Austri - 12.12.1996, Síða 9
Jólin 1996
AUSTRI
9
svo góðan að sýna salinn og taka
röð af myndum. En þama í fyrra
gerðist það að einhver geysimikill
listamaður var með kvikmyndavél,
sennilega mjög snjall. Honum
fannst greinilega helv... leiðinlegt að
taka vélina bara upp og sýna þessar
myndir. Þá var sett á poppmúsík og
svo fór hann nær og fjær og velti
vélinni. Maður varð bara sjóveikur.
Hann eyðilagði þetta eiginlega al-
veg fyrir manni. Maður fer að vísu
stundum nálægt, það getur verið allt
í lagi.
En þetta mætti sjónvarpið gera,
sýna svona fimm mínútur frá sýn-
ingum. Þetta væri mikill munur fyr-
ir landsbyggðarfólk. Það er hægt að
segja eitthvað frá listamanninum á
meðan. Svo þarf ekki einu sinni að
gera þetta strax og sýningar opna,
það má vera eftir t.d. viku. Maður
gæti þá þess vegna skroppið suður
ef eitthvað væri verulega áhugavert.
Annars hefur maður stundum á
tilfinningunni með byggðir eins og
Breiðdal og Stöðvarfjörður og
svona smærri staði, að eiginlega sé
verið að afskrifa þetta.
Það er t.d. eitt sem við höfum
áhyggjur af hér núna að einhver
þingsályktunartillaga verður senni-
lega lögð fyrir þingið í vetur þess
efnis að leggja Héraðsdýralæknis-
embættið niður. Það er í anda hinnar
nýju trúar um frjálsa samkeppni. Eg
hef kynnst því þegar engin sam-
keppni var í neinu nánast og engin
þjónusta. Maður þurfti að betla alla
hluti og maður var heppinn ef eitt-
hvað fékkst. Eg er búinn að vera
það lengi hérna. Það hefur margt
breyst þannig og það eru til fyrir-
tæki sem keppa og maður fær góða
þjónustu.
En að leggja stöðu Héraðsdýra-
læknis á Breiðdalsvík af þýðir að
okkar næsti dýralæknir er á Egils-
stöðum eða Höfn. Það fer engin prí-
vat dýralæknir á Breiðdalsvík, hann
lifir ekki þama, hefur of lítið kaup.
Þetta er mjög slæmt.
Ef hestur t.d. fær hrossasótt þá
þarf maður að fá aðstoð strax. Ef
þetta gerist að vetri og svona gerist
helst þá, þegar hrossin eru inni á
gjöf, hvað gerist þá. Eg á enn ekki
byssu, en ég veit það að þá fær
maður sér byssu. Það var nágranni
minn sem sagði að bændur hefðu
ekki efni á að kalla á dýralækni frá
Egilsstöðum ef eitthvað væri að
kind. Hún yrði bara skotin.
Hrossasótt kemur t.d. alltaf fyrir á
nánast hverjum bæ einhvem tímann
á hverjum vetri. Lyf við henni er
gefið í æð og er mjög gott. Ef bænd-
ur ættu að gefa þetta sjálfir þyrftu
þeir að fá þjálfun í því, en svo mega
þeir það ekki og myndu kannski
gera einhverja bölvaða vitleysu.
Ef þetta embætti væri aflagt
myndu bændur á svæðinu frá
Djúpavogi og á Fáskrúðsfjörð verða
án þjónustu.
Sjáðu pósthúsin, hvernig verður
það. Þeir ætla að koma þeim fyrir í
einhverjum búðum. Bankinn er op-
inn eftir hádegi, hann var einhvem-
tíma opinn allan daginn. Það var
reglulegt flug á Breiðdalsvík, það er
alveg búið. Maður er að vísu með
tölvutengingu við bankann og það
hjálpar mikið til.
Það er svo margt sem bendir til
þess að of lítill áhugi sé fyrir sveit-
unum. Það er svo lítil hvatning til að
skipta sér af þessu. Hér eru svo fá
atkvæði. Framsóknarflokkurinn á
orðið svo marga kjósendur á Suð-
vesturhominu og landsbyggðin, það
er mjög dreifðar byggðir, þetta er
ekki lengur eins mikilvægt. Þetta á
reyndar við um alla flokka.
En t.d. ef dýralæknisembættið
verður aflagt er einni stoðinni kippt
undan búskap hér. Egilsstaðir eru
ekki langt í burtu, en það er bara
það að maðurinn verður að vera fá-
anlegur fljótlega. Hann getur þess
vegna verið á ferðinni í Borgarfirði
og ekki komist fyrr en eftir marga
tíma. Ef svona kemur fyrir verð-
mætustu gripina á bænum, ef t.d.
tvær eða þrjár hryssur em undirstað-
an í búskapnum. Ef þær drepast
Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum
gleðilegrajóla ogjarsældar á nýju ári.
PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 466 1670, BRÉFSÍMI: 466 1833,
GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670
vegna þess að eigandinn kemst ekki
í lyf og enginn dýralæknir kemst, þá
er starfsemin þeim mun veikari.
Ef mjög margt gerist í þessum dúr
gæti maður farið að hugsa sér til
hreyfings.
Fyrir tveimur árum vom hér tveir
þýskir listamenn og annar fór héma
upp á hól og sagði: „Þetta er einn
fallegasti staður á jarðríki." Ef bú-
seta á svona stöðum leggðist af yrði
allt svo miklu fátæklegra.
Það er afskaplega „brútalt" að
ganga út frá því að 10.000 manna
byggð sé það sem á að heita lífvæn-
legt eða þó að það sé bara 2.000
manns og hinu megi í raun gleyma.
Þetta er andsk... hart, þessi hugsana-
háttur. Menn líta ekki á aðstæður á
hverjum stað. Þeir sem hugsa eitt-
hvað lengra, sjá að óhentugt er að
ætla að troða öllum á einhvern
smáskika. Alla vega þýðir ekkert að
reka mig þangað." sbb
Sagan af Skrautu
Út er komin barnabókin
Skrauta eftir Hákon Aðalsteins-
son. í sögunni, sem er ætluð
börnum á öllum aldri, rifjar
höfundur upp æskuminningar
sínar um kúna Skrautu. Sögu-
hetjan er fyrirmyndar mjólkur-
kýr á Hrafnkelsdal, sem á við
þann vanda að stríða að vera
haldin ólæknandi fíkn í tuskur.
Auðvitað er kusa tekin í „með-
ferð“ og af því verður til saga.
Hákon hefur ekki áður sent frá
sér bók í lausu máli, en út hafa
komið eftir hann tvær ljóða-
bækur, Bjallkolla og Oddrún.
Sagan af Skrautu er mynd-
skreytt af Sigrúnu Jónsdóttur.
KORFUBOLTI 1. DEILD:
Höttur vinnur og tapar
í baráttu við botnliðin
Síðustu helgina í nóvember tók Höttur á móti Iiði
Ungmennafélags Stafholtstungna, sem var þá í
næstneðsta sæti deildarinnar.
Leikurinn var hálfgerður barningur frá upphafi til
enda, það tók heimamenn þrjár mínútur að finna leið-
ina í körfuna og gestina fjórar. Höttur tók síðan frum-
kvæðið og um miðjan fyrri hálfleik höfðu þeir náð sext-
án stiga forystu, en Borgfirðingamir náðu henni niður í
tvö með góðri baráttu og hittni á síðustu mínútum hálf-
leiksins. Shahid skoraði síðan níu fyrstu stig síðari hálf-
leiksins og náði þar með þeirri forystu sem Höttur hélt
að í stórum dráttum til leiksloka, en leiknum lauk með
sigri Hattar 89:77.
Þrátt fyrir töluvert stigaskor, var leikurinn lítið fyrir
augað og eins og leikmenn og áhorfendur væru óþarf-
lega vissir um hvar sigurinn myndi lenda. Shahid skor-
aði mest að vanda eða sín 37 stig. Unnar var drjúgur og
gerði 20 stig og Birkir átti sinn besta leik í vetur og
gerði 16 stig. Viggó gerði 9 stig, Héðinn 3 stig og
Hannibal og Ragnar 2 stig.
Um liðna helgi heimsóttu svo Hattarar hitt botnliðið,
Iþróttafélag stúdenta, sem vermt hefur botninn í deild-
inni og hafði fram að þeim tíma ekkert stig hlotið. Er
skemmst frá því að segja að Hattarar virtust hafa gleymt
bæði baráttuandanum og hittninni heima, meðan and-
stæðingarnir höfðu margfaldað hvort tveggja frá fyrri
leikjum. Niðurstaðan varð þriðja græna skýrsla vetrar-
ins, því IS vann með xx stigum gegn 69 stigum Hattar
og náði í sín fyrstu tvö stig, sem út af fyrir sig má sam-
gleðjast þeim með, þótt betra hefði verið að þeir hefðu
nælt sér í þau annars staðar. Þeir sem skomðu fyrir Hött
voru: Shahid 36 stig, Guðjón 11, Jón Bender 7, Viggó
5, Styrmir 4, Unnar 3, Hannibal 2 og Ragnar 1 stig.
Næsti heimaleikur við Snæfell
A laugardaginn 14. desember mæta Hattarmenn liði
Snæfells frá Stykkishólmi hér á Egilsstöðum.
Hólmarar byrjuðu tímabilið ekki vel með tapi á
heimavelli gegn Hetti, en hafa staðið sig þokkalega síð-
an og eru sem stendur í öðru sæti með tvo leiki tapaða
og hafa einir sigrað Valsara. Þjálfari þeirra er okkur að
góðu kunnur; Karl Jónsson, en hann lék hér með Hetti
fyrir þremur ámm. Hólmarar hafa fengið til liðs við sig
nýjan Kana og þykjast vafalaust hafa harma að hefna.
Ef Hattarmenn ná að hrista af sér doöann, sem yfir
þeim var í leikjunum við botnliðin, er ekki vafi á að þeir
hafa alla möguleika á að endurtaka leikinn frá því í
haust, sigra Snæfell á laugardaginn og komast þar með
aftur upp að hliðinni á þeim á stigatöflunni.
Kaupfélag
Austur-
Skaftfellinga
óskar félagsmönnum og öðrum
viðskiptamönnum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári,
með þökkfyrir viðskiptin og
samvinnuna á árinu sem er að líða.