Austri - 12.12.1996, Blaðsíða 12
12
AUSTRI
Jólin 1996
Már Karlsson
Þannig verður sagan til
Erindi flutt í sextugsafmæli Þorsteins Sveinssonar 2. maí 1984
Dagurinn 24. nóvember 1948
rann upp sem flestir aðrir dagar
skammdegisins, þungbúinn með
kulda í lofti og snjóföl á jörð. Það er
lítið um að vera í þorpinu á þessum
árstíma. Sláturtíð er um garð gengin
og ógæftir hamla veiðum. Bátamir
liggja í bólum sínum úti á Vognum
og toga í múminguna svo að marrar
í taumunum. Uppi í fjörunni liggja
uppskipunarbátarnir Alfa og Ingólf-
ur og hafa lokið hlutverki sínu með
tilkomu nýrrar hafskipabryggju.
Þessir góðu farkostir hafa um
margra áratuga skeið verið hluti af
tilverunni, eins og formenn þeirra,
Malli í Hlíðarhúsi og Aðalsteinn í
Svalbarði. Nokkrir píreygðir mávar
vappa um á mæni Löngubúðarinnar
í eintómu tilgangsleysi, að því er
virðist, eða kannski em þeir bara að
bíða eftir Hlöðver í Sunnuhvoli.
Léttir mótorskellir berast frá mót-
orskúr kaupfélagsins, bergmála í
Hjallaklettinum og rjúfa morgun-
kyrrðina á plássinu framan við
gömlu verslunarhúsin.
Hár, þrekvaxinn maður með brún-
an hatt á höfði kemur lallandi niður
plássið að búðarhurðinni, snýr lykli
og snarast inn. Stuttu seinna hverf-
ur gamla brúna krossviðarspjaldið
frá glugganum á útidyrahurðinni.
Klukkan er níu að morgni og Gútti
í Sólhól búinn að opna búðina.
Innan frá fremri kontómum berast
háir og hvellir eldfjörugir blísturs-
tónar, samansettir í syrpu af gömlu
og nýju lögunum, ásamt tónum frá
eigin brjósti. Þar er Kjartan Karls-
son gjaldkeri mættur til starfa sinna.
Uti í portinu í Löngubúðinni stendur
gamall maður, lágvaxinn og grannur
með mikið yfirvararskegg. Hann
heldur á stórri lyklakippu sem
hringlar í þegar hann hreyfir sig.
Þetta er Aki í Brekku, en það er
með hann eins og Pétur í Gullna
hliðinu að hann hefur engin völd, en
honum er treystandi fyrir öllum
hurðum gömlu einokunarhúsanna.
Hann er einn af þeim fáu sem bæði
hefur kynnst faktorunum og kaup-
félagsstjómnum. Hann þekkir pláss-
ið og gömlu húsin eins og finguma
á sér.
Fátt fólk er á ferli í þorpinu fyrr
en upp úr hálftíu, en þá eru þeir
búnir að hafa talstöðvarsamband,
Gísli í Hrauni og Gísli í Papey.
Þessum samtölum á bátabylgjunni
má enginn lifandi maður missa af.
Betra er að sleppa fréttunum í út-
varpinu en samtali þeirra nafna. Það
kveður svo fast að ofnotkun gömlu
Philips-útvarpstækjanna hér um
slóðir að Gísli í Papey kvartaði eitt
sinn við Ingibjörgu, konu Gísla í
Hrauni, um að fremur illa heyrðist
til hennar. Ingibjörg hafði svör á
reiðum höndum og sagði við óðals-
bóndann í Papey:
„Gáðu bara að því, maður, að
hvert einasta mannsbarn á Djúpa-
vogi, Alftafirði, Berufjarðarströnd
er að hlusta á okkur. Þú getur rétt
ímyndað þér hvað öll þessi útvarps-
tæki draga mikinn styrk frá talstöð-
inni, það verður bara að taka fyrir
svona hlustunarbrjálæði, heyrir þú
þetta, Gísli minn. Yfir.“
„Djúpivogur, Djúpivogur, Papey
svarar, ég bið að heilsa nafna mín-
um, vertu blessuð."
Samtalinu er lokið.
Að venju fjölgar mjög í búðinni
upp úr hádeginu. Þeir sem fyrstir
koma, raða sér í gluggakistumar, en
aðrir setjast á búðarborðið, meðan
pláss er. Gútti þarf alltaf einn til tvo
rassa fyrir kúnnann. Það hefur
spurst út að í dag muni stjórn kaup-
félagsins koma saman til fundar á
skrifstofu kaupfélagsstjórans, Gunn-
ars Sveinssonar og ganga frá ráðn-
ingu nýs eftirmanns hans. Enginn
asi er á mannskapnum sem mættur
er í búðina. Einhverjir reyna sig í
krók, aðrir í kefli. Úti við púltið
stendur yfir veðmál milli Stebba Hö
og Þórðar á Veturhúsum. Stebbi
býður Þórði 16 epli ef hann geti inn-
byrt 2 kg af eplum á einni klukku-
stund. Gútti er tekinn sem vitni að
þessu veðmáli. Ef Þórður gefst upp
verður hann að borga þau epli sem
ofan í hann fara. Ef þetta aftur á
móti hefst ætlar Stebbi að greiða
allan kostnað. Leikar fara þannig að
Hamarsdælingurinn innbyrðir tvö
kíló á tilsettum tíma og fær 16 epli
nicð sér heim í nestið.
Síðdegis mæta stjórnarmenn
kaupfélagsins í búðina, prúðbúnir
og ábúðarmiklir á svip. Þögn slær á
samkunduna. Gútti lyftir upp lúg-
unni á búðarborðinu og býður
stjórnarmönnum að ganga inn fyr-
ir. Fyrstur fer stjómarformaðurinn,
Helgi á Melrakkanesi og á hæla
hans Elís á Starmýri, þeir koma
sunnan frá Alftafirði á Chevrolet-
vörubíl sem Elís er nýbúinn að
kaupa. Þá hafa þeir Hjálmar í
Fagrahvammi og Böggi í Kross-
gerði komið yfir fjörð á trillubát
Hjálmars, sem heitir Bera. Sigfinn-
ur í Sjólyst, eini stjórnarmaðurinn
úr Hálsþinghárdeild, rekur lestina.
A honum er enginn asi. Stjórnar-
menn hverfa hver á fætur öðrum
inn fyrir búðarborðið og inn á
fremri kontórinn. Þar inn af er
kontór kaupfélagsstjóra. Eftir létt
bank stjórnarformanns opnast dym-
ar. Gunnar Sveinsson kaupfélags-
stjóri býður komumenn velkomna
og biður þá að gjöra svo vel að
ganga inn fyrir. Kontór kaupfélags-
stjóra er lítill og það kemur sér vel
að engir risar eru í stjóminni.
A þilinu móti glugganum hangir
mynd af Þórhalli Sigtryggssyni,
síðasta verslunarstjóra Örum og
Wulff-verslunarinnar á Djúpavogi,
undir stjóm Stefáns Guðmundsson-
ar faktors. Arið 1920, þegar Kaup-
félag Berufjarðar var stofnað, var
Þórhallur ráðinn kaupfélagsstjóri
og starfaði hann til ársins 1937, en
þá tók hann við stjóm elsta kaupfé-
lags landsins, Kf. Þingeyinga á
Húsavík.
Það er þröngt um stjómarmenn í
þessu litla herbergi. Fimmtán kerta
pera frá 5 hestafla bensínrafstöð
kaupfélagsins lýsir daufri, en þægi-
legri birtu yfir fundarmenn. Helgi
Einarsson formaður ræskir sig og
segir fund settan. Hann biður sveit-
unga sinn, Elís Þórarinsson, um að
skrifa fundargerð. Því næst tekur
formaður fyrir eina málið á dagskrá,
ráðningu nýs kaupfélagsstjóra í stað
Gunnars Sveinssonar, sem hefur
sagt starfi sínu lausu frá og með ára-
mótum.
Tvær umsóknir liggja fyrir um
starfið, þær em frá A. V. og Þorsteini
Sveinssyni á Djúpavogi.
Eftir stutta umfjöllun samþykkir
stjómin að ráða Þorstein Sveinsson
næsta kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Berufjarðar. Á hann að taka við
störfum frá og með 1. janúar 1949.
Því næst er Þorsteinn kallaður fyrir
stjómarmenn og ráðningarsamning-
ur undirritaður í tveimur samhljóða
eintökum. Síðan er fundi slitið.
Þannig gerðist sagan sem varð
síðan stór hluti af ævisögu einstak-
lings og kafli í sögu heils byggðar-
lags.
Algengt var hér um slóðir að
nefna ákveðin tímabil eftir nöfnum
þekktra verslunarstjóra. Þannig var
t.d. sagt í tíð Wayvats og í tíð Þór-
halls o.s.frv.
Þorsteinn Sveinsson starfaði
lengst allra kaupfélagsstjóra hjá
Kaupfélagi Berufjarðar eða alls
19 ár. Þorsteinstíð, ef svo má að
orði komast, er merkur kafli í at-
vinnu- og verslunarsögu Djúpa-
vogs. Þeir ungu menn sem réðust
til starfa hjá Samvinnuhreyfmg-
unni víða um land um svipað
leyti og Þorsteinn Sveinsson hóf
störf sín hér, mörkuðu heildar-
stefnu hreyfingarinnar úti á
landsbyggðinni við slæmar að-
stæður og kröpp kjör. Sú stefna
var mörkuð eftir eigin hugviti og
í fullu samráði við fólkið á fé-
lagssvæðunum. Þess vegna varð
samvinnustarfið svo öflugt sem
raun bar vitni.
Ekki verður rakin hér og nú
saga athafnamannsins Þorsteins
Sveinssonar, kaupfélagsstjóra á
Djúpavogi, en á það minnst að
allur Austfirðingafjórðungur
naut þekkingar hans og áræðni í
útgerðarmálum, er hann sýndi
mönnum fram á að hægt væri að
fiska í þorskanet á djúpslóð við
Austurland.
Það var árið 1953 að m/s Víðir
AK var keyptur til Djúpavogs. Víð-
ir var 100 tonna bátur sem síðar
hlaut nafnið Mánatindur SU 95 og
hóf hann netaveiðar hér eystra með
góðum árangri. Þorsteinn naut mik-
ils trausts allra íbúa á félagssvæði
kaupfélagsins og gæti ég trúað að
hann hafi verið næstvinsælasti mað-
urinn á svæðinu milli Streitishvarfs
og Lónsheiðar. Sá sem vinsælli var,
var Eysteinn Jónsson frá Hrauni.
Sögð var sú saga hér um slóðir að
ef tveir deildu, hefði stundum verið
vitnað til Eysteins, ef menn vildu
hafa betur. Ef það dugði ekki, hefði
verið bætt við til að útkljá deiluna
að fullu: „Hann sagði mér þetta
hann Eysteinn og meira að segja
Þorsteinn líka,“ og þar með var mál-
ið afgreitt.
Sendum starfsfólki og viðskiptavinum
bestu jóla- og nýársóskir
Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Búðin
FELLABÆ 701 Egilsstöðum
Sími 471-1700 & 471-1329
i_______________________________________________________
Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri. Kontór kaupfélagsstjóra er lítill og það kemur
sér vel að engir risar eru í stjórninni.
Bátarnir liggja í bólum sínum úti á vognum og toga í múrninguna svo að marrar í taumunum.
T
!
m/s Víðir AK var keyptur til Djúpavogs árið
1953, og var þá stœrsti bátur sem vargerður
útfrá Austfjörðum. Hann hlaut síðar nafnið
Mánatindur SU 95 og hóf netaveiðar á
djúpslóð hér fyrstur allra skipa.