóðlega Fugla- verndarráðsins, eru votlendissvæði talin hafa alþjóðlegt verndargildi ef 1% eða meira af einhverjum stofni vatnafugla nýtir þau í lengri eða skemmri tíma. Eins og fyrr segir, hefur Eyjabakkasvæðið því ótví- rætt náttúruverndargildi á heims- mælikvarða samkvæmt sáttmálanum. Þóriseyjar Að lokum er þess að geta, að ör- nefnið Eyjabakkar er nú almennt notað sem samheiti fyrir allt flat- lendið austan Snæfells, sem Jök- ulsá í Fljótsdal kvíslast um, en það hefur ýmis sérnöfn. Meginhluti þess kallast nú bara Eyjar, en heitir fullu nafni Þóriseyjar. Vestan Eyj- anna er Þjófagilsflói, og Snœfells- nes utan við þær, NA undir Snæ- felli. Bakkarnir austan Jökulsár heita Eyjabakkar, og eru tiltölulega lítill hluti af hinu gróna landi. Innst á svæðinu em svo Eyjafell. Þóriseyjar væri réttara nafn á þessu svæði, og minnir það óneit- anlega á Þjórsárverin, sem hér hafa iðulega verið nefnd. Skyldi það vera tilviljun? Þessi grein er tekin saman af náttúrufræðingunum Helga Hall- grímssyni og Skarphéðni Þórissyni, í samvinnu við Kristin Hauk Skarphéðinsson. Skarphéðinn hefur lagt til myndir í greinina. Hópur afheiðagæs í sárum á Eyjabökkum. Eyjabakkar. Horft til norðurst yfir Eyjabakkajökli.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.